Fróðleikur Fyrirtækjaþjónusta

Samsung Flip

7.03.2019

Hin fullkomna teiknitafla og svo miklu meira….

Oftar en ekki er það í fundarherberginu sem að hlutirnir gerast, góðu hugmyndirnar og stóru ákvarðarnirnar. Á fundum er oft vinsælt að gera hugmyndirnar myndrænar á töflu til að útskýra frekar. Með stafrænu teiknitöflunni Samsung Flip getur þú komið þessum hugmyndum í nýjar víddir á vinnustaðnum – án alls vesens.

55“ 4K snertiskjár sem hægt er að teikna, skrifa og deila innihaldi á auðveldan hátt.

Hversu oft hefðir þú viljað geta haldið áfram með teikningu, fylgt eftir punktum og eða línuriti af fundi sem var haldin fyrir tveimur mánuðum? Eða þegar sá sem gerði fundargerðina er ekki til staðar? Um hvað var rætt og hvernig var aftur hugmyndin sem „þessi“ kom með sem var svo góð?
Með Samsung Flip er ekkert af þessu lengur vandamál. Þú teiknar, skrifar hugsar upphátt og deilir því áfram á alla þá sem að sitja fundinn, beint frá töflunni í fundarherberginu og inn í þá stafrænu lausn sem fyrirtækið notast við, síma, tölvur, spjaldtölvur eða skýlausn.

Flip styður öll helstu skjöl sem að í notkun eru s.s. Word, Excel, PowerPoint og PDF, og er auðvelt að deila innihaldi bent í skjáinn, þráðlaust.
Eins er USB og HDMI tengimöguleikar til að bæta aðgengi.

Stafrænn hjálparsveinn

Samsung Flip virkjast sjálfkrafa um leið og teiknipenninn er tekinn upp. Hægt er að hlaða niður skrám og myndum á töfluna og teikna á þær og breyta þeim af vild. Hægt er að snúa skjánum lóðrétt og lárétt allt eftir hvað hentar hverju sinni. Í lok fundar er svo hægt að deila öllu sem fram fór á viðstadda á einfaldan hátt.

Flip er mjög einfaldur í uppsetningu.

Hægt er að hengja hann upp á vegg með þar til gerðri veggfestingu, eins er hægt að fá statíf sem minnir helst á trönur sem er á fjórum hjólum sem auðveldar flutninga milli rýma.
Eina sem að þarf til að byrja er rafmagnstengi!

Í stuttu máli sagt stafræn fundartafla sem hjálpar til með að allir séu með puttan á púlsinum.

Samsung Flip er komin í sýningu í ELKO Lindum.
ATH að um sérpöntun er að ræða.

Frekari upplýsingar veitir fyrirtækjaráðgjafi ELKO
Stefán Pétur Kristjánsson  stefan@elko.is

  • Samsung Flip snertiskjár fyrir fundarherbergi

Sjá nánari upplýsingar frá Samsung hér.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.