Fróðleikur Hugmyndir

Spjaldtölvuleikir fyrir flug

7.07.2023

Margir nýta leiki í snjallsíma eða spjaldtölvu til að eyða tíma í flugferðum. Við höfum tekið saman leiki sem hægt er að hala niður og spila án nettengingar og henta því fullkomlega í ferðalagið. Linkar eru við leikina fyrir Play Store í Android Símum/spjaldtölvum og líka í App Store fyrir Apple iPhone og iPad.

Athugið að ekki allir leikir sem þú getur sótt í snjallsíma eða spjaldtölvu er hægt að spila án nettengingar en hér fyrir neðan eru nokkrir leikir sem eru þannig. Hvort sem spilari er barn, unglingur eða fullorðinn þá geta allir fundið leiki við hæfi.


Plants vs. Zombies

Markmið þitt: Ekki hleypa uppvakningum inn í húsið þitt svo þeir geta borðað heilan þinn!

Í leiknum ert þú að gróðursetja plöntur sem geta skotið á uppvakninga eða hægt á ferð þeirra, þú þarft að passa upp á að hafa sólblóm til að safna sólum, þar sem sólir eru peningar í þessum leik. Skemmtilegur herkænskuleikur fyrir bæði börn og fullorðna.

Plants vs. Zombies á Google Play | Plants vs. Zombies á App Store | Verð: 0 kr.


Harry Potter: Puzzles & Spells

Það er kominn tími til að upplifa töfra og leyndardóm Harry Potter sem aldrei fyrr! Búðu þig undir að galdra, komast í gegnum áskoranir og fagna duttlunga galdraheimsins á meðan þú verður heillaður af þessum ótrúlega ókeypis ráðgátaleik fyrir farsímann þinn! Sameinaðu gimsteina og sannaðu Match 3 hæfileika þína með því að ná stigum til að uppfæra og opna nýja galdra og töfrahæfileika sem munu hjálpa þér við að sigra erfiðari Match 3 þrautir.

Harry Potter: Puzzles & Spells á Google Play | Harry Potter: Puzles Spells á App Store | Verð: 0 kr


Happy Color

Hentar fyrir börn og fullorðna. Litaðu eftir númerum! Til að lita í Happy Color án nettengingar þarftu að velja mynd (þegar nettengd/ur) og byrja að lita einn reit svo að mynd vistast í ‘My Feed.’ Þú hefur svo aðgang að þeim myndum þegar þú ert á ferð og flugi. Þarna eru að finna Disney myndir, Mandalas, Marvel, stjörnumerkjamyndir, dýramyndir og fleira.

Happy Color – Colouring Game á Google Play | Happy Color á App Store | Verð: 0 kr.


Woodoku

Viðarkubbar + Sodoku. Einfaldur en skemmtilegur leikur sem er ágætis heilaæfing.

Woodoku – Block Puzzle Game á Google Play | Woodoku á App Store | Verð: 0 kr.


Don’t Starve: Pocket Edition

Don’t Starve: Pocket Edition, var fyrst gefinn út sem PC leikur en er núna fáanlegur í Android / Apple.

Spilaðu sem Wilson, óhugnanlegur herravísindamaður sem hefur verið fastur og fluttur í dularfullan eyðimerkurheim. Wilson verður að læra að nýta umhverfi sitt og íbúa þess ef hann vonast einhvern tíma til að flýja og rata aftur heim.

Don´t Starve á Google Play Store | Don´t Starve á App Store | Verð: 0 kr.


Stardew Valley

Farðu í sveitina og ræktaðu nýtt líf í þessu margverðlaunaða, opna landbúnaðar-RPG! Með yfir 50+ klukkustundum af spilunarefni og nýjum farsímasértækum eiginleikum, svo sem sjálfvirkri vistun og mörgum möguleikum til að spila.

**Vann Golden Joysticks’ Breakthrough verðlaun**

Stardew Valley á Google Play | Stardew Valley á App Store | Verð: 5 evrur


Bricks Breaker Quest

Bricks Breaker Quest er skemmtilegur spilakassaleikur sem er byggður á hinu vinsæla arkanoid, þó með aðeins öðruvísi spilun.

Hvernig á að spila:

  • Boltinn flýgur hvert sem þú snertir skjáinn.
  • Hreinsaðu svæðið með því að fjarlægja kubba af borðinu.
  • Brjóttu kubbana og láttu þá aldrei snerta botninn.
  • Finndu bestu staðsetninguna til að hitta hvern kubb.

Smelltu hér til að horfa á Trailer fyrir leikinn

Nánar um Bricks Breaker Quest | Bricks Breaker Quest á App Store | Verð: Ókeypis, með auglýsingum


Bloons TD 6

Bloons TD er nú kominn út í útgáfu 6 og er betri en nokkru sinni fyrr!! Vertu tilbúinn fyrir risastóran 3D turnvarnarleik sem er hannaður til að gefa þér tíma og klukkustundir af bestu herkænskuleikjum sem völ er á.

Búðu til þína fullkomnu vörn úr blöndu af öflugum apaturnum og æðislegum hetjum til að verjast gegn blöðrunum og passa að þær komist ekki í gegn.

Skoða Bloons TD 6 á Google Play | Bloons TD 6 á App Store | Verð: 7 evrur.


Crossy Road

Í Crossy Road þarftu að forðast umferð, hoppa yfir trjástokka, hliðarstíga lestir og safna mynt. Gakktu úr skugga um að þú sért ekki kyrr of lengi eða þú tapar leiknum! Hver Crossy Road leikur gefur þér mynt sem hægt er að nota til að opna spennandi nýjar persónur.

Hvernig spilar maður Crossy Road?

Notaðu örvatakkana til að fara til hliðar eða áfram. Ekki standa í vegi fyrir komandi bílum eða öðrum hlutum sem koma inn.

Crossy Road á Google Play | Crossy Road á App Store | Verð: 0 kr.


Block Puzzle – Sudoku Mode

Klassískt, skemmtilegt, einfalt!
Block Puzzle – er ávanabindandi afslappandi púsluspil. Samsetning af blokkaþraut og Sudoku.

Hvernig á að spila?
– Dragðu kubbana til að færa þá.
– Bæði raðir og dálkar geta fjarlægt kubbana.

Block Puzzle á Google Play | Block Puzzle á App Store | Verð: 0 kr.


Hama Universe

Finnst barni þínu skemmtilegt að perla? Í Hama smáforritinu er hægt að perla myndir og munstur án nettengingar og strauja rafrænt til að vista meistaraverkið.

Þú getur einnig notað smáfforitið til að gefa barninu leiðbeiningar, þegar það vill perla með alvöru Hama perlum. Skemmtilegt forrit fyrir þau yngstu.

Hama Universe í Google Play | Hama Universe í App Store | Verð: 0 kr.


Góð ráð

Það er öruggast að sækja leiki tímalega fyrir flug og prófa að opna með nettengingu og svo án hennar þar sem sumir leikir klára uppsetningu þegar þú opnar þá í fyrsta skipti. Einnig eru leikir eins og Happy Color þar sem þú verður að byrja á mynd svo hún er aðgengileg án nettengingar.

Í mörgum ókeypis leikjum sem eru keyrðar á auglýsingum er hægt að slökkva á nettengingu (Wifi og 4G/5G) og opna leikinn til að sleppa við auglýsingar.


Vonandi finnur þú einhvern leik fyrir þig eða þína sem gæti gert flugtímann skemmtilegri.

Ef þú ert á leið í ferðalag og vantar góða spjaldtölvu fyrir ferðalagið getur þú skoðað úrvalið í ELKO hér. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að ef maður ætlar að nota síma eða spjaldtölvu í 4-5 tíma flugi er sniðugt að hafa ferðahleðslu með sér.


ELKO á Keflavíkurflugvelli

Ef þú vilt fjárfest í spjaldtölvu eða nýjum snjallsíma á leið til útlanda getur þú skoðað úrvalið í verslun ELKO á Keflavíkurflugvelli. Þar getur þú keypt spjaldtölvu, snjallsíma, heyrnartól, ferðahleðslur, Chilly´s flöskur go margt fleira.

Vissir þú að þú getur pantað vöru á dutyfree.elko.is og sótt í brottfaraverslun? Sjá nánar hér.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.