Fróðleikur

Windows tölvur með Copilot+ aðstoðarmanni

7.01.2025

Copilot er gervigreind sem er innbyggð í Windows 11 stýrikerfið

Copilot notar Prometheus AI módelið sem sameinar gervigreind frá Open AI (sem gera m.a. Chat GPT) og risastórt gagnasafn frá Bing leitarvélinni, Azure o.fl. o.fl. til þess að útbúa sem nytsamlegasta verkfærið til þess að hjálpa okkur við nánast hvað sem er sem við gerum í tölvunni.

Það er frítt að nota Copilot og er það aðgengilegt með eftirtöldum leiðum:

  • Innbyggt í Windows 11 stýrikerfið
  • Innbyggt í Microsoft Edge netvafranum
  • Í netvafra, copilot.microsoft.com (t.d. Bing leitarvélin)
  • Smáforrit fyrir Android og iOS síma

Dæmi um notkun fyrir Copilot:

  • Taka saman texta, sníða texta fyrir tölvupósta o.fl. (á ensku)
  • Teikna myndir eftir lýsingu
  • Skrifa kóða fyrir JavaScript, C eða Python
  • Hægt er að ná í „Plug-ins“ sem eru sérhæfð í ákveðnum aðgerðum, t.d. til að bóka borð/sæti á veitingastöðum eða viðburðum
  • Breyta stillingum í Windows, setja stillingar eða forrit í gang o.fl. o.fl. til að stytta sér leið og spara tíma
  • Ekki er bara hægt að skrifast á við Copilot heldur er einnig hægt að tala við hana og fá svör (á ensku)

Hraðskreiðasta og snjallasta Windows tölvan frá upphafi með Copilot+ aðstoðarmanni

Það er hins vegar einnig hægt að vera með flottari útgáfur í áskrift ef maður er tilbúinn að borga fyrir þær. Þá er Copilot byggt inn í 365 pakkann svo hægt sé að nota gervigreindina sem tól í Excel, Word, Powerpoint, Outlook o.fl. Hægt er að kaupa sér slíkan aðgang fyrir einstaklinga eða dýrari aðgang fyrir fyrirtækjanotkun. Fyrirtækið getur þá notað Copilot með eigin gögnum og sparað hellings tíma með því að láta gervigreindina skila af sér skýrslum, uppástungum o.fl.

Á nýjum fartölvum er nú Copilot takki þar sem áður var hægri Windows takkinn.

Ekki rugla saman Copilot og Copilot+

Svona kynntu Microsoft Copilot+ til leiks: „Copilot+ PCs are the fastest, most intelligent Windows PCs ever built.“ Munurinn á Copilot og Copilot+ er sá að Copilot er gervigreind en Copilot+ eru tölvur sem nota gervigreindina.

Microsoft fór í samstarf við helstu örgjörvaframleiðendur heims með það að markmiði að hanna næstu kynslóð fartölva, þar sem Copilot gervigreindin er „innbyggð“ í tölvuna. Til þess að fá að heita Copilot+ fartölva þarf hún að innihalda NPU (Neural Processing Unit), með a.m.k. 40 TOPS reiknigetu. Á mannamáli er það sér tölvuflaga fyrir gervigreind sem getur reiknað a.m.k. 40 trilljón aðgerðir á sekúndu!

Fyrst komu út örgjörvar frá Qualcomm sem heita Snapdragon X Plus og Snapdragon X Elite. Það sem gerir þessa örgjörva sérstaka er að þeir eru ARM örgjörvar, en ekki x86 eins og nánast allar Windows tölvur nota. ARM örgjörvar eru í snjallsímum og spjaldtölvum og hafa verið í mörg ár. Ef samvinna Microsoft og Qualcomm gengur vel gætu ARM örgjörvar verið framtíðin fyrir fartölvur. Það er ekki sjálfgefið að það muni ganga snuðrulaust fyrir sig þar sem Windows stýrikerfið er í raun hannað fyrir x86 örgjörva, en þar sem Microsoft stendur sjálft fyrir þessari breytingu hlýtur stýrikerfið að vera tilbúið til að taka breytingum. Það sem gefur þessum nýju örgjörvum Qualcomm sérstöðu er að þeir nýta rafmagnið vel; Það þarf tiltölulega lítið af kælingu miðað við hvað örgjörvarnir eru öflugir, sem þýðir að fartölvur geta orðið þynnri fyrir vikið. Þeir nota litla raforku svo rafhlöðuendingin er líka frábær ásamt því að skjákjarninn er öflugri en við erum vön. Farin er af stað umræða um að jafnvel gæti þetta orðið leikjaskjákortum að falli því að í framtíðinni verða skjákjarnar í örgjörvum orðnir nógu öflugir til þess að spila alla tölvuleiki auk þess sem skjákortin verði orðin allt of dýr.

Í kjölfar Qualcomm Snapdragon X örgjörvanna komu Copilot+ örgjörvar AMD og Intel en tekið skal fram að þeir eru ekki ARM heldur x86:

  • AMD Ryzen AI 300 serían
  • Intel Core Ultra 200V serían

Windows 11 með Copilot+

Mörg forrit eins og Adobe, DaVinci Resolve Studio, CapCut, LiquidText og djay Pro svo einhver séu talin nýta sér Copilot+ PC tölvur til að bjóða upp á fleiri möguleika með því að nýta NPU tölvunnar og gervigreindina sem er í tölvunni.

  • Recall: Leitaðu að skjölum, tölvupóstum, vefsíðum eða öðrum gögnum með því að biðja gervigreindinaum að finna hlutina fyrir þig. Tölvan man hvað þú varst að gera í tölvunni langt aftur í tímann og getur því fundið gögn fyrir þig. Dagarnir eru liðnir þar sem þú þarft að leita í möppum eða í vafrasögunni að því sem þú varst að gera.
  • Live Captions: Tölvan býr til enskan texta fyrir efni í rauntíma úr 40+ mismunandi tungumálum. Hægt er að tala við einstaklinga eða horfa á myndefni og tölvan sér um að bæta við enskum texta.
  • Cocreator: Allir eru með sköpunargáfu. Lýstu fyrir gervigreindinni eða teiknaðu einfalda mynd og Cocreator sér um að túlka og skapa út frá þínum leiðbeiningum.
  • Windows Studio Effects: Gott er að vera skýr og greinilegur ef maður er að halda kynningu eða sitja á fjarfundi. Windows Studio Effects bætir lýsingu, gerir þig greinilegri og breytir bakgrunn að vild. Einnig eru skapandi og skemmtilegar síur (e. filters) sem hægt er að stilla á til að gera daginn kostulegri.

Smelltu hér til að skoða allar tölvur með copilot á elko.is

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.