Fréttir Gaming

PlayStation 5

7.12.2020

Uppfært 15.03.2022 kl. 16:00

PlayStation 5 leikjatölvan er ein vinsælasta leikjatölvan á markaðnum í dag. Hér má finna allar nánari upplýsingar um PS5, aukahluti og tölvuleiki en hér má svo sjá vöruúrvalið á elko.is.


Allt sem þú vilt vita um PlayStation5

Tölvan nýtur krafta og samvinnu örgjörva, skjákorts og SSD drifs með innbyggðu I/O sem endurskrifar þær reglur um hvað PlayStation tölva getur gert og því má segja að tölvan bjóði upp á leikjaspilun án takmörkunar.

Mismunandi útgáfur af PS5 leikjatölvunni

PlayStation 5 leikjatölvan verður fáanleg í tveimur útgáfum, ein er með 4K Ultra HD blu-ray diskadrifi og hin eingöngu fyrir stafrænt efni sem sótt er í gegnum Playstation Store, ekki með diskadrifi.


Tæknileg atriði

Hér eru helstu tæknilegu eiginleikar tölvunnar

  • Örgjörvin/CPU: 8-core AMD Zen 2 CPU, breytilegt GHz, max 3.5GHz
  • Vinnsluminni: 16GB GDDR6 SDRAM
  • Geymslupláss: 825 GB SSD geymslupláss
  • Gerð geymslu: NVMe. M.2 SSD eða USB utanáliggjandi HDD/SSD
  • Hljóðkort: Tempest Engine 3D hljóðkort
  • Tengjanlegur stýripinni: DualSense
  • Diskadrif: Sú útgáfa sem mun hafa drif er með Ultra HD Blu-ray drif.
  • Stafræn útgáfa: Stafræna útgáfan kemur án geisladrifs og allir leikir eru sóttir í gegnum PlayStation Store.
  • Stuðningur: Styður flesta PlayStation 4 leiki og PlayStation VR leiki.

4K leikjaspilun
Spilaðu uppáhalds PS5™ tölvuleikina þína í glæsilegu 4K sjónvarpi í allt að 120 Hz (4k@120Hz krefst sjónvarps/skjás með HDMI 2.1 tengi)

HDR tækni
HDR tækni tryggir að dekkri hlutar myndarinnar verði enn dekkri og bjartari hlutarnir bjartari. Þú færð því skarpari mynd og fleiri litbrigði. Virkar á studdum PS5™ leikjum í HDR sjónarpi/skjá.

8K stuðningur
PS5™ leikjatölvurnar styðja 8K sendingu svo þú getur spilað á allt að 4320p skjá.

Adaptive Triggers
Trigger takkarnir veita mismunandi mótstöðu eftir því hvað er að gerast í tölvuleiknum.

Í pakkanum
– PS5™ Digital leikjatölva
– DualSense™ fjarstýring
– HDMI snúra
– Rafmagnssnúra
– USB snúra

Hæð x breidd x dýpt: 390 x 92 x 260 mm

Þyngd: 3,9 kg

Sony hefur gefið það út að þau hafa eytt miklum tíma í þróun kæliviftunar á Playstation 5 til þess að lágmarka öll viftuhljóð en á sama tíma hámarkað virkni þess svo að örgjörvi og skjákort leikjatölvnar fái næga kælingu.


DualSense

DualSense stýripinninn fyrir PlayStation 5 leikjatölvuna.

Ný leikjaupplifun
Finndu fyrir leiknum með haptísku viðbragði og finndu mismunandi mótstöðu eftir því hvað er að gerast.

Lifðu þig í leikinn
Talaðu við aðra á netinu með innbyggðum hljóðnema og tengdu heyrnartól í 3,5 mm heyrnartólatengið. Einfalt er að stöðva hljóðupptöku með mute takka og hátalari er einnig í fjarstýringunni fyrir sér hljóð í völdum leikjum.

Helstu eiginleikar DualSense eru:

  • Aðlögunartækni á leikstíl (e. Adaptive Triggers)
  • Haptísk viðbrögð (e. Haptic Feedback)
  • Hreyfiskynjari
  • USB-C tengi
  • Hljóðnemi og innbyggður hátalari

HD myndavél

Fangaðu ómissandi augnablik í leiknum með HD myndavélinni fyrir PlayStation 5. Hægt er að stilla standinn og breyta eða fjarlæga bakgrunn svo þú einn sjáist.

1080p
Fangaðu sjálfan þig í skarpri Full HD upplausn með tvemur víðlinsum. Deildu svo efninu á fljótlegan máta með create hnappi á DualSense fjarstýringunni.

Innbyggður standur
Náðu fullkomnu sjónarhorni með innbyggða standinum. Hægt er að festa myndavélina örugglega ofan á eða fyrir neðan sjónvarpið og fínstilla sjónarhornið.

Stillanlegur bakgrunnur
Vertu í miðpunkti hasarsins með PS5 tækni sem fjarlægir bakgrunninn. Með myndavélinni geturðu bætt þér í leikjamyndböndin þín eða streymi og hægt er að minnka bakgrunninn eða sökkva alveg í leikinn með green screen.

Pulse 3D heyrnartólin

Heyrðu betur í leiknum með PULSE 3D heyrnartólunum sem eru sérstillt fyrir PS5™ leikjatölvur. Tveir innbyggðir hljóðeinangrandi hljóðnemar, endurhlaðanleg rafhlaða og margir stjórnunarmöguleikar.

3D hljómur
Pulse 3D þráðlausu heyrnartólin eru sérstillt til að framkalla þrívíddarhljóminn sem PlayStation 5 getur gert. Með Tempest 3D AudioTech setur PS5 leikjatölvan þig í miðpunktinn með grípandi hljóm sem kemur úr öllum áttum.

Ný hönnun
Spilaðu með flottum heyrnartólum í stíl við PS5 leikjatölvuna með nýjum þægilegri púðum og bandi.

Fyrir leikina
Tveir faldir hljóðnemar hljóðrita röddina skýrt og með auðvelt er að kanna í fljótu bragði hvort þú hljómir rétt með sérhæfðum takka sem bergmálar hljóðinu til þín.

Spilaðu hvar sem er
Njóttu þráðlausan hljóms í allt að 12 klukkustundir með innbyggðri endurhlaðanlegri rafhlöðu. Tengdu þau við PS5, PS4, Windows eða macOS tölvur með USB tengistykkinu.

Margmiðlunarfjarstýring

Stjórnaðu myndefninu í PlayStation 5 leikjatölvunni á þægilegan hátt með fjarstýringunni frá Sony. Hægt er að ræsa tölvuna og flýtihnappar eru fyrir Netflix, Disney+, Spotify og Youtube. Einnig er hægt að hækka og lækka hljóm í samhæfðum sjónvörpum.


Tölvuleikjaspjallið og PS5

Tölvuleikjaspjallið hefur tekið þá leiki fyrir sem hafa þótt mest spennandi en við útgáfu á tölvunni var mikið lagt upp úr flottum kynningum á leikjum eins og Black Ops: Cold War, Demon‘s Souls endurgerðinni, Godfall og Gran Turismo 7 og hafa síðan bæst við fjöldi leikja.


Final Fantasy XVI verður einungis fyrir PlayStation

Fyrsti leikurinn sem sýnt var frá var Final Fantasy XVI. Hann verður frábrugðinn fyrri leikjum seríunnar á nokkra vegu. Í fyrsta lagi verður hann einungis (e. exclusive) fyrir Playstation. Einnig verður sögusviðið líkt miðöldum, ólíkt fyrri leikjum sem hafa ávallt verið nokkuð tengdir vísindaskáldskap.

Spiderman: Miles Morales sýnir nýja eiginleika

Aðdáendur Spiderman leiksins frá 2018 tóku gleði sína að fá loksins að sjá efni úr nýja leiknum. Aðalkarakterinn hér er Miles Morales, en hann hefur ýmsa aukakrafta umfram Peter Parker, þar á meðal getur hann beislað rafmagnsorku og gert sig ósýnilegan.

Við fengum nokkuð fjölbreytta sýningu úr Spiderman, bæði bardagaatriði og atriði þar sem maður leikur Miles án búningsins. Leikurinn lítur ótrúlega vel út og við vonum að þarna sé á ferð ný og skemmtileg upplifun fyrir spilara.

Resident Evil VIII: Village verður ekki fyrir viðkvæma

Hryllingsleikjaaðdáendur geta hlakkað til áttunda Resident Evil! Það var af nógu að taka í sýningunni, blanda af spilun og öðrum atriðum. Það er mikill Tim Burton fílingur í sumum bakgrunnsatriðum sem er mjög spennandi.

  

Í Hogwarts Legacy ræður þú persónunni þinni

Ef til vill það sem kom mest á óvart var þessi leikur. Það hefur verið hvíslað um það í mörg ár að stór leikur úr Harry Potter heiminum væri í bígerð en það er ekki hægt að segja að maður bjóst við þessu.


Aðrir leikir sem vert er að nefna eru:

Sjá alla þá leiki sem eru í boði á elko.is hér.


Spurt og svarað

Þarf PlayStation 5 tölvan að standa? Þó að flestar, ef ekki allar myndir af tölvunni sýna hana standandi þá má hún einnig liggja. Góðar fréttir fyrir þau sem eru með þannig uppsetningu.

hversu stór er PlayStation 5 tölvan? PlayStation 5 með diskadrifi er 39,0×26,0x10,4 cm og digital útgáfan 39,0×26,0x9,2 cm. Til að setja þetta í samanburð við Playstation 4 Pro þá er hún 29,5×32,7×5,5 cm.

Getur þú spilað PS4 leiki í PS5? Já, Sony hefur gefið það út að PS5 tölvan mun styðja PS4 leiki. Þau hafa ekki gefið það út hvort það gildir fyrir alla PS4 leiki, en segja að við útgáfu af PS5 verður hægt að spila yfir 100 PS4 í tölvunni.

Styður PS5 PlayStation VR? Já PlayStation 5 tölvan mun styðja þau VR gleraugu sem þau hafa gefið út og leiki sem eru fyrir PlayStation VR. Engar fréttir hafa borist frá Sony hvort að þau eru með nýja útgáfu af VR gleraugum í vinnslu.


Síðasta uppfærsla: 15. mars 2023

“PlayStation”, “PlayStation Family Mark“, “PS5 logo”, and „Play Has No Limits“ are registered trademarks or trademarks of Sony Interactive Entertainment Inc. “SONY” is a registered trademark of Sony Corporation.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.