Gjafalistar Hugmyndir

Fermingargjafir fyrir íþróttir- og útivist

15.03.2023

Hvað á að gefa þeim sem að finnst fátt skemmtilegra en að vera stödd úti í náttúrunni, uppi á fjallstindi eða hlaupandi úti í móa? Við tókum saman nokkrar vinsælar hugmyndir að fermingargjöfum fyrir orkubolta.

Framlengdur skilaréttur á fermingargjöfum

Við viljum að allar gjafir hitti í mark og við höfum því framlengt skilarétti á fermingargjöfum með skilamiða til 30. júní 2023. Mundu eftir að biðja um skilamiða ef þú ert að kaupa gjöf svo fermingarbarnið geti skilað/skipt gjöfinni án vandræða.


Ferðahleðsla

Ferðahleðslurnar eru frábærar í ferðalögin og fjallgöngurnar þegar maður kemst ekki alltaf í rafmagn. Hægt er að velja um nokkrar stærðir. Minnsta og léttasta hleðslan hentar í styttri ferðir þegar maður er mikið á hreyfingu og þarf ekki margar hleðslur og stærsta hleðslan er þyngri en hentar vel í lengri ferðir. Sjá nánar á elko.is


Adidas Universal armband 

Armband frá Adidas sem er tilvalið í útihlaup og göngur. Virkar fyrir flestar tegundir síma. Sjá nánar hér.


Chillys flöskur

Flöskurnar koma í nokkrum litum og gerðum. Heldur innihaldi köldu í 24 klst. eða heitu í 12 klst. Sjá nánar hér.


Nedis talstöðvar

Náðu sambandi á stöðum sem eru með slæma farsímatengingu. Talstöðin er með 10 km drægni, hentugt í útileguna eða gönguferð í óbyggð. 8 ráðir og 6 klst. taltími. 48 klst. í bið. Er með LED ljósi og hleðslustöð. Sjá nánar á elko.is


Zhiyun Smooth sjálfvirk stöðugleikastöng

Vertu þinn eigin leikstjóri, framleiðandi og kvikmyndatökumaður með Zhiyun Smooth Q3 Gimbal Combo fyrir farsíma. Þessi stöðugleikastöng er með stillingu fyrir hvert tilefni til að tryggja bestu upptökuna. Pan Following Mode heldur myndinni stöðugri miðað við sjóndeildarhringinn. Smart Follow 3.0 heldur stöðugum fókus á viðfangsefninu. Öfluga Lithium-ion rafhlaðan gefur allt að 15 klst af upptöku, fullhleðst á 3 klukkutímum en einnig er hægt að halda tækinu gangandi með hleðslubanka. Með Combo útgáfunni fylgir ferðapoki, þrífótur, úlnliðsband og eins árs áskrift fyrir Zhiyun Prime. Sjá nánar á elko.is


GoPro Hero 8 útivistarmyndavél

GoPro Hero 8 útivistarmyndavél tekur upp í 4K UHD upplausn og nær 12 MP HDR myndir til að tryggja að stundirnar sem þú átt og upplifir varðveitast, við hvaða aðstæður sem er. HyperSmooth 2.0 tryggir stöðugleiki við myndbandsupptöku. Vatnsþolin allt að 10m dýpi. Sjá nánar hér.


Nuddbyssa

KiCA Mini C nuddbyssan er lítil og kemst auðveldlega fyrir í vasa eða bakpoka svo þú getur tekið hana með á ferðina. Í settinu eru þrír sílikon hausar sem breyta meðferðinni eftir þörfum. Bættu blóðflæði, losaðu vöðvaspennu og hjálpaðu vöðvunum að endurnýjast. Sjá nánar hér.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.