
Galaxy Note 10 | 10+
9.08.2019Samsung Galaxy Note10 snjallsíminn er einn öflugasti síminn til þessa.
Með Note10 færð þú áreiðanlegt tæki með stórum og glæsilegum skjá í síma, sem er sjálfur í þægilegri stærð. Þú getur treyst á það að Samsung Galaxy Note10 skori hátt, ef ekki hæst í öllum atriðum sem símar hafa upp á að bjóða í dag. Hvort sem það er hraðvirkni símans, myndgæði, skjár eða rafhlöðuending, síminn er eins öflugur í öllum þessum þáttum eins og símar geta orðið. Galaxy Note10 er PC tölva, leikjatölva, glósubók og myndvinnslutæki allt í einum síma.

Stærri skjár. Minni truflun.
Note 10 er með 6,3“ skjá og vegur aðeins 168 gr. Note 10+ er með 6,8“ skjá og er 196 gr. Infinity-O skjátegund sem gefur þér stærri skjá í nettum ramma.
Fingrafaraskannanum hefur verið komið fyrir inn í skjá. Í stað þess að taka mynd af fingrafari í tvívídd eins og var áður gert notar fingraskanninn hljóðbylgjur til að mæla fingrafarið í þrívídd. Þetta gerir skannann hraðari og bleyta eða óhreinindi flækjast ekki lengur fyrir skannanum.

Rafhlaðan
Hleðsla sem endist allan daginn.
Hraðhleðsla með 25W hleðslutæki tekur 30 mínútur og gefur allt að sólahrings rafhlöðuendingu. Þú getur einnig sleppt snúrunni og notað Þráðlausa hleðslu (e. Fast Wireless Charging 2.0).

Deildu hleðslu með PowerShare. Þú getur hlaðið aðra Samsung síma sem styðja Qi hleðslu með Note10 símanum og einnig aukahluti á borð við Galaxy Buds heyrnartól og auðvitað S pennann.
Örgjörvi
Galaxy Note10 er með 8GB vinnsluminni og Note10+ er með 12GB vinnsluminni. Örgjörvinn er 7nm og er AI og NPU hannað til að tryggja góða leikjaspilun og lágmarka lag.

Tenging
Hvort sem það er áhorf á streymiþjónustu eða niðurhal á efni, þá getur þú verið fullviss um að Note10 skilar góðum hraða þökk sé ofurhröðu 5G og WiFi 6.

Myndavélin
Fangaðu augnablikið með Note10.
Myndavél: Þreföld myndavél, 12Mpix (F1.5/F2.4 OIS DP AF)+ 12Mpix Telezoom (F2.1 AF)+16MPix Ultra-wide (F2.2 AF) myndavél. Að auki er Note10+ með VGA ToF dýptar myndavél.
„Selfie“ myndavél: 10 MPix myndavél (F2.2 DP AF).
ToF dýptar myndavél (DepthVision) er eingöngu í Note10+
Myndavélin í Note10 tryggir að myndir og myndbönd sem þú tekur eru epísk augnablik sem eru þess virði að geyma.
Betri myndataka
Í Note10+ er fjórða myndavél ToF dýptar myndavél sem gefur þér möguleika að nema fjarlægð hluta og geta þannig sett bakgrunn úr fókus í bæði myndatöku og myndbandsupptöku. Þessi möguleiki í myndbandsupptöku kallast Bokeh video.
Aðdráttur á hljóðnema
Stjórnaðu hljóðupptöku í myndbandi með því að nota aðdrátt á þann hlut sem skapar hljóð sem skiptir máli í upptöku.
Super Steady
Taktu upp myndbönd á hreyfingu án þess að fá titring og truflanir. Myndavélin áætlar hreyfingar og tekur saman upptökur í römmum til að minnka titring í myndbandi.
HDR10+
Fangaðu fallega liti og smáatriði í 4K UHD upplausn. Njóttu þess að taka upp hágæða myndefni með góðri skerpu þökk sé HDR10+ og Dynamic Tone Mapping.

Klipptu myndbandið beint í símanum. Settu inn hreyfingar eða texta, breyttu hraða og þú getur einnig bætt við teikningum með S pennanum.

S Penninn

Fullkomnaðu notkunarmöguleika Note10 með S pennanum. Penninn hefur verið endurhannaður til að gefa þér fleiri möguleika. Fleiri valmöguleikar fyrir teikningar og penninn er núna einnig fjarstýring. Stjórnaðu kynningum, myndefni og myndatöku með pennanum.

Nóg pláss
Galaxy Note10 og Note10+ bjóða upp á geymslupláss sem er sambærilegt og í flestum fartölvum.
Note10 er fáanlegur með 256GB geymsluplássi og Note10+ með 256GB og 512GB.
Auk þess styður Note10+ allt að 512GB microSD minniskort.

Bixby gerir allt aðeins auðveldara
Það fylgir persónulegur aðstoðarmaður með Samsung símanum þínum. Bixby.

Samsung DeX
Með innbyggðu Samsung DeX getur þú tengt Galaxy Note10 við tölvuskjá eða sjónvarp til að færa vinnuna á stærri skjá.
Einnig er hægt að tengja Note10 við PC eða Mac og opnað símann í tölvunni.

Sækja þarf Samsung DeX forrit, sérstök útgáfa fyrir PC og Mac. Er eingöngu í boði fyrir Note10|10+.
Þú færð Samsung Galaxy Note10 í ELKO.