Fróðleikur Gaming

Vinsælustu tölvuleikir ársins 2022

16.11.2022

Arnór Steinn Ívarsson og Gunnar Björnsson eru umsjónarmenn hlaðvarpsins Tölvuleikjaspjallsins, en það eru vikulegir þættir með almennum umræðum um tölvuleiki, umsagnir um þá og leikjastefnur auk frétta úr tölvuleikjaheiminum.

Við báðum Arnór og Gunnar að taka saman vinsælustu leiki ársins, bæði nýútkomna og nokkra eldri fyrir jólin sem gætu hitt í mark fyrir uppáhalds tölvuleikjanördann þinn.


God of War: Ragnarök

Feðgarnir Kratos og Atreus berjast gegn fleiri óvinum og guðum og takast á við Ragnarök,  heimsenda norrænnar goðafræði. Fyrri God of War leikur sló í gegn árið 2018 og því er mikil spenna og háar væntingar spilara fyrir þessum leik. Fyrri leikur skartaði einu skemmtilegasta bardagakerfi í tölvuleik síðari ára ásamt framúrskarandi sögu. Það má því búast við að þessi gefi þeim fyrri ekkert eftir. Leikurinn er gerður fyrir PS4 OG PS5. Sjá meira um leikinn hér.


Elden Ring

Það er ekki hægt að tala um neitt tölvuleikjatengt á árinu án þess að minnast á Elden Ring þar sem þessi leikur sló rækilega í gegn í vor og er enn mikið ræddur af tölvuleikjaspilurum um allan heim. Þessi ævintýraleikur gengur út á að karakter fer í leiðangur til þess að lagfæra Elden Ring og verða nýr Elden Lord og lendir karakterinn í bardögum á þeirri vegferð sem hann notar vopn og galdra til að koma sér úr. Það er ekki búið að staðfesta að aukaefni komi út en það eru miklar líkur á því að nýtt efni komi út á nýju ári. Ef þú hefur ekki enn prófað þennan og ert að leita að alvöru áskorun, þá skalt þú kíkja á Elden Ring! Leikurinn er gerður fyrir PS4, PS5, Windows, Xbox One og Xbox series X/S. Sjá meira um leikinn hér.


Marvel’s Midnight Suns

Ótrúlegur spenningur er fyrir þessum ofurhetjuleik en þar verður hægt að velja á milli 13 ofurhetja úr smiðju Marvel, líkt og Iron Man, Captain America, Wolverine, Spider-Man, Venom, Captain Marvel. Blade, Host Rider og Deadpool. Hver og ein hetja er með einstaka eiginleika sem nýtast í að berjast á móti hinum og þessum óvinum en þú færð einnig tækifæri til þess að að búa til þína eigin ofurhetju, með yfir 30 eiginleikum til að velja úr. Leikurinn kemur frá framleiðendum Civilization leikjanna og XCOM, og má því búast við taktík og herkænskuleik í hæsta gæðaflokki. Klárlega leikur sem enginn má láta framhjá sér fara! Leikurinn er gerður fyrir PS5, Windows og Xbox series X/S. Sjá meira um leikinn hér.


The Callisto Protocol

Spennandi hryllingsleikur úr Dead Space seríunni sem gerist á fanganýlendu kallaðri Black Iron árið 2320 í geimnum, eða á Callisto, tungli Júpiters. Ógnvænlegar geimverur ráðast á nýlenduna, en ekki er allt með felldu. Ef þú fílaðir Dead Space seríuna þá máttu ekki láta þennan leik framhjá þér fara. Æsispennandi hryllingur af bestu gerð. Leikurinn er gerður fyrir PS4, PS5, Windows, Xbox One og Xbox series X/S. Sjá meira um leikinn hér.


Last of Us part 1

Leikurinn er endurgerð á einum besta tölvuleik allra tíma sem hitti beint í mark, en stýring, útlit og allt annað hefur verið endurbætt í nútímalegri form. Upplifðu sögu Joel og Ellie aftur í bestu mögulegu gæðum. Ef þú ert aðdáandi upprunalega leiksins, þá er þessi skyldueign og ef þú spilaðir aldrei gamla leikinn, þá verður þú samt að spila þennan. Að spila þennan leik á PS5 er ekkert annað en fullkomið. Leikurinn er gerður fyrir PS5 og Windows. Sjá meira um leikinn hér.


Call of Duty: Modern Warfare II

Ein langlífasta sería tölvuleikjasögunnar er hvergi nærri búin. Nítjándi (!) leikurinn í seríunni hefur fengið góða dóma, bæði fyrir einspilunarkaflana og fyrir skemmtilega fjölspilun. Hoppaðu í leik með vinahópnum á hvaða tölvu sem er, fjölspilunin styður cross-platform. Í nóvember kemur einnig út Warzone 2.0, ný og endurbætt útgáfa af samnefndum fríum leik sem gerði allt vitlaust fyrir tveimur árum. Ef þú ert mikill fyrstu persónu skotleikjaspilari þá er ekki hægt annað en að demba sér í nýja COD. Leikurinn er gerður fyrir PS4, PS5, Windows, Xbox One og Xbox series X/S. Sjá meira um leikinn hér.


Horizon: Forbidden West

Leikurinn er metnaðarfullt og skemmtilegt framhald af hinum geysivinsæla leik Horizon Zero Dawn. Hér heldur saga Aloy áfram þar sem hún eltir uppi ógnvænlega plágu sem drepur allt sem það sýkir. Uppfært bardagakerfi, ný vopn, nýir óvinir og risastórt svæði sem þú getur skoðað svo gott sem óhindrað. Algjör snilldar leikur fyrir opinheims aðdáendur. Leikurinn er gerður fyrir PS4 og PS5. Sjá meira um leikinn hér.


Lego Star Wars: The Skywalker Saga

Þessi leikur, eins og allir aðrir LEGO leikir, er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Flestir, ef ekki allir þekktu karakterarnir úr Star Wars heiminum eru spilanlegir í þessu risa stóra ævintýri. Líkt og í gömlu LEGO Star Wars leikjunum spilar þú í gegnum söguþræði allra níu kvikmyndanna. Atburðirnir eru bráðfyndnir, bæði fyrir unga og aldna. Kjörinn leikur til þess að spila saman fjölskyldan í kósýkvöldi þar sem allir skiptast á fjarstýringum. Það er ekki hægt að biðja um betri jólaminningu. Leikurinn er gerður fyrir PS4, PS5, Windows, Xbox One, Xbox series X/S og Nintendo Switch. Sjá meira um leikinn hér.


Splatoon 3

Splatoon serían heldur áfram að vera ein sú skemmtilegasta á Nintendo Switch. Borgin Splatsville býður upp á alvöru klessustríð þannig að það er vissara að setja saman lið og fylla málningarbyssurnar. Fyrir spilara sem hafa spilað fyrri leikina vitið hvað er í vændum: spenna, hraði, adrenalín og ógeðslega mikið af málningu! Leikurinn er gerður fyrir Nintendo Switch. Sjá meira um leikinn hér.


Mario + Rabbids: Sparks of Hope

Þessi leikur er nýkominn út en lofar ótrúlega góðu, en hann hefur fengið mikið lof frá gagnrýnendum og Nintendo aðdáendum. Klárlega leikur sem allir Mario aðdáendur verða að prófa. Hér er blandað saman heimum Super Mario og Rabbids karakteranna sem eru þekktir úr Rayman heiminum. Mario og Luigi vinna með Rabbids karakterum í einstaklega skemmtilegu teymisbardagakerfi. Leikurinn er gerður fyrir Nintendo Switch. Sjá meira um leikinn hér.


Smelltu hér til að skoða Tölvuleikjaspjallið hlaðvörpin á Spotify.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.