Mældu og fylgstu með heilsunni þinni á auðveldan og þægilegan hátt með Samsung Health Monitor forritinu.
Nýlega kynntu Samsung að Samsung Health Monitor forritið hafi fengið vottun frá ráðuneyti matvæla og lyfjaöryggis (FDA & MFDS) í yfir 30 löndum, eftir að hafa fengið ECG vottun í desember árið 2020. ECG stendur fyrir hjartsláttartíðni. Þessi vottun á við um Samsung snjallúr.
Nýsköpun og ný tækni gera notendum sem eiga úrin Galaxy Watch3 eða Galaxy Watch Active 2 frá Samsung, kleift að nýta sér Health Monitor* forritið með því að tengja það við snjallsímann sinn. Forritið hjálpar notendum að fylgjast með heilsunni og hvetur þá áfram til að ná heilsumarkmiðum sínum. Þetta þýðir að notendur geta verið upplýstir um heilsu sína hvenær og hvar sem er.
Blóðþrýstingsmæling
Hár blóðþrýstingur er almennt tengdur við heila-, nýrna- og hjartasjúkdóma og ómeðhöndlaður getur það leitt til heilablóðfalls og kransæðasjúkdóma. Galaxy snjallúrin geta mælt blóðþrýsting í gegnum Samsung Health Monitor forritið sem upplýsir notendur um stöðuna og gerir þeim kleift að taka upplýstar ákvarðanir er varðar heilsuna.
Til að mæla blóðþrýstinginn þarf að ýta á „blood pressure“ takkann og tækið og forritið mæla blóðþrýstinginn í gegnum púlsbylgjugreiningu, sem rakin er með hjartsláttarskynjurum. Forritið greinir síðan samband kvörðunargildis og blóðþrýstingsbreytingarinnar til að ákvarða blóðþrýstinginn. Skoðaðu úrvalið af Samsung snjallúrum hér.
Rafrænt hjartalínurit (ECG)
Talið er að um 33,5 milljónir manna um allan heim hafi orðið fyrir gáttatifi (e. atrial fibrillation) sem er rafleiðnitruflun í leiðslukerfi hjartans. Gáttatif getur haft alvarlegar afleiðingar og valdið útfalli hjarta, blóðsegamyndunar í gáttum sem getur valdið heilablóðfalli og blóðsegareki til lungna.
Ný virkni í Galaxy Watch3 eða Galaxy Watch Active2 gerir notendum kleift að greina rafvirkni hjartans í gegnum skynjara á úrunum með frekar auðveldum hætti. Með rafrænu hjartalínuriti (e. electrocardiogram eða ECG) mælir forritið hjartsláttartíðni og takt, sem flokkast annarsvegar sem venjulegur hjartsláttur (e. sinus rhythm) og hinsvegar sem óreglulegur hjartsláttur (e. atrial fibrillation).
Til að mæla hjartsláttartíðnina þá þarf einfaldlega opna Samsung Health Monitor forritið í símanum, koma sér vel og þægilega fyrir og tryggja að úrið sé þétt við úlnliðinn. Hvíla skal framhandlegginn á sléttu yfirborði og setja fingurgóminn frá gagnstæðri hendi létt á efsta hnappinn á snjallúrinu í 30 sekúndur.
Athugið að til að mæla blóðþrýsting og hjartalínurit verða notendur að hafa Samsung Health Monitor forritið sett upp bæði á Galaxy úrinu og snjallsímanum. Samsung Health Monitor forritið er sjálfkrafa sett upp þegar notendur uppfæra Galaxy snjallúrin í nýjustu útgáfuna í gegnum Galaxy Wearable forritið. Snjallúrappið mun þá opna hlekk sem vísar notendum á niðurhalssíðu snjallsímaappsins í Galaxy Store forritinu.
Verð og nánari upplýsingar um Samsung snjallúr er hægt að finna hér.
*Forritið gefur ekki til kynna ef notandi er líklegur til að fá hjartaáfall út frá mælingum (e. App never looks for heart attack)