
Viðlagakassinn – 3 dagar
9.04.2025Í tilefni af verkefninu „Ertu klár? 3dagar.is“ hefur ELKO hefur tekið höndum saman við Rauða krossinn á Íslandi um að hafa til reiðu búnað í viðlagakassa þann sem mælt er með að sé til á hverju heimili.
Með verkefninu er hvatt til þess að heimili landsins búi þannig í haginn að þau geti komist af í að minnsta kosti þrjá daga ef upp kæmi neyðarástand af einhverju tagi.
Á vef verkefnisins (www.3dagar.is) kemur fram að neyðarástand geti skapast af ýmsum orsökum og oft með stuttum eða engum fyrirvara. „Við slíkar aðstæður er mikilvægt að hvert og eitt okkar geti bjargað sér eins vel og kostur er án utanaðkomandi hjálpar,“ segir þar og áréttað að fólk þurfi að búa sig undir það að geta verið án rafmagns og vatns í að minnsta kosti 3 daga.
Búið er að gera ráðstafanir í innkaupum sem og taka saman lista sem einfaldar viðskiptavinum að finna þær vörur sem lagt er til að séu í viðlagakassanum og geti komið að góðum notum í áðurnefndum aðstæðum. Misjafnt er hvað hentar hverjum og einum og því lögð áhersla á að bjóða fólki upp á val þar sem það á við, til dæmis um gerðir höfuðljósa, útvarptækja, rafhlaða eða ferðahleðslu. Hér má sjá samantekt af vörum sem ELKO býður upp á sem gætu hentað í viðlagakassann.

Hér að neðan má sjá lista yfir þær vörur sem ættu að vera til taks á hverju heimili samkvæmt Rauða Krossinum á Íslandi
Vörur í viðlagakassann sem fást í ELKO
- Vasaljós
- Rafhlöður
- Útvarp
- Hleðslubanki
- Hleðslutæki
- Tannbursti
- Prímus eða gasgrill
- Dósaopnari
- Skyndihjálpartaska
Eftirfarandi vörur fást til að mynda í Krónunni, Lyfju eða N1.
- Dósamatur
- Þurrmatur
- Kerti
- Eldspýtur
- Hreinlætisvörur
- Tannbursti
- Tannkrem
- Sápa
- Dömubindi
- Bleyjur
- Blautklútar
- Salernispappír
- Lyf
- Gaskútur
Annað mikilvægt til að hafa í viðlagakassa heimilisins:
- Vatn
- Reiðufé
- Teppi
- Fjölnota verkfæri
- Viðgerðarlímband
- Listi yfir mikilvæg símanúmer
- Vegabréf og aðrir verðmætir pappírar sem ekki er hægt að fá endurútgefna.