Fróðleikur

1000 bækur með í ferðalagið

21.06.2019

Kindle Paperwhite lesbretti er góð leið til að taka bók eða bækur með í ferðalagið.

Kindle er mjög létt eða um 200 gr og því frábær ferðafélagi, bæði í flug og lestaferðir en einnig fyrir útilegur og sumarbústaðinn. Geymslupláss í Kindle er misjafnt eftir útgáfum en þær geta auðveldlega geymt 1000 bækur.

Hvernig virkar Kindle?

Þú stofnar aðgang hjá Amazon og getur verslað þar bækur á auðveldan máta. Þú velur hvort þú kaupir eina og eina bók eða kaupir mánaðaráskrift á 10 dollara sem gefur þér aðgang að yfir milljón bókum.

Í flestum tilvikum er boðið upp á sækja prufusíður af sögum svo þú getur lesið nokkrar síður áður en þú ákveður að fjárfesta í bókinni.

Það tekur um 60 sekúndur frá því að þú kaupir bók þangað til hún er komin í lesbrettið þitt.

Bókin aðgengileg annarsstaðar

Ef þú ert með Kindle aðgang getur þú lesið bækurnar í Kindle, í spjaldtölvu eða snjallsíma Þú þarft bara að sækja Kindle appið til að nálgast bækurnar.

Lánaðu öðrum bókina

Þú getur lánað Kindle bók til vina eða ættingja sem eru með annan Kindle aðgang, annaðhvort í Kindle lesbretti eða Kindle app í snjalltæki.

WiFi nettenging

Lesbrettið er með WiFi tengingu og getur þú tengt Kindle við WiFi á heimilinu til að sækja bækur. Ef þú ert til dæmis í sumarbústað þar sem ekkert WiFi net er til staðar getur þú búið til Hotspot með snjallsímanum þínum og tengt Kindle við netið í gegnum símann þinn.


Skjárinn

Kindle Paperwhite lesbretti með 6“ skjá sem þægilegt er að lesa á, hann er með svokallað rafrænt blek svo þægilegt sé að lesa texta og þreytir ekki augun. Þægt er að stilla stærð leturs eftir þörfum hvers og eins.

Paperwhite er með innbyggt ljós sem þreytir ekki augun. Baklýsingin er hönnuð þannig að það er þægilegt að lesa bækur með lesbrettinu í sólarljósi eða í myrkri.

Rafhlaðan

Rafhlaðan í Kindle endist í allt að 8 vikur. USB snúra fylgir og tekur um 4 klukkustundir að fullhlaða tölvuna.

Hvað get ég lesið í Kindle?

Þú kaupir rafbækur í gegnum Amazon en þú getur meðal annars fundið bækur þar á íslensku með því að leita eftir ‘Icelandic edition’.

Kindle Paperwhite styður einnig eftirfarandi skráarsnið: Kindle Format 8 (AZW3), Kindle (AZW), TXT, PDF, unprotected MOBI, PRC natively; HTML, DOC, DOCX, JPEG, GIF, PNG, BMP through conversion

Kindle Paperwhite (3.kynslóð) er fáanleg í allskonar litum.


Til eru tvær útgáfur af Kindle Paperwhite lesbrettinu. Útgáfa sem er með 4GB innbyggt minni og baklýsingu sem er fáanleg í svörtu eða hvítu og svo Paperwhite útgáfan sem kom fyrst á markað 2018 og er annað hvort 8GB eða 32GB innbyggðu minni, baklýsingu, stuðningi fyrir Audible hljóðbækur og er einnig IPX8 vatnsvarin.

Vatnsvarin Kindle Paperwhite.

Nýjasta útgáfan af Kindle er vatnsvarin með IPX8 staðli, sem getur varið gegn vatni í tveggja metra dýpi í allt að 60 mínútur. Áhyggjulaus lestur við sundlaugabakkann eða strönd.

ELKO selur 8GB og 32GB útgáfuna af Kindle Paperwhite 2018. En þessar útgáfur styðja líka hljóðbækur frá Audible þjónustunni.

Tæknilegar upplýsingar Kindle Paperwhite 3.kynslóð

  • Stærð: 16,7×11,6×0,9 cm
  • Þyngd: 205 gr
  • Innbyggt minni: 4GB
  • Nettenging: WiFi
  • Vatnsvarin: Nei
Stærð á Kindle Paperwhite 3.kynslóð. Kindle Paperwhite IPX8 er svipuð, bara 0,8 cm á þykkt.

Tækilegar upplýsingar Kindle Paperwhite IPX8

  • Stærð: 16,7×11,6×0,8 cm
  • Þyngd: 182 gr
  • Innbyggt minni: 8GB eða 32GB
  • Nettenging: WiFi
  • Vatnsvarin: Já, IPX8

Skoða allar Kindle vörur í ELKO.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.