Fróðleikur

Samsung Galaxy A55

19.04.2024

Samsung Galaxy A55 5G snjallsíminn er með glæsilegan 6,6″ Super AMOLED snertiskjá með 120 Hz endurnýjunartíðni auk 50 + 12 + 5 MP bakmyndavéla. Hönnunin tryggir IP67 vottun og 5000 mAh rafhlöðu með 25W hraðhleðslu en einnig er Bluetooth 5.3 og Dolby Atmos stuðningur.

Snertiskjár

6,6″ snertiskjárinn er áreiðanlegur, hýsir sjálfumyndavél og státar af 2340 x 1080 pixla FHD+ upplausn. Super AMOLED tækni tryggir skæra liti og djúpa svarta liti fyrir fullkomna myndupplifun.

Litir í boði

Samsung Galaxy A55 er fáanlegur í fjórum litum; svartur, gulur, ljós blár og ljós fjólublár. Allir fjórir litirnir eru í 128GB útgáfu en svartur og fjólublár eru einnig fáanlegir í 256GB útgáfu.


Myndavél

Galaxy A55 5G er með þrjár aðalmyndavélarnar sem spila saman á áhrifaríkan hátt. 50 MP myndavélin tekur skýrar myndir í þótt það sé dimmt úti með f / 1.8 ljósop og Optical Image

Stabilization (OIS). 12 MP myndavélin er með víðlinsu, f / 2.2 ljósopi sem er tilvalin til þess að taka myndir af byggingum og landslagi. Þriðja myndavélin er svo með 5 MP macro linsu sem tekur frábærar nærmyndir.

Sjálfumyndavélin hefur að geyma 32 MP linsu með f / 2.2 ljósopi og er staðsett efst framan á skjánum.

Breyttu myndum með einum smelli

Taktu myndirnar þínar á næsta stig með því að fá breytingartillögu með því að ýta á myndina eða svæði og velja tillögur eins og að eyða eða breyta bakgrunni.

Veldu viðfangsefni á myndinni og færðu myndina til svo þú færð möguleika á að afrita, deila eða vista sem límmiða.


Þessi sími er með IP67 vottun. Sem þýðir vatnsvörn mv. 1 metra dýpi í ferskvatn í 30 mínútur. Rykvörn gegn því að ryk komist í viðkvæm svæði. Þú getur lesið nánar um IP vottanir almennt hér.


Átta-kjarna örgjörvi tryggir kraftinn

Samsung Galaxy A55 5G síminn er drifinn af Exynos 1480 átta kjarna örgjörva sem fer létt með dagleg verkefni. En örgjörvinn er ekki það eina sem gerir símann hraðan og öflugan. Hröð tenging í gegnum 5G, WiFi 6 og Bluetooth 5.3 heldur einnig stöðugu og áreiðanlegu sambandi.

Nóg pláss er fyrir myndir, leiki og fleiri forrit með 127GB eða 256GB geymsluplássi sem hægt er að stækka upp í allt að 1 TB með MicroSDXC korti.

Rafhlaða

Rafhlaðan er 5000 mAh sem einnig er hægt að tengja við 25W hraðhleðslu með USB-C tengi.


Aukið öryggi með Samsung Knox

Samsung Knox Vault er öryggislausn sem var hönnuð til að auka vernd og öryggi á gögnum í Samsung snjallsímum. Þessi lausn er útfærsla á öryggiseiginleikum sem Samsung Knox býður upp á, en hún byggir á hugmyndafræðinni um aðskilnað gögnanna frá stýrikerfinu til að tryggja hámarksvernd.

Samsung Knox Vault er með EAL5+ vottun**. Samsung Knox Vault var hannað til að standast jafnvel mjög strangar öryggiskröfur, og því er það sérstaklega gagnlegt fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem þurfa að tryggja öryggi viðkvæmra upplýsinga. Með Samsung Knox Vault eru notendur betur búnir til að verjast utanaðkomandi ógnum og öryggisbrestum.


Unboxing myndband

Hér fyrir neðan er myndband sem sýnir helstu atriði um Galaxy A55 auk þess að sína hvað er í kassanum.

Smelltu hér til að skoða Samsung Galaxy A55 snjallsímann á elko.is. Einnig er til Galaxy A35 síminn sem er með sömu skjástærð en örgjörvin er aðeins lakari og er með 6GB vinnsluminni en Galaxy A55 er með 8GB.


**EAL5+ vottun (Evaluation Assurance Level 5+) er öryggisstig sem er hluti af ramma sem nefnist Common Criteria for Information Technology Security Evaluation (CC). Common Criteria (CC) er alþjóðlegur staðall sem notaður er til að meta öryggi og áreiðanleika upplýsingatæknikerfa og þeirra vörur sem þar eru notaðar. Þessi mat er gert til að staðfesta að vörurnar uppfylli ákveðnar öryggiskröfur og geti staðist árásir eða misnotkun.

EAL5+ er eitt af hæstu stigum sem hægt er að ná í þessum mati, og það gefur til kynna mjög ítarlegt öryggismat og framúrskarandi öryggiseiginleika. „EAL5“ táknar „semantically tested“ eða „formally verified design and tested“ sem þýðir að varan hefur verið prófuð ítarlega og hönnunin formlega sannreynd. Plúsið (+) við EAL5 vísar til viðbótaröryggiskrafna sem fara fram úr stöðluðum kröfum fyrir EAL5.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.