Fréttir Fróðleikur

Snjallari með Galaxy AI – Galaxy S24

17.01.2024

Samsung var með kynningu 17. janúar þar sem nýjasta Galaxy S línan var kynnt, Galaxy S24. Línan samanstendur af Galaxy S24, S24+ og S24 Ultra. Hér tökum við saman helstu atriðin um S24.


Stór, stærri og hraðari

Þetta eru uppfærslurnar sem þú hefur verið að bíða eftir. Stærri skjár, stærri rafhlaða og meiri kraftur. Það er svo miklu meira til að elska Galaxy S24 og S24+.  Sérstaklega núna þegar Galaxy S24+ kemur með bestu skjáupplausn í Galaxy tækjum; QHD+. Skjárinn á S24 er 6,2“ og skjárinn á S24+ er 6,7“.

Skjárinn er því 0,1“ stærri en var á S23 línunni og að auki færðu skarpa liti með Vision booster.


Snjallari með Galaxy AI

Nýja S-línan brýtur blað með framúrstefnulegri nýtingu gervigreindar til þess að auk a notagildi tækjanna m.a. með rauntímaþýðingum milli tungumála og enn betri ljósmyndum og myndskeiðum.

Tungumálaþýðing í beinni. Auðveldasta leiðin til að hafa samskipti

Fáðu beina tungumálaþýðingu í næsta símtali þínu.  Galaxy AI hjálpar þér að eiga samskipti  í síma á öðrum tungumálum. Bein þýðing virkar einnig í skilaboðum.

*Þýðing í beinni (e. Live Translate) krefst nettengingar og Samsung reikningsinnskráningar. Þýðing í beinni er aðeins fáanlegt í foruppsettu Samsung símaforritinu. Ákveðin tungumál gætu krafist tungumálapakka til að sækja. Íslenska er ekki í boði í beinni þýðingu en þú getur t.d. látið þýða spænsku yfir í ensku.

Dragðu hring um það, finndu það, einfalt og fljótlegt

Leitaðu á nýjan máta með ‚Circle to Search með Google‘. Taktu mynd, settu hring utan um viðfangsefnið og leitaðu á Google. Þetta er ný sjónræn leið til að finna það sem þú ert að leita að.

Þinn eigin persónulegi aðstoðarmaður

Taktu upp hljóð og Galaxy Al mun skrifa það niður,  umbreyta því í texta, og búa til útdrátt. Gervigreindin getur meira að segja séð um að þýða tungumál.

AI myndvinnsla Breyttu stærðum, lagfærðu eða eyddu út viðfangsefnum með AI

Nýtt þér töfra AI myndvinnslu. Nú getur þú fullkomnað myndirnar þínar áreynslulaust og tryggt að hver ljósmynd fær að skína skært. En það er ekki allt, þú getur líka breytt bakgrunni og látið óæskilega hluti hverfa.


Myndavélin

Hvort sem þú ert að taka svakalega sætar sjálfur, taka gleiðhornsmyndir eða nýta mikin aðdrátt, munu gæði myndavélarinnar hjálpa þér að tryggja þér pixla-fullkomið skot.

Þú tekur betri myndir með Galaxy S24.

50Mp

Þessi upplausn mun ekki valda vonbrigðum. Taktu myndir í mjög góðri upplausn. upplausn. Aðal myndavélin á Galaxy S24 og S24+ er samsett úr þremur myndavélum; Myndavél að aftan er Ultra Wide: 12 Mp F2.2, Wide 50 MP F1.8 (Dual Pixel AF) og Tele1: 10 Mpx F2.4. Sjálfumyndavélin er svo 12Mp.

Taktu flottar myndir óháð birtuskilyrðum

Taktu bjartar, litríkar, skýrar myndir, jafnvel í myrkri með AI ISP. Andlitsmyndir eins og þig hefur dreymt um og fáðu skýrar myndir með 2x eða jafnvel 3x aðdrátti. Hver fjarlægð getur verið eins skýr og dagur, þó það sé tæknilega nótt.

Hversu langt viltu ná?

Farðu úr 1x í 2x eða jafnvel 3x. AI heldur myndunum skörpum, skýrum og með góðum gæðum, án þess að tapa miklum smáatriðum.


Krafturinn

Örgjörvinn í Samsung Galaxy S24 og S24+ er Exynox 2400. S24 er með 8GB vinnsluminni en S24+ er með 12GB vinnsluminni. Sérstakt kælikerfi tryggir að þú getur spilað þyngri leiki lengur.

Rafhlaðan

Rafhlaðan: Stór og endingargóð rafhlaða. 4,000 mAh og stuðningur við 25W hraðhleðslu.  S24+ er með 4,900 mAh rafhlöðu.   Galaxy S24 Ultra er með 5,000 mAh rafhlöðu.

Hver er helsti munurinn á S24 | S24+ og forveranum S23 | 23+:

Með 6,2‘‘ og 6,7‘‘ skjám stækkar skjárinn bæði á S24 og S24+, 0,1 aukning frá S23 línunni. Að auki kemur S24+ með QHD+ skjá en skjárinn á S24 er áfram FHD+.  Rafhlöðuending er orðin betri, S24 er með 100mAh stærri rafhlöðu en S23 og S24+ er með 200mAh stærri rafhlöðu en S23+.


Helstu atriðin um Galaxy S24 Ultra

Nýr Ultra er fyrir þá sem vilja aðeins það besta. Myndavélin er nú með brautryðjandi notkun á gervigreind og enn betri vélbúnað fyrir betri aðdrátt og aukin gæði. S24 Ultra er stekbyggður með grjóthart Corning® Gorilla® Glass Armor®+ gler bæði að framan og aftan. Að vanda er bæði Galaxy Ultra S24 og innbyggður S-penninn vatnsheldir samkvæmt IP68-vottun. Gríðarlega öflugir örgjörvar tryggja snuðrulausa vinnslu S24 Ultra hvort sem er í leik eða starfi. Stór rafhlaða og endurbætt orkunýtni tryggir að S24 Ultra endist lengur.

Samsung Galaxy S24 Ultra er með 6,8“ Dynamic AMOLED 2x 120Hz skjá með QHD+ upplausn (3120×1440, 516 ppi),  Titanium rammi, Gorning Gorlla Armour og Corning Gorilla Glass Victus 2. Örgjörvin er Qualcomm Snapdragon 8 Gen 3 for Galaxy, vinnsluminnið er 12GB og er Ultra síminn fáanlegur í þremur stærðum; 256GB, 512GB og 1TB.

Innbyggður S-penni sem hjálpar þér að skrifa nýjan kafla

Goðsögnin sem byrjaði með Galaxy Note lifir með S Ultra símunum. Glósaðu á skjáinn hvenær sem er eða nýttu pennann til að fínpússa myndefnið þitt áður en þú deilir því. S Penninn hefur marga eiginleika upp á að bjóða og virkar bæði sem penni og pensill sem opnar upp nýjar leiðir til þess að skapa.

Öflugur örgjörvi

Geta og afl síma ræðst af mörgum þáttum. Samsung Galaxy S24 Ultra er keyrður á Snapdragon 8 Gen 3 fyrir Galaxy, hraðasti og öflugasti örgjörvi Samsung hingað til. Meiri afkastageta og styttri svartímar. En það er ekki bara örgjörvinn sem gerir þennan síma hraðan og öflugan, hann er einnig með 12GB vinnsluminni og stillingar á forritum hjálpa við að gera símann öflugri.  

Myndavélin

Þú finnur líklega ekki snjallsíma sem er með betri myndavél. Myndavélin í Galaxy S24 Ultra er samansett úr fjórum myndavélum; 200Mp Wide-angle 2x Optical zoom, 12MP Ultra Wide, 50Mp 5x Optical Zoom + 10x Optical Quality Zoom og 10Mp 3x Optical zoom.  Auk þess hjálpar gervigreindin að betrumbæta myndgæði.

Besta Quad Tele aðdráttur til þessa – ekki láta fjarlægðina stoppa þig, þú getur núna notað 2x, 3x, 5x og jafnvel 10x aðdrátt með optical eða optical quality aðdrætti.

Hvað gerir myndavélina á Galaxy S24 Ultra svona góða:

Myndavélin á Galaxy S24 Ultra er fyrsti Galaxy snjallsíminn sem eru búinn Quad Tele kerfinu. Með Quad Tele kerfinu geta notendur tekið skýrar og flottar myndir á optíska aðdráttarsviðinu sem þau nota venjulega.  Jafnvel þó myndir eru teknar með stafrænum aðdrætti geta notendur fengið ítarlegri mynd og myndbönd þökk sé gervigreindar, sem er byggt á ProVisual tækni.

Hversu góð er rafhlöðuending á Galaxy S24 Ultra?

5,000 mAh rafhlaðan gefur allt að 30 klst endingu miðað við myndbandaspilun eða spilaðu tónlist í allt að 95 klst.


Samanburður


Smelltu hér til að skoða alla Samsung Galaxy S24 línuna á elko.is. Samsung Galaxy S24, Galaxy S24+ og Galaxy S24 Ultra eru fáanlegir í nokkrum flottum litum eins og svörtum, gráum, gulum og fjólubláum.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.