Fréttir

Það sem skiptir starfsfólk okkar máli, skiptir okkur máli

5.01.2022

Við hjálpum öllum að njóta ótrúlegrar tækni

Eitt af markmiðum ELKO er að hjálpa öllum að njóta ótrúlegrar tækni og með þeirri stefnu að leiðarljósi er úthlutað styrkjum úr styrktarsjóði ELKO. Tilgangur styrktarsjóðs ELKO er að styrkja málefni og verkefni sem tengjast velferð barna eða ungmenna og veitir sjóðurinn styrki sem efla menntun, nýsköpun, lífsgæði eða annað sem nýtast til betra lífs fyrir ungt fólk. Fjöldi umsókna berast styrktarsjóðnum ár hvert en úthlutað er úr sjóðnum fjórum sinnum á ári. Hægt er að lesa meira um eða sækja um í styrktarsjóð ELKO hér.

Það sem skiptir þig máli, skiptir okkur máli

Styrktarsjóður ELKO styrkir fjölmörg verkefni á hverju ári sem berast frá umsækjendum en í byrjun desember ár hvert þá óskum við sérstaklega eftir tilnefningum frá starfsfólki og þá einna helst hvernig styrktarsjóðurinn geti hjálpað því tiltekna málefni að njóta ótrúlegrar tækni. Þar með erum við að styðja við hlutverk og loforð fyrirtækisins; að hjálpa öllum að njóta ótrúlegrar tækni en líka að sýna það í verki að það sem skiptir þig máli, skiptir okkur máli. Nema í stað þess að setja loforðið út til viðskiptavina þá erum við að lofa starfsfólki okkar að tilnefna málefni sem skipta þau máli og styðjum við þau þar með að efna það loforð út á við í formi styrkjar. Starfsfólk ELKO lagði til fjölmörg málefni en að lokum voru alls 14 málefni valin úr tilnefningum og voru styrkirnir úthlutaðir um miðjan desember. Allir þeir starfsmenn sem lögðu til málefnin fengu svo að sjá um afhendingu á vörum í nafni styrktarsjóðs ELKO.

Eftirtaldir hlutu styrk úr styrktarsjóð ELKO á vegum starfsfólks ELKO í desember 2021 og við vonumst til þess að allir aðilar sem tengjast þeim njóti góðs af:

Barnaspítali Hringsins​: PS5 aukahlutir og leikir

Barnadeild sjúkrahússins á Akureyri: PS5 leikjatölva + aukahlutir og leikir

Arnarskóli: Switch leikjatölva, leikir og VR gleraugu
Grófin Geðrækt á Akureyri​: Skjávarpi og Sodastream tæki

Geðhjálp: Myndavél, spjaldtölvur og sjónvarp

Roðsalir: Kaffivél og hátalari

MS félagið: Hraðsuðukanna, blandari og Frisbee Golf vörur

Bjarkarhlíð: Fartölva og Sodastream tæki

Hringsjá Starfs- og endurmenntun​: Tölvuskjáir og borðtölva

Hjartadeild Landspítalans​: Ýmsar vörur fyrir deildina

Mæðrastyrksnefnd – Jólaálfarnir​: Vörur fyrir jólagjafaúthlutun jólaálfa Mæðrastyrksnefndar​

Bergið: Fartölva

Umhyggja, Einstök Börn og Mía Magic: Tilnefningar sameinaðar í einn stóran styrk​ sem nýtist öllum 15 aðildarfélögum Umhyggju. Switch leikjatölvupakki í þrjú orlofshús

Almannarómur​: Verðlaun fyrir grunnskólakeppni í Reddum málinu

Guðni Ásbjörnsson starfsmaður ELKO afhendir hér starfsmönnum Hjartadeildar Landspítalans ýmsar vörur sem eiga til með að nýtast þeirra starfsemi.  

Lilja Kristín Gunnarsdóttir og Ella Navarro starfsmenn ELKO afhenda hér Árnýju, framkvæmdastjóra Umhyggju Nintendo Switch leikjatölvur, leiki og aukahluti sem fara í þrjú orlofshús félagsins.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.