Fróðleikur

Snjallari stílabók með Rocketbook

14.03.2018

Finnst þér stundum að stílabókin þín ætti að vera snjallari?

ROCKETBOOK eru snjallstílabækur sem þú skrifar í eins og í hefðbundna stílabók en notar svo snjallsíma til að taka mynd af blaðsíðunni og sendir glósurnar beint í þitt ský eða möppu að eigin vali hjá skýjaþjónustuaðila; Google Drive, Dropbox, Evernote, OneDrive, OneNote, Slack, Box, icloud, iMessage eða í tölvupóst.

Fáanlegar eru þrjár mismunandi bækur, Everlast, One og Color.

Rocketbook Everlast

Everlast bækurnar eru endalaust endurnýtanlegar og notkun gamaldags pappírs stílabóka verður á bak og burt og um leið minnkið umhverfisáhrif þín.

Rocketbook EVERLAST eru snjallbækur sem endast endalaust og henta öllum sem nota stílabækur í t.d. skrifstofu, auglýsingastofu, arkitektstofu, verkfræðistofu og í öllum tímum í skóla. Everlast er 36 blaðsíðna bók með Pilot Frixion penna. Fáanleg í tveimur stærðum.

Rocketbook One

Rocketboook ONE er venjuleg stílabók en samt með öllum snjall eiginleikunum frá ROCKETBOOK. Þú getur notað hvaða penna eða blýant sem er á ROCKETBOOK ONE bækurnar. Þú munt aldrei týna glósum framvegis.

Rocketbook Color

Rocketbook COLOR Snjall lita/skrif bækur fyrir börn á öllum aldri sem endast endalaust. Þú munt aldrei aftur týna eða þurfa henda teikningu frá þínu barni. Með Rocketbook COLOR bókinni getur þú sent allar teikningar og texta æfingar beint í þitt ský eða möppu að eigin vali.

Rocketbook COLOR er snillld! Color bókin virkar með allri Crayola dry-erase línunni, Pilot Frixion pennum og mörg önnur merki virka líka en Crayola línan er barnvæn og örugg.

Hvernig virkar Rocketbook?

1. Með Frixion penna** glósaðu, skrifaðu ljóð, leystu jöfnu eða teiknaðu meistaraverk. Þetta er þín snjallstílabók.

Rocketbook stílabók

2. Merktu við viðeigandi tákn en mundu að tengja táknin við þínar skýjaþjónustur t.d. Google Drive, Dropbox, Evernote, OneDrive, OneNote, Slaka, Box, iCoud, iMessage eða í tölvupóst.

Rocketbook val á skýjaþjónustu

3. Skannaðu síðurnar með þvi að taka mynd með snjallsíma. Opnaðu ROCKETBOOK appið í farsímanum þínum. Skannaðu síðurnar sem þú vilt og sendu þær sjálfkrafa á réttan stað.

Skannaðu inn með snjallsímanum

4. Síðurnar þínar eru lentar á réttum áfangastað. Þú getur deilt þeim, prentað eða fært í möppu.

Rocketbook smáforritið. Appið

Rocketbook er fáanleg í ELKO Lindum, Skeifunni, Granda og í vefverslun ELKO.

**Frixion penni fylgir með Everlast útgáfunni. Pilot Frixion pennar er fáanlegar í ritvöruverslunum og eru kúlupennar sem hægt er að stroka út.
Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.