PS5 Access stýripinninn hefur marga eiginleika sem gera leikjaspilun þægilegri og hentugri fyrir hreyfihamlaða einstaklinga. Hægt er að nota Access frá öllum áttum og hægt er að skipta úr og sérstilla alla takka, einnig er hægt að stilla lengdina á pinnanum, ásamt því er hægt að vista þrjá prófíla sem auðvelt er að skipta á milli.
PS5 Access stýripinninn er hannaður í nánu samstarfi við hreyfihamlaða einstaklinga. Hægt er að nota Access frá öllum áttum og hægt er að stilla hæðina á pinnanum, sérstilla og skipta út öllum tökkum. Hægt er að tengja tvo Access stýripinna saman eða við DualSense stýripinna.
360° spilun
Hægt er að nota stýripinnann frá öllum áttum svo að þú getir notað Access eins og þér hentar. Þú getur notað stýripinnann á flötu yfirborði eða standa með AMPS festingu.
Stillanlegur pinni
Þú getur stillt hæðina á pinnanum til að finna bestu stillingu fyrir þig. Einnig er hægt að stilla næmni og dauðasvæðið (e. Deadzone) til að henta þínum þörfum.
Tengingar
Access er með fjögur 3,5mm tengi sem gerir þér kleift að bæta við aukahnöppum eða öðrum aukahutum. Einnig er hægt að tengja annan Access, DualSense eða DualSense Edge stýripinna við Access.
Stillanlegir takkar
Þú getur stillt takkana á meðan þú ert í leik eða áður en þú spilar. Hægt er að skipta út öllum
tökkum og stilla eftir þínum þörfum.
Smelltu hér til að skoða vöru á elko.is.
Myndband um hvernig ráðgjafar með hreyfihömlun hjálpuðu PlayStation að hanna Access.