Fróðleikur

Samsung Galaxy Book Pro og Pro 360

23.03.2022

Í hinum hraða tækniheimi þurfa tölvur að bjóða upp á allt það sem þeir þurfa til að geta klárað verkefni á ferð og flugi. Galaxy Book Pro og Pro 360 eru gerðar til að mæta öllum kröfum nútímans og bjóða upp á saumlausa upplifun fyrir nútímafólk á ferðinni.

Léttar og handhægar

Hönnunin á tölvunum er þannig að þær eru mjög léttar og þunnar og auðvelda þannig að það sé hægt að ferðast með þær á auðveldan máta, en þær eru hannaðar þannig að það þær passi auðveldlega í tösku.

Það er ekki bara tölvurnar sjálfar sem eru léttari heldur koma þær með Universal hleðslu sem er nú um helmingi minni en áður. Hleðslan er gerð fyrir öll Galaxy tæki og því óþarfi að vera með nokkur hleðslutæki á sér á meðan maður er á ferðinni því nú er hægt að hlaða öll tæki með sama hleðslutækinu!


Galaxy Book Pro 360

Fyrir sköpun og meiri framleiðni

Galaxy Book Pro 360 tölvan er einnig meira en bara tölva, því hún kemur með mjög handhægum og fjölhæfum S penna. Með S pennanum getur þú breytt tölvunni yfir í glósubók, striga eða notað skapandi hugsun og aukið framleiðni á þínum verkefnum. Penninn er hannaður þannig að pennastrokan líkist mjög vel pennastrokum úr alvöru penna. Hægt er að tengja pennan við PENUP app þar sem hægt er að tjá sig í hönnun eða teikningum. Smelltu hér til að skoða Pro 360 á elko.is.

Intel® Iris® Xe skjástýring

Intel Tiger Lake 10 nm SuperFin hönnun gefur skjákortinu kraftinn þrátt fyrir litla stærð. Innbyggða Intel® Iris® Xe skjástýringin gerir þér kleift að gera meira en tölvur í svipaðri stærð leyfa. Hvort sem valið er á milli þess að horfa á myndbönd, grafíska hönnun, rendera eða spila tölvuleiki þá heldur fartölvan gæðum í hámarki en á sama tíma sparar orkunotkun og lengir því rafhlöðuendinguna.

FHD Super AMOLED skjár

15,6″ skjárinn birtir myndir í skarpri Full HD 1080p upplausn. AMOLED tæknin er sparneytin og framkallar nákvæmari liti og dýpri svarta en hefðbundir LED skjáir.

S Penni

Samsung S Pen gerir þér kleift að stjórna fartölvunni í gegnum bluetooth með hreyfi-stýrðri fjarstýringu. Einfalt er að glósa eða teikna á skjáinn, eða stoppa og byrja myndbandsspilun úr sófanum.

Með Samsung Galaxy Book Pro 360 15,6″ fartölvunni geturðu sleppt beislinu af ímyndunaraflinu. Super AMOLED skjárinn framkallar fallega og nákvæma liti, djúpa svarta og há birtuskil. Thunderbolt 4 tengið gerir þér kleift að tengja marga kröfuharða aukahluti við tölvuna.


Galaxy Book Pro 15,6“

Kröftugur örgjörvi og frábær rafhlöðuending

Samsung Galaxy Book Pro 15,6″ fartölvan er sérstaklega hönnuð fyrir myndvinnslu, hágæða streymi og fleira. Super AMOLED skjárinn er með HDR500 vottun og framkallar fallega og nákvæma liti, djúpa svarta og há birtuskil. Thunderbolt 4 tengið gerir þér kleift að tengja marga kröfuharða aukahluti við tölvuna. Skoða tölvuna á elko.is.

Örgjörvinn

Fjögurra kjarna Intel Core i5 örgjörvinn úr Tiger Lake seríunni er byggður á skilvirkri 10 nm SuperFin arkítektúr sem gerir honum kleift að keyra mörg kröfuhörð forrit samtímis án hiks og tafa. Örgjörvinn getur skipt í 4,2 GHz Turbo Mode ef þörf er á og hann er studdur af 8 GB hröðu LPDDR4X vinnsluminni.

Intel® Iris® Xe skjástýring

Intel Tiger Lake 10 nm SuperFin hönnun gefur skjákortinu kraftinn þrátt fyrir litla stærð. Innbyggða Intel® Iris® Xe skjástýringin gerir þér kleift að gera meira en tölvur í svipaðri stærð leyfa. Hvort sem valið er á milli þess að horfa á myndbönd, grafíska hönnun, rendera eða spila tölvuleiki þá heldur fartölvan gæðum í hámarki en á sama tíma sparar orkunotkun og lengir því rafhlöðuendinguna.

FHD AMOLED skjár

15,6″ skjárinn birtir myndir í skarpri Full HD 1080p upplausn. AMOLED tæknin er sparneytin og framkallar nákvæmari liti og dýpri svarta en hefðbundir LED skjáir.

Nóg geymslupláss

256GB M.2 NVMe PCIe SSD sem tryggir að tölvan er fljót að kveikja á sér, ræsa stýrikerfinu og bætir hraðann á gagnaflutningi.

Thunderbolt 4

Með Thunderbolt 4 tækni geturðu flutt gögn með allt að 40 Gbps og notað tvo 4K skjái eða einn 8K skjá.


Samsung Galaxy Book Pro tölvunar eru frábærar sem vinnu- eða námstölva. Þú getur skoðað allar Galaxy Book tölvunar á elko.is með því að smella hér.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.