Fróðleikur

Hvar og hvernig spilar maður folf?

25.05.2021

Folf er spilað eins og hefðbundið golf nema með frisbídiskum. Takmarkið er að kasta diskinum í körfuna með sem fæstum skotum. Sá aðili vinnur sem klárar allar brautirnar í sem fæstum skotum.

Leikreglur folf

  1. Ákveða þarf upphafsskotlínuna. Upphafsskotið á að fara fram fyrir aftan hana.
  2. Fyrsta umferðin fer fram eftir fyrirfram ákveðinni röð.
  3. Hinar umferðirnar fara eftir árangri á hverri braut. Sá sem hittir í körfuna í sem fæstum skotum byrjar á næstu braut.
  4. Þegar allir eru búnir með fyrsta kastið, þá á sá spilari sem er lengst frá körfunni að kasta. Ávallt á að skilja diskana eftir þar sem þeir lentu þangað til næsta kast er tekið.
  5. Sá sem klárar allar brautirnar í sem fæstum skotum vinnur keppnina.

Folf vellir á Íslandi

Á Íslandi eru um 70 folf vellir og  alltaf eru fleiri og fleiri að bætast við. Hér er yfirlit yfir folf velli á Íslandi og hægt að hlaða niður kortum af völlunum.


Hvernig er best að halda utan um stiginn?

Í Folfi eins og öðrum leikjum þarf maður að telja stiginn til að finna út hver er sigurvegarinn.  Þú telur stiginn miðað við hversu mörg köst þú þarft til að skora í hverja körfu.

Þú getur notað klassísku leiðina, útprentaða stigatöflu eða notað tæknina og sótt app í símann. 

Það eru nokkur smáforrit (e. app) í boði fyrir fólk sem vill nota símann til að telja Folf stiginn.  Hér eru nokkur sem gætu hentar þér:

  • Disc Golf 2 – PDGA
  • UDisc Disc Golf App
  • DiscBot Disc Golf App
  • Golf & Discgolf Scorecard Free

Diskarnir

Í venjulegu golfi gegna kylfurnar ýmsum hlutverkum. Það sama við um folf diskana. Þeir eru með mismunandi eiginleika sem hjálpa þér að ná hinni fullkomnu sveiflu við hinar ýmsu aðstæður. Sumir diskar eru gerðir til að kasta úr mikilli fjarlægð á meðan aðrir til að pútta. Hér er yfirlit yfir mismunandi eiginleika diskanna.

Drífari (e. Distance Drivers)

Diskar sem svífa eins langt og mögulegt er. Þessi tegund getur svifið í beinni línu eða beygt til hægri eða vinstri. Sumir eru hannaðir til þess að kljúfa í gegnum vindinn eða gefa extra sviflengd fyrir þá sem hafa ekki eins mikinn kraft.  Skoða drífara á elko.is .

Stuttur Drífari (e. Fairway Drivers)

Diskar sem gefa meira öryggi og eru líkir Distance Drivers nema með betri stjórn og nákvæmni. Tilvaldir diskar fyrir byrjendur. Mörg heimsmeistaramót hafa verið unnin með þessari tegund. Skoða stutta drífara á elko.is.

Miðari (e. Midrange)

Diskar sem hannaðir eru fyrir nákvæmni og fullkomna stjórn fyrir allskonar skot. Þessi tegund er nýtileg sem Midrange, Approach og Putting diskur.  Skoða Miðara folf diska á elko.is.

Pútter (e. Putt / Approach)

Diskar sem eru sérstaklega hannaðir til að pútta eða kasta stuttum skotum. Þessir diskar veita öllum keppendum og byrjendum meiri stjórn og nákvæmni í kringum markið. Atvinnuspilarar geta einnig nýtt þessa diska til að kasta miðlungs löngum eða stuttum driver skotum með ótrúlegri nákvæmni. Skoða pútter diska á elko.is.


Gott er að hafa í huga að diskarnir eru úr mismunandi plasti sem hefur áhrif á hvernig þeir fljúga. Hægt er að fræðast nánar um mismunandi eiginleika plasts hér.


Hægt er að skoða töflur yfir mismunandi eiginleika Dynamic Discs diska og Latitude 64 diska með því að smella á á myndirnar hér fyrir neðan.

Skoðaðu úrvalið af Folf diskum á elko.is. Við hvern disk stendur hvort að þetta sé Drífari (e. Distance Drivers), Stuttur Drífari (e. Fairway Drivers), Miðari (e. Midrange) og Pútter (e. Putt / Approach). Einnig eru fáanleg diskasett, fyrir bæði byrjendur og lengra komna.


Blogg uppfært Maí 2021.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.