Fréttir Fróðleikur

Undrunarþrá Apple – Helstu atriði úr Apple kynningunni

14.09.2023

Það er spennandi augnablik fyrir alla Apple aðdáendur þegar vörukynning á nýjum Apple vörum fer fram á haustmánuðum á ári hverju. Wonderlust kynningin sem fór fram þriðjudaginn 12. september var engin undantekning þar á. Kynningin leiddi okkur í gegnum nýjungar í vöruúrvali Apple sem er væntanlegt í verslanir ELKO, iPhone 15, ný Apple snjallúr og ný útgáfa af AirPods Pro heyrnartólunum.

Við tökum saman allt það helsta úr kynningunni í þessari færslu.


iPhone 15 símarnir

Eins og allir áttu von á þá voru kynntir til leiksiPhone 15, iPhone 15 Pro og Iphone 15 Pro Max. Apple tekst alltaf að toppa sig og má þar helst nefna bætt gæði í myndavélum, bættum örgjörva og stærri rafhlöðu.

Dynamic Island

Allir símar úr iPhone 15 línunni munu nú skarta Dynamic Island, en ekki einungis símar í Pro línunni eins og áður. Dynamic Island er svæðið efst á símanum sem getur sýnt þér virkni í öppum sem eru í notkun. Má þar nafna tónlist sem er í spilun, stöðuna í leikjum eða kort.

48 Mpix aðalmyndavél

Um er að ræða mun kröftugri myndavél en hefur áður sést í hefðbundnum iPhone símum. Í myndavélinni sameinast fjórir pixlar í einn en með því fæst enn meiri skerpa í myndirnar. Í iPhone Pro og Pro Max er einnig 12 MP ultrawide linsa.

Optískur aðdráttur: Aukinn aðdráttur kemur til með að leyfa þér að ná nærmyndum í hærri gæðum á náttúrulegri hátt.  

iPhone 15 nær 2x aðdrætti, iPhone 15 Pro nær 3x aðdrætti en 15 Pro Max nær 5x optískum aðdrætti með 25% stærri skynjara.

Stærri rafhlaða

iPhone 15 kemur með stærri rafhlöðu fyrri kynslóðir

A16 Bionic örgjörvi

iPhone 15: Fljótlegt vinnsla og hágæða myndvinnsla eru ekki lengur bara draumur. Flögukerfið* er 4nm með 16 kjarna Neural Engine sem getur framkvæmt 17 trilljónir skipana á sekúndu, 5 kjarna GPU og 6 kjarna CPU).

A17 Pro örgjörvi

iPhone 15 Pro og Pro Max eru með A17 Pro örgjörva. A17 Pro er hraðasta flögukerfi* allra tíma. Örgjörvinn er 3nm með 16 kjarna Neural Engine sem getur framkvæmt 35 trilljón skipanir á sekúndu, 6 kjarna GPU og 6 kjarna CPU. A17 Pro styður USB 3 sem leyfir allt að 10 gigabita flutningshraða. flögukerfið gerir leikjaspilurum einnig kleift að spila stóra og þunga leiki á fullum hraða, en leikir á borð við Assasins Creed, Resident Evil Village og Resident Evil 4 koma út á App Store á næstu mánuðum.

*flögukerfi er SoC (System-on-a-chip)

Action takki

Mute/unmute takkinn er horfinn, og það er kominn nýr takki sem styður haptic viðbrögð og er hægt að stilla þannig að hann ræsir mismunandi forrit.

USB-C

Hér er komin ein stór breyting sem allir hafa verið að bíða eftir. iPhone 15 símarnir koma til með að skarta USB-C tengi í stað gamla lightning tengisins. Með tímanum verður því hægt að hlaða öll tæk heimilisins með sömu snúrunni hvort sem það verða heyrnartólin þín, spjaldtölvan, síminn eða ferðaátalarinn.  

Umhverfissjónarmið Apple

Allar Apple vörur verða kolefnishlutlausar frá og með 2030. Þetta er stórt skref í réttum átt og er gaman að sjá raftækjarisa stíga þessi skref þar sem byrjað er á Apple Watch 9 úrinu sem verður fyrsta kolefnishlutlausa vara Apple.


Samanburður

Samanburður á iPhone 15, iPhone 15 Pro og iPhone 15 Pro Max


Apple Watch Sería 9

Apple horfir til umhverfisins við framleiðslu á nýju Apple Watch 9 línunni en er hún kolefnishlutlaus að öllu. Við gerð úrsins eru notuð endurunnin efni á borð ál, gull, tin, kopar, tungsten og garnið í ólunum. Auk þess að vera kolefnishlutlaust þá eru nokkrir nýjir og endurbættir eiginleikar sem vert er að skoða.

Double Tap eiginleiki

Hægt er að stýra úrinu með einni handahreyfingu til þess að slökkva á vekjaraklukku, svara símanum, stilla skeiðklukku o.fl.

Birtustig í kringum 2000 nit

Skjárinn er helmingi bjartari en á Series 8, og birtustig aðlagast umhverfinu. Í afar dimmri lýsingu fer skjábirtan niður í 1 nit.

S9 SiP

Örgjörvinn er mikið endurbættur með transistor sem er 5,6 milljarðar eða 60% fleiri en í S8 úrinu. Einnig er 30% hraðara GPU.

Neural Engine

Siri býður upp á hraðvirkar skipanir, jafnvel þótt þú sért ekki nettengdur.

Gen 2 UWB flaga

Find my iPhone verður þægilegra en nokkurn tíman áður með Apple Watch Series 9, en úrið veit nákvæma staðsetningu símans innan ákveðinnar fjarlægðar.


Apple Watch Ultra 2

Þessi útgáfa er náttúrulega gríðarlega lík Apple Watch Ultra 1, en með nokkrum auka eiginleikum.

3000 nit skjábirta

Hér er enn ljóst að Eplið vill að þú sért sáttur með birtuna, en Apple Watch Ultra 1 var 2000 nit.

95% endurunnið Títaníum

Úrið skartar títaníum umgjörð úr endurunnu efni.


Apple hefur tekið stór skref í rétta átt með þessum útgáfum og verður spennandi að sjá hvernig vöruþróun í takt við umhverfisábyrgð kemur til með að mótast á næstu árum. Aukin krafa verður gerð á viðgerðarhæfni vara, kolefnishlutleysi og endurunnin hráefni. ELKO leggur sitt að mörkum og höfum við keypt notuð snjalltæki af viðskiptavinum til þess að koma þeim í hringrásarhagkerfi raftækja. Móttaka á gömlum smærri raftækjum hefur aukist í gegnum árin og munu viðskiptavinir geta komið með gamlar snúrur og þar á meðal gömlu lightning snúrurnar í verslanir ELKO til endurvinnslu. Hráefnunum verður svo komið í réttan farveg til þess að hægt sé að vinna sem mest hráefni til endurnýtingar úr gömlum raftækjum.

Lengdu líftíma tækisins

Til þess að vernda símann þinn og auka líftíma hans býður ELKO til að mynda upp á öryggisgler frá Panzer Glass og öryggisfilmur frá Mobile Outfitters á símann en öryggisfilmurnar frá Mobile Outfitters eiga að endast líftíma tækisins sem þýðir að ef þær brotna eða skemmast þá geta viðskiptavinir komið í verslun ELKO og fengið nýja samskonar filmu á símann, spjaldtölvuna, úrið o.s.fr.. Eins er mikilvægt að verja símtækið með góðu hulstri en ELKO býður upp á úrval af hulstrum og öðrum aukahlutum fyrir síma.


AirPods Pro 2. kynslóð

Einnig var kynnt 2. kynslóð af Apple AirPods Pro en þau verða, eins og iPhone 15 síminn með USB-C tengi fyrir hleðslu, betri hljóðeinangrun og H2 örgjörva.


Viltu horfa á Wonderlust kynninguna?

Hægt er að horfa á Wonderlust kynninguna á Youtube rás Apple

Wonderlust á íslenskur er Undrunarþrá sem skýrir heiti á bloggi 🙂

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.