Hugmyndir

Sous Vide vegan vanillu ‘karamellu’ sósa

24.01.2018

Sous Vide vegan vanillu ‘karamellu’ sósa

Þetta er einfaldasta karamellusósa sem þú getur búið til (án þess að nota karamellu). Döðlur eru notaðar til að búa til þessa gómsætu sósu. Sósan nýtist vel í kaffidrykki og sem íssósa. Þessi sósa er mjólkurlaus og inniheldur ekki unninn sykur!

Hráefni:
  • 20 döðlur (steinlausar)
  • 237 ml möndlu-, kókos- eða sojamjólk
  • 1 tsk vanilludropar
  • Örlítið salt (má sleppa)
Aðferð:
    1. Stilltu Anova Sous Vide tækið á 57°C og 2 klukkustundir.
    2. Settu döðlurnar og mjólkina í ziplock poka og settu ofan í vatnsbaðið þegar hitastiginu hefur verið náð.
    3. Taktu pokann úr vatnsbaðinu eftir 2 klukkustundir.
    4. Helltu blöndunni varlega ofan í blandarakönnu. – Passaðu að blandan getur verið heit! Ágætt er að leyfa blöndunni að kólna aðeins áður.
    5. Blandaðu öllu saman í blandaranum og bættu við vanilludropum og salti.
    6. Leyfðu sósunni svo að kólna niður í stofuhita áður en þú setur hana í krukku/r.
    7. Geymist í kæli í 5-7 daga. Hægt að nota bæði sem heita og kalda sósu.
Vegan karmellusósa
Heimild: AnovaCulinary.com – Höfundur uppskrifar Kathy Hester.
Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.