Fróðleikur

Google Home – Hátalarinn sem hlustar á þig

29.08.2018

Google Home – hátalarinn sem hlustar á þig.

Google Home eru mjög fjölhæfir gagnvirkir hátalarar með innbyggðum Google Assistant eða aðstoðarmanni sem getur meðal annars:

  • Svarað nánast hverju sem er, þú gætir allt eins verið að spyrja talandi alfræðiorðabók.
  • Minnt þig á hluti. Þú byrjar bara á að segja „Hey Google“ og þú hefur fangað athygli aðstoðarmannsins.
  • Vakið þig. Þú segir bara til hvenær þú vilt vakna og aðstoðarmaðurinn getur meira að segja vakið þig með ákveðnu lagi eða hljóði og kveikt ljósin í leiðinni (þ.e. ef þú ert með snjallperur á heimilinu eins og Philips Hue)
  • Stýrt öðrum snjöllum tækjum heimilisins. T.d. ryksugað ef þú átt iRobot Roomba snjall ryksugu, kveikt á sjónvarpinu, stýrt ljósum og birtu, útvarpi og tónlist.
  • Búið til innkaupalista með þér eða aðra lista
  • Stýrt tónlistar- og myndefnisveitum
  • Hringt símtal fyrir þig handfrjálst án þess að taka upp símann
  • Lesið upp fyrir þig yfir á önnur tungumál
  • Reiknað fyrir þig stærðfræðidæmi
  • Breytt um mælieiningu
  • Spilað með þér leiki
  • Sagt þér brandara eða sögu ef þér leiðist

Google home lærir líka ýmislegt.

Meðal annars lærir Google Assistant að þekkja raddirnar í þeim sem eru að tala við sig svo að dagskrá og fleira persónulegt sé tengt við hverja rödd fyrir sig. Einnig lærir Google Home inn á þína rútínu, dagskrá, leið í vinnu, fréttaveitur sem þú velur fremur en aðrar o.s.frv.

Ef þú ert með Chromecast getur þú stýrt því hvað er að spila í sjónvarpinu með röddinni í gegn um Google Home, hvort sem það er Spotify, Netflix eða eitthvað annað. Með innbyggðri Bluetooth þráðlausri tengingu getur Google Home líka spilað tónlist og tengt þráðlaust við hátalara og önnur hljóðkerfi.

Nokkrir Google Home hátalarar geta spilað saman tónlist svo hægt sé að hafa tónlist í gangi í öllum herbergjum hússins. Þú getur raddstýrt snjöllum græjum eins og t.d. Philips Hue í gegnum Google Home svo að einfalt sé að setja ljósin á ákveðna stillingu sem hentar augnablikinu. Stuðningur er við yfir 1500 snjalltæki og fjölgar þeim sífellt.

Google Home virkar enn sem komið er bara á ensku en við höfum fulla trú á því að Google Home læri íslensku fyrr en síðar.

Þú getur nálgast Google Home hátalar hjá okkur í vefverslun eða kíkt við í eina af búðunum okkar og skoðað hann betur.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.