Fréttir Fróðleikur

Þynnsti iPhone síminn sem Apple hefur framleitt kynntur

10.09.2025

Það er spennandi augnablik fyrir alla Apple aðdáendur þegar vörukynning á nýjum Apple vörum fer fram á haustmánuðum á ári hverju.  Þriðjudaginn 9. september var Apple með kynningu með sérstakri áherslu á snjallsíma, þar sem iPhone Air, iPhone 17, 17 Pro og 17 Pro Max voru kynntir.

Þú getur horft á viðburðinn með því að smella hér.

Hvenær hefst salan á iPhone 17 og Air?

iPhone Air, iPhone 17 línan og Apple Watch eru væntanlegt í sölu í ELKO 19. september. Apple Airpods eru einnig væntanleg í sölu í ELKO en dagsetning er ekki staðfest.

Viltu vinna Apple Airpods Pro 3 heyrnartól?
Þau sem kaupa Apple iPhone 17 eða iPhone Air síma í ELKO í september fara í pott og eiga möguleika á að vinna AirPods Pro 3. Við drögum út 7 heppna kaupendur í byrjun október. 


Við skulum fara yfir helstu atriðinn um þær vörur sem Apple fór yfir á kynningunni.

iPhone Air

Nýr fjölskyldumeðlimur í iPhone línunni var kynntur: iPhone Air. Þetta er sími sem setur áherslu á hönnun, léttleika og næstu kynslóð tækni og markar tímamót fyrir þá sem vilja þunna og stílhreina síma.

Það fyrsta sem grípur augað er þykktin eða öllu heldur skorturinn á henni. iPhone Air er aðeins 5,6 mm þunnur, sem gerir hann að þynnsta iPhone sem Apple hefur nokkru sinni framleitt.

iPhone Air er með 6,5″ ProMotion OLED skjá sem styður allt að 120 Hz endurnýjunartíðni. Hámarks birtustig fer upp í 3.000 nits, sem gerir lestur í björtu sólskini auðveldari en áður.

Myndavélin

Þó iPhone Air sé þynnri og léttari, dregur það ekki úr möguleikum sem myndavélin gefur.

  • Tvöföld 48 MP Fusion-myndavél á bakhliðinni tryggir gífurlega góða myndgæði.
  • Að framan er 18 MP Center Stage myndavél, sem fylgir notandanum í myndfundum og upptökum.
  • Air styður einnig Dual Capture upptöku með fram- og bakmyndavél samtímis.

Apple iPhone Air er án hefðbundnar SIM kortaraufs. Hann styður eingöngu eSIM. Hvað þýðir það fyrir notendur að síminn tekur ekki hefðbundið SIM kort heldur bara rafrænt SIM (eSIM)? Ef síminn notar ekki SIM kort getur þú ekki notað rafrænt skilríki. Sækja þarf og setja upp Auðkenni smáforritið í staðinn.


iPhone 17

iPhone 17 er fullkominn miðja milli glæsilegs iPhone Air og flaggskipanna Pro og Pro Max. Með kraftmiklum örgjörva, björtum skjá og uppfærðu myndavélakerfi, er þetta síminn sem mun líklega halda áfram að vera vinsælasta útgáfan af iPhone.

iPhone 17 heldur áfram að vera síminn sem Apple notendur þekkja, en með nokkrum uppfærslum:

  • Sterkur álrammi heldur tækinu bæði léttu og endingargóðu.
  • Hann kemur í mörgum flottum litum sem höfða til breiðs hóps notenda.
  • Þrátt fyrir að vera ekki jafn þunnur og iPhone Air, er hann þægilegur í hendi og frábær
    fyrir daglega notkun.

Með 6,3″ OLED ProMotion skjá fær iPhone 17 flotta uppfærslu frá fyrri kynslóðum. 120 Hz endurnýjunartíðni tryggir mjúkt flæði í öllu, hvort sem það er leikjaspilun, skroll á netinu eða þegar horft er á myndband.

Myndavélin

iPhone 17 fær uppfærða myndavél sem nær jafnvægi milli einfaldleika og öflugra eiginleika:

  • Tvöföld 48 MP Fusion bakmyndavél með háþróaðri ljósnæmni og betri litastjórnun.
  • 18 MP frammyndavél með Center Stage sem fylgir þér í ramma þegar þú hreyfir þig á fjarfundum eða við upptökur.
  • Styður Dual Capture sem gerir notendum kleift að taka upp samtímis með fram- og aftari myndavélum.

iPhone 17 Pro og Pro Max

Á Apple kynningunni fékk iPhone 17 Pro Max að skína sem fullkomið dæmi um tæknilega yfirburði. Þetta er síminn fyrir þá sem vilja það besta, frá myndavélum til rafhlöðuendingar.

Nýja Pro Max útgáfan kemur með endurnýjaðri hönnun, þar sem Apple hefur sleppt titaníum í ramma og snúið aftur í ál til að létta símann og bæta kælingu. Á bakhliðinni situr svokölluð Camera Plateau, ný og áberandi myndavélahönnun sem gefur símanum einkennandi útlit. Þrátt fyrir stærðina er tækið þægilegt í hendi og minnir á hversu mikið Apple leggur upp úr fagurfræði og notagildi í senn.

iPhone 17 Pro er knúinn áfram af öflugum A19 Pro örgjörva, sem skilar bæði meiri hraða og betri orkunýtingu. Skjárinn er 6,3″ ProMotion OLED með 120 Hz endurnýjunartíðini og allt að 3.000 nits birtustig sem tryggir frábæra upplifun í hvaða birtuskilyrðum sem er.

Pro Max fær 6,9″ ProMotion OLED skjá sem styður 120 Hz endurnýjunartíðni og allt að 3.000 nits birtustig. Hvort sem þú ert að skoða myndir í sólinni eða horfa á kvikmynd í myrkvuðu herbergi, skilar skjárinn ótrúlegri skerpu, litadýpt og góðu flæði.

Myndavélin

Einn stærsti sölupunktur iPhone 17 Pro Max er myndavélakerfið.

  • Þrjár 48 MP Fusion-myndavélar skila ótrúlegri nákvæmni og betri ljósnæmni en áður.
  • telephoto-linsa býður upp á allt að 8× optískt zoom, sem færir faglega ljósmyndun nær daglegum notendum.
  • Frammyndavélin, með 18 MP Center Stage, tryggir að þú haldir þig í miðjunni í myndbandsfundum og upptökum.
  • Með Dual Capture geturðu tekið upp samtímis með bæði fram- og bakmyndavél – fullkomið fyrir vloggera og skapandi notendur.
  • Ný fagsnið eins og ProRes RAW og genlock sýna að Apple horfir til kvikmyndagerðar og faglegra notenda.

Apple hefur sett stærstu rafhlöðu í iPhone til þessa í 17 Pro Max. Þeir lofa allt að 39 klukkustunda notkun á einni hleðslu sem er bylting miðað við fyrri kynslóðir. Þráðlaus hleðsla hefur líka fengið uppfærslu með 25 W MagSafe Qi 2.2 stuðningi fyrir hraðari hleðslu.

Rafhlaðan í iPhone 17 Pro gefur allt að 33 klukkustunda notkun á einni hleðslu.

iPhone Air og iPhone 17 línan er væntanleg í ELKO.


Samanburður

Samanburður á iPhone Air, iPhone 17 og iPhone 17 Pro



Það voru ekki bara nýjungar í iPhone sem voru kynntar heldur einnig Apple snjallúrið og AirPods heyrnartólin.

Apple Watch 11 serían

Apple kynnti nýjustu kynslóð snjallúra, Apple Watch seríu 11 þann 9. september. Úrið heldur áfram að þróast sem heilsu- og lífsstílsfélagi, með nettara útliti, öflugri tengimöguleikum og nýjum heilsueiginleikum sem gera það að einu áhugaverðasta snjallúri Apple til þessa.

Stærsta nýjungin er án efa háþrýstingsmæling. Úrið fylgist með breytingum yfir nokkrar vikur og lætur vita ef mælingarnar gefa til kynna hækkun eða óeðlilegt ástand. Þetta getur reynst mikilvæg viðbót fyrir heilsu notenda, þar sem háþrýstingur er einn helstri breytanlegi áhættuþáttur fyrir hjartaáfall, heilablóðfall og nýrnasjúkdóma.

Apple hefur einnig bætt svefnmælingar með nýju Sleep Score kerfi. Notendur fá heildareinkunn sem byggir á lengd, gæðum og svefnstigum, sem hjálpar til við að sjá heildarmyndina og bæta svefnvenjur.

Útlit og valmöguleikar

  • Tvær stærðir: 42 mm og 46 mm.
  • Fjórir litir í ál: svartur, silfur, rósagull og gráblár.
  • Titanium-útgáfur fyrir þá sem vilja úr með enn meiri endingu og glæsileika.

Apple Watch SE 2025

Apple kynnti nýja útgáfu af vinsæla SE úrinu sem býður nú upp á fleiri eiginleika en nokkru sinni fyrr, án þess að breyta verðpunktinum.

Í fyrsta sinn í SE línunni er nú Always-On Retina skjár, þannig þú sérð tíma og tilkynningar án þess að hreyfa úlnliðinn. SE úrið kemur í tveimur stærðum, 40mm og 44mm.

Nokkur atriði / möguleikar í Apple Watch SE 3:

  • Svefneinkunn (Sleep Score) greinir gæði svefns út frá svefnstigum, lengd og vakningum — eiga vör okkur skýrari innsýn í nætursvefn.
  • Kæfisvefn (sleep apnea) er nú greind með hjálp innbyggðra reiknirita.
  • Double-Tap og wrist-flick – einfaldar og snjallar hreyfitilskipanir til að stjórna úrið án þess að snerta það.
  • Hraðhleðsla. 2× hraðari en fyrri gerðir; 15 mín = allt að 8 klst af notkun.


Apple Watch Ultra 3

Apple kynnti Apple Watch Ultra 3 sem er flaggskipið í Apple snjallúrum, sérstaklega hannað fyrir íþróttafólk og útivistarfólk sem þurfa áreiðanlegan og sterkan félaga á úlnliðinn.

Helstu atriðinn um Watch Ultra 3:

  • Lengri rafhlöðuending, allt að 42 klukkustundir, sem er gríðarleg framför frá fyrri gerðum
  • Stærri skjár í sama hulstri, ramminn er þynnri þannig að skjár er nær brúnunum, bæði fyrir betra útlit og víðara sjónsvið.
  • Skjárinn uppfærir sig nú á sekúndu fresti í „always-on“ stillingu og breytir birtustigi lífrænt með LTPO3 tækni fyrir sléttari og orkusparandi upplifun.
  • Nýjir heilsueiginleikar, úrið greinir nú merki um langvarandi háþrýsting og veitir mat á svefngæðum(Sleep Score), sem hjálpar þér að sjá hvort nætursvefninn sé nægilega góður.


Apple AirPods Pro 3

Ræktin eða útivist? AirPods Pro 3 eru nú með IP57 vörn gegn svita og vatni. Rafhlöðuendingin er allt að
8 klukkutímar með kveikt á ANC.

Innbyggður púlsmælir í heyrnartólunum

í Fyrsta sinn er innbyggður hjartsláttamælir í AirPods Pro heyrnartólunum sem hjálpar þér að meta áreynslu og brennslu á æfingum.

Tungumálaþýðing í beinni

AirPods Pro 3 geta nú þýtt samtöl á milli tungumála beint í eyra þitt, í rauntíma — stutt af Apple Intelligence. Hentar vel í ferðalög, fullkomið í vinnuferðir.

Heyrnartólin eru með sjálfstætt heyrnarmælingakerfi og getur bætt raddskýrleika til að bæta samtöl.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.