Fróðleikur

Við setjum upp nýju tölvuna fyrir þig.

24.07.2019

Skiptu út gömlu Windows 7 tölvunni og við setjum upp nýju tölvuna fyrir þig. Bráðum hættir stuðningur við Windows 7 stýrikerfið, sem hefur í för með sér skert öryggi. Þess vegna er um að gera að skipta út gömlu tölvunni fyrir nýja með uppfærðu stýrikerfi. Ef tölvan er keypt hjá okkur munum við auðvelda þér skiptin og setja upp nýju tölvuna ásamt því að flytja gögnin yfir þér að kostnaðarlausu. Við setjum nýju tölvuna upp þannig að hún henti þínum þörfum sem auðveldar þér strax vinnuna.

Þannig spörum við þér tíma sem annars færi í að setja upp tölvuna og laga til stillingar.

Það sem við hjálpum þér með er:

* Uppsetning á stillingum í tölvunni.

* Almenn uppsetning á stýrikerfi og tilheyrandi hugbúnaði.

* Við flytjum gögn og skjöl úr gömlu tölvunni.

* Setjum upp Netið og tölvupóstinn.

* Sjáum um uppsetningu á öryggisstillingum.

 * Við tengjum og stillum aukabúnað.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.