Fróðleikur

Hvernig á að aftengja „Find My“?

10.01.2019

Leiðbeiningar um aftengingu „Find My“ öryggiskerfis

FMD öryggiskerfi aftengt í tæki

Hægt er að aftengja FMD (Find My Device) í gegnum stillingar á tækinu sjálfu. Þetta er einfaldasta leiðin.

1. Aflæsið símanum og opnið Settings.

2. Veljið nafn notandans (sjá mynd).

3. Veljið iCloud.

4. Veldu Find My undir Apps Using iCloud.

5. Slökktu á Find My.

FMD öryggiskerfi aftengt án tækis

Hægt er að aftengja FMD í gegnum stillingar á tækinu sjálfu, en ef tækið er ónothæft eða ekki til staðar, þarf að fylgja þessum 5 skrefum:

1. Byrjaðu á því að slökkva á tækinu.

2. Farðu inn á www.icloud.com og skráðu þig þar inn með Apple ID og lykilorði

3. Þar finnur þú „Find My“ hnappinn.4. Þegar komið er þangað stendur efst á síðunni „All Devices“ þar velur þú tækið þar sem þarf að slökkva á Find My á. Passa þarf að velja rétt tæki.

5. Að lokum þarf að velja „Remove from account“

Alls ekki velja „Erase iPhone“

FMD öryggiskerfi aftengt án tækis og apple id aðgangs

Eins og skilmálar Apple segja til um, þá er FMD samningurinn, sem er hluti af iCloud þjónustunni, samningur sem viðskiptavinur stofnar sjálfur við Apple.

Til að fjarlægja FMD öryggislæsinguna og opna fyrir aðgang að tækinu þarf nú að fara í gegnum AppleCare Support hjá Apple: www.iforgot.apple.com

Við mælum með þjónustunni hjá:

Apple í Danmörku: 0045 802 49625

Apple í Bretlandi: 0044 800 107 6285 / 0044 0800 048 0754

Til að taka af allan vafa þá hafa þjónustuaðilar Apple (AASP) ekki lengur heimild frá Apple um milligöngu við aftengingu FMI öryggiskerfisins.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.