Fróðleikur

IP vottun

1.08.2020

Ef þú vilt snjallsíma, hátalara eða heyrnartól sem þola einhverja rigningu, svita eða ryk þarftu að hafa í huga IP vottun.

IP vottun er alþjóðlegur mælikvarði fyrir ryk- og vatnsvörn raftækja.

  1. IPXX stendur heiti á alþjóðlegri vottun.
  2. IPXX stendur fyrir rykvörn (e. protection against solids)
  3. IPXX stendur fyrir hversu vel tækið er varið gegn vökva.

Vatnsvörn:

IPX0 Engin vörn
IPX1 Dropavörn
IPX2 Dropavörn
IPX3 Svita- og skvettuvörn
IPX4 Svita- og skvettuvörn
IPX5 Takmörkuð vatnsvörn
IPX6 Takmörkuð vatnsvörn
IPX7 Vatnsvörn (1 metri í 30 mín)
IPX8 Vatnsvörn (>1 metri í 30 mín)

Vatnsvörn er mæld miðað við ferskvatn, aðrir vökvar t.d. saltvatn gætu haft skaðleg áhrif. Vörnin getur dvínað með tímanum og þrátt fyrir vottun taka framleiðendur almennt ekki ábyrgð á vatnsskemmdum.


Rykvörn:

IP1X – Vörn gegn hlutum sem eru stærri en 50 mm (t.d. hendi)
IP2X – Vörn gegn hlutum sem eru 12,5mm á þykkt (t.d. fingur)

IP3X – Vörn gegn hlutum sem eru um 2,5mm á þykkt (t.d. vír)
IP4X – Vörn gegn hlutum sem eru um 1,0mm á þykkt

IP5X – Vörn gegn því að ryk getur eyðilagt tæki
IP6X – Vörn gegn því að ryk komist i viðkvæm svæði.


Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.