Fréttir

Vöruleit í verslunum

20.03.2025

ELKO hefur, fyrst íslenskra verslana, innleitt nýja lausn sem gerir viðskiptavinum kleift að finna vörur hratt og örugglega í verslunum fyrirtækisins. Með því að smella á „Staðsetja vöru í verslun“ á vöruspjaldi vöru á elko.is má nú sjá nákvæma staðsetningu vörunnar á korti innan verslunarinnar. 

Ný tækni einfaldar vöruleit 

Tæknin byggir á sendum í lofti verslunarinnar sem greina merki frá rafrænum hillumerkingum, sem tryggir allt að 95-99% nákvæmni í vöruleit. Viðskiptavinir geta fundið vöruna með einum smelli og látið hillumerkinguna blikka ljósi til að auðvelda leitina enn frekar. 

„Við leitum stöðugt leiða til að bæta þjónustu og upplifun viðskiptavina. Þó merkingar séu góðar, getur stundum verið erfitt að finna ákveðna hluti. Með nýrri tækni geta viðskiptavinir sem og starfsfólk flýtt fyrir sér við leit að ákveðnum vörum,“ segir Þórkell Þórðarson, deildarstjóri stafrænnar þróunar hjá ELKO.  

Lausnin var fyrst í boði í verslunum ELKO í Skeifunni og á Granda (október 2024), Lindir bættust við í hópinn í febrúar 2025 og verður sett upp á Akureyri á næstunni.

Leiðbeiningar um notkun lausnarinnar má finna hér

  

Blogg uppfært mars 2025.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.