
Svona hugsar þú vel um uppþvottavélina
14.04.2025Uppþvottavélin þvær alla daga en nokkrar góðar umgengnisreglur halda henni hreinni og í lagi.
Umgengisreglur fyrir uppþvottavélar:
- Gott er að skola leirtau í vaskinum eða í það minnsta skafa vel áður en það er sett í vélina.
- Reglulega þarf að hreinsa síuna sem er í botni vélarinnar. Þá er hún tekin upp úr, opnuð og þrifin vel. Einnig er gott að nýta tækifærið og hreinsa í kring í um síuna.
- 2-4 sinnum á ári þarf að þrífa uppþvottavélarnar vel einar og sér. Það er þá hægt að gera bæði með sérstöku hreinsiefni fyrir uppþvottavélar eða, fyrir þá sem kjósa umhverfisvænni leið, með matarsóda og borðediki. Það er þá sett inn í tóma vélina og hún keyrð á heitasta kerfinu.
- Eins og með þvottavélar þá þarf líka að leyfa uppþvottavélum að þvo á heitasta kerfinu reglulega til að drepa bakteríur.
- Það er um að gera að skoða spaðana annað slagið, athuga hvort matarleyfar hafi sest á þá og þrífa.
- Góður ávani er að skoða gúmmí og hurðarvalsið annað slagið og strjúka af því með rakri tusku til að taka burt óhreinindi sem safnast þar fyrir og nást ekki burt í þvotti.

Skoðaðu spaðana annað slagið, athuga hvort matarleyfar hafi sest á þá og þrífa.


Reglulega þarf að hreinsa síuna sem er í botni vélarinnar

Smelltu hér til að skoða hreinsiefni fyrir uppþvottavélar.
Uppfært apríl 2025