Fróðleikur

Stasher sílikon sous vide pokar

26.02.2018

Fjölnota sílikon pokarnir eru margverðlaunuð hönnun sem er umhverfisvæn, örugg og endist.

Hvernig geturðu nýtt Stasher út í eitt?

Stashers fjölnota sous vide pokarnir eru frábært lausn! Þeir eru búnir til úr hágæða platínum siliconi, svo þú getur bakað, hitað í örbylgju, sous vide-að, soðið og fryst pokann!

Loftþétt lokun

Loftþétta lokunin á pokunum læsir inni næringarefnin, bragðið og safann svo það sem fer ofan í pokann helst ferskt! Þegar þú hefur sett hráefnin ofan í pokann, kreistu loftið úr honum og brettu upp á hann, þá er auðvelt að læsa og pokinn er loftþéttur og klár!

Notkun á Stasher

Stashers eru gerðir til að þola allan þann hita eða kulda sem þarf til í eldhúsinu.
Það er hægt að merkja pokana sem töflutúss og þvo merkinguna af.
Varastu beitta og hvassa hluti í kring um pokana til að gera ekki gat á þá.

Þrif

Það er einfalt að þvo pokana. Notaðu bara sápu + vatn eða einfaldlega efri grindina í uppþvottavélinni. Varastu að snúa pokanum á rönguna, það gæti farið illa með brúnirnar.

Sous vide

Allir þeir sem fengu Anova sous vide tæki í jólagjöf vita hversu mikil snilld sous vide eldun er! Stasher er fullkomið í sous vide fyrir þá sem vilja minnka plastnotkunina!

Settu hráefnið í pokann, rétt eins og þú gerir þegar þú notar lofttæmingarplast – nema ekki loka strax. Leggðu pokann rólega ofan í vatnspottinn þannig að pokinn leggst sjálfkrafa að hráefninu og lofttæmir sig. Þá skaltu varlega læsa pokanum með því að þrýsta brúnunum saman. Tylltu pokanum vel þannig að opni endinn snúi upp úr vatninu (þó hann eigi að vera alveg þéttur). Og bíddu svo róleg/ur eftir besta mat sem þú hefur smakkað.

Örbylgjuofn

Þú getur bæði afþýttog hitað upp mat í Stasher. Mundu bara að hafa pokann opinn í örbylgjuofninum.

Bakaraofn

Stasher þolir vel hitann! Hann er fullkominn til að hita upp afganga. Opnaðu pokann, komdu honum fyrir á ofnplötu eða fati sem má fara í ofn og skelltu í ofninn! Mundu bara að hafa pokann opinn!

Ísskápur og frystir

Það má frysta Stasher og hann er góður til að geyma afganga eða skipulagðar máltíðir. Þú getur auðveldlega eldað nokkrar máltíðir í einu og geymt þar til næst.

Uppþvottavél

Draumur að þrífa! Opnaðu Stasher pokann og komdu honum fyrir í efri grind í uppþvottavélinni eða þvoðu hann í höndunum með sápu og heitu vatni. Ekki er mælt með því að snúa pokanum yfir á rönguna þar sem það gæti farið ílla með brúnirnar.

Stasher fyrirtækið hefur hlotið B Corporation vottun en B Corps vottun fá alþjóðleg leiðandi fyrirtæki sem nýta tilgang sinn til góðs, ýta undir samfélagslega ábyrgð, sjálfbærni, gagnsæi og trúverðugleika.

Tilgangur stofnanda Stashers, Kat Nouri, er að lágmarka einnota plastnotkun og virðist það vera að ganga nokkuð vel.

Sjá úrvalið af Stasher pokum á elko.is.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.