Fréttir Fróðleikur

Nýjasta snjallúrið á vetrabrautinni er Galaxy Watch6

9.08.2023

Úrið sem þekkir þig best er komið aftur í sjötta veldi með persónulegri heilsuupplifun og enn betri og uppfærða svefnmælingu. Byrjaðu daginn á góðum nætursvefn með svefnþjálfun sem er nú fáanlegt í Galaxy Watch6 úrunum.

20% stærri skjár en 30% þynnri. Miðað við Galaxy Watch5 úrið.


Heilsa

Jóga, hjólreiðar eða hlaup? Veldu á milli fjölda heilsukerfa og æfinga sem henta þér.

Úrið fylgist með ræktarplaninu þínu, svefn, hjartslætti, hreyfingu og er með innbyggðum lífstílsþjálfa. Fylgstu með svefn og streitu á einfaldan máta og með sjálfvirkum æfingamæli sér úrið til þess að þú beitir þér rétt og hvílir þig vel. Settu þér dagleg markmið með Daily Activity Goal til að halda þér á réttri braut og hámarka árangur. Þú getur fundið uppáhalds smáforritin þín í Galaxy Store og Google Play Store.

Google Wear OS veitir stuðning og aðgang að fjölda líkamsræktar- og heilsusmáforritum – frá Samsung og öðrum.

Hvernig er púlsinn?

Innbyggði mælirinn nemur sjálfkrafa hjartsláttinn þinn og sendir þér tilkynningu ef hjartslátturinn hefur verið óreglulegur svo þú getur tekið ECG með úrinu til að fá meiri upplýsingar.

Viltu geta mælt blóðþrýsting?

Bættu heilbrigðan lífsstíl með því að bæta við mælingu á blóðþrýstingingi, daglega eða eins reglulega og hentar þér. Mældu og haltu utan um mælingar á blóðþrýstingi með Galaxy Watch6, án aukabúnaðar.


Svefn

Galaxy Watch6 mælir svefninn þinn. Til að hjálpa þér að bæta svefngæði, mælir Galaxy Watch6 og skráir hversu mikill svefn er léttur, djúpur og REM. Með þessum gögnum færð þú ábendingar og leiðbeiningar um betri svefn.


Notendavænt viðmót

One UI 5 viðmótið er hratt og notendavænt, sem veitur þér greiðan aðgang að smáforritum og eiginleikum sem þú notar mest. Einnig er hægt að stjórna viðmótinu með röddinni eða snertiskjá með viðbragði. Wear OS stýrikerfið veiitr þér aðgang að og styður fjölda smáforrita og eiginleika. Að sjálfsögðu er hægt að nota eiginleika hispurslaust á milli tækja. Mörg hentug Google forrit eru aðgengileg á Watch6, þar á meðal Gmail, Calendar og Google Photos.

Þægilegt viðmót fyrir tónlistaspilara, til að svara símtölum og skilaboðum. Sjá myndir fyrir ofan.

Borgaðu með úrinu

Ekkert fikt í vösum eða töskum í leit að peningum eða korti, þú ert með Google veskið í Samsung úrinu. Nú getur þú borgað á einfaldan máta. Engin þörf að hafa síma eða kort nálægt, þar sem úrið notast við NFC tækni og ef þú ert búin að setja inn kortið í google Wallet og lykilorð til að aflæsa veskinu getur þú greitt án þess að nota PIN númer.


Góð rafhlöðuending

Nýja endingargóða rafhlaðan endist í allt að 40 klukkustundir af hefðbundinni notkun. Þú getur notað úrið allan daginn (fer eftir notkun) og úrið hleðst að fullu á tveimur klukkustundum. Rafhlaðan vinnur saman með örgjörvanum til að spara rafmagn strax og tækifæri gefst.



Hönnun

Hafðu engar áhyggjur af úrinu þínu. Með 5 ATM vottun stenst úrið að vera við 50 metra dýpi, eða við 5 ATM þrýsting. Úrið er höggvarið og er með bæði MIL-STD-810G og IP68 vottun. Skjárinn er verndaður með sterku Sapphire Crystal gleri.

Mjóa ólin fellur að úrinu og situr svo þægilega að þú finnur varla fyrir því. Stílhreina ál umgjörðin hentar jafn vel fyrir líkamsrækt og vinnu. Samsung Galaxy Watch6 fæst í 44 og 40mm stærðum í mörgum litum. Útlit klukkunnar er undir þér komin – hægt er að velja úr fjölda útlita (selt sér).

Einnig er einfalt að skipta um ól með einum smelli í stíl við skífuna eða fötin þín.


Samanburður

Galaxy Watch6 er með 20% stærri stærri skjá en Galaxy Watch5 án þess að úrið sjálft sé stærra. Það er líka léttara – 20% léttara en Galaxy Watch5 Pro og 40% léttara en Galaxy Watch6 Classic.

Hvaða Samsung Galaxy úr hentar þér?

Smelltu hér til að skoða úrvalið af Galaxy Watch6 úrum frá Samsung á elko.is.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.