Fréttir

Starfsfólk ELKO sótti stærstu raftækjaráðstefnu Norðurlandanna 

10.07.2023

Í hröðum heimi tækninýjunga í raftækjum hefur ELKO lagt mikið upp úr því að halda starfsfólki sínu vel upplýstu um þær vörur og tækninýjungar sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða. Því til merkis sendi ELKO á dögunum 25 aðila á stærstu raftækjaráðstefnu Norðurlandanna sem haldin er af Elkjöp í Noregi en ELKO fær boð á ráðstefnuna ár hvert í gegnum vörumerkjasamning sinn við samsteypuna. Á ráðstefnunni fær starfsfólk tækifæri til að kynna sér nýjar vörur, tækninýjungar og sækja sér fræðslu.

Stærsta raftækjaráðstefna Norðurlandanna

Ráðstefnan samanstendur af vörusýningum sem skiptast í Home og Tech ásamt fjölmörgum kennslustofum þar sem nýjustu vörurnar eru teknar fyrir af þjálfurum og birgjum. Á ráðstefnunni starfa um 1.000 manns við að þjálfa og fræða um 6.000 gesti um nýjustu tækni og strauma á raftækjamarkaði en þarna voru samankomnir yfir 140 framleiðendur og birgjar. 

Það sem stóð einna helst upp úr fyrir starfsfólk ELKO á ráðstefnunni er sú áskorun sem raftækjaframleiðendur standa frammi fyrir í umhverfismálum. Lykiláhersla raftækjaframleiðenda til framtíðar er að leggja áherslu á lengri líftíma tækja sem og viðgerðar- og endurvinnsluhæfni þeirra. 

Meira um þjálfun og fræðslu í ELKO 
ELKO hefur á síðustu árum sett aukinn kraft í fræðsluefni fyrir starfsfólk og hjá fyrirtækinu starfa tveir aðilar sem sinna eingöngu nýliðamóttöku, þjálfun og fræðslu. Því til viðbótar er rafræn kennsla í boði í gegnum stafrænt mannauðskerfi sem og regluleg námskeið haldin frá framleiðendum og birgjum beint til starfsfólks. Lykilmarkmiðið er að allt starfsfólk sé búið að fræðast um og þekki vörurnar sem eru í sölu og sé tilbúið til þess að taka á móti vel upplýstum viðskiptavinum og aðstoða þá við að finna réttu heildarlausnina við þeirra þörfum.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.