Fréttir Fróðleikur

14 október er alþjóðlegur dagur raftækjaúrgangs

14.10.2024

Samtökin Weee Forum stofnuðu til alþjóðlegs dags raftækjaúrgangs (e. International e-waste day) árið 2018. Að samtökunum standa yfir 50 fyrirtæki í 33 löndum sem taka á móti raftækjaúrgangi. Markmið átaksins er að vekja athygli á þeim áskorunum sem fylgja raftækjaúrgangi og hvetja fólk til að koma raftækjum í endurvinnslu.

ELKO tekur virkan þátt í að kynna daginn með það markmið að hvetja fólk til að koma raftækjum í endurvinnslu og lengja líftíma þeirra með því að veita hagnýtar upplýsingar til landsmanna um endurvinnsluferlið auk þess að taka enn meiri þátt í hringrásarhagkerfi raftækja. 

ELKO hefur tekið þátt í sjálfbærnivinnu móðurfélagsins Festi í nokkur ár og hefur með ýmsum hætti dregið úr kolefnisfótspori sínu meðal annars með markvissri flokkun úrgangs ásamt ýmsum sértækum aðgerðum tengdum kjarnastarfsemi sinni. Þar má nefna móttöku á notuðum búnaði og endursölu þeirra, rafrænum reikningum, flokkun og orkusparnaði.

Umhverfisstefna ELKO

ELKO er leiðandi fyrirtæki á íslenskum raftækjamarkaði og tekur ábyrgð sína á sviði umhverfismála alvarlega. ELKO er með skráða umhverfisstefnu sem nær til allrar starfsemi fyrirtækisins með það að markmiði að draga úr álagi á umhverfið og að umhverfissjónarmið séu höfð að leiðarljósi í daglegum rekstri.  Markmið ELKO er að lágmarka áhrif starfsemi sinnar á umhverfið en í því felst mikill umhverfislegur ávinningur. ELKO leggur áherslu á að flokka, endurvinna og endurnýta eins mikið og mögulegt er.

ELKO dregur úr álagi á umhverfið sem hlýst vegna raftækjaúrgangs sem fellur til vegna smásölu sem og af annarri losun beint frá rekstri. Með fræðslu og þjálfun upplýsir ELKO bæði viðskiptavini og starfsfólk um hvernig hægt er að hlúa að umhverfinu fyrir komandi kynslóðir. Markmið ELKO er að draga úr kolefnisspori sínu og hefur fyrirtækið skuldbundið sig með loftlagsyfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Festu til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og myndun úrgangs með því að setja sér mælanleg markmið til framtíðar.

Framtíðarsýn ELKO er að fyrirtækið sé leiðandi í hringrásarferli raftækja á Íslandi, þá með sérstaka áherslu á að gömul raftæki rati inn í hringrásarhagkerfið í formi fræðslu og fjárhagslegra hvata til viðskiptavina. Þannig stuðlar ELKO bæði að lengri líftíma raftækja ásamt því að þau tæki sem fara í endurvinnslu séu endurunnin eftir ítrustu stöðlum sem tryggir að sjaldgæfir málmar og aðrir íhlutir rati rétta leið í endurvinnsluferlinu. 

Hringrásarhagkerfi raftækja

ELKO leggur áherslu á að koma notuðum raftækjum aftur í hringrásarhagkerfi raftækja. Á það bæði við um vörur sem er skilað í verslunina og seldar aftur á lækkuðu verði sem og gömul raftæki sem ELKO kaupir af viðskiptavinum og kemur áfram í hringrásarhagkerfi raftækja. Tækin eru ýmist yfirfarin og endurnýtt eða endurunnin eftir ástandi tækjanna. Þau tæki sem eru endurnýtt rata svo áfram inn á aðra markaði þar sem þau fá framhaldslíf. Sjá nánari upplýsingar hér.

Eitthvað fyrir ekkert

ELKO hefur í samstarfi við eistneska fyrirtækið Foxway keypt notuð raftæki af viðskiptavinum. Markmið samstarfsins er að koma notuðum raftækjum í hringrásarhagkerfi raftækja þar sem þau eru ýmist endurnýtt eða endurunnin á ábyrgan hátt en Foxway endurvinnur hvern einasta smáhlut í tækjum og ekkert fer til spillis. Árið 2023 var langbesta árið í móttöku notaðra raftækja frá upphafi og keypti ELKO
4.357 tæki af viðskiptavinum fyrir 18 milljónir króna. ELKO keypti 60% fleiri raftæki á síðasta ári og var virði tækjanna 90% hærra en árið áður. Við þessar tölur bætast svo við tæki beint frá rekstri ELKO. Heildartæki sem send voru í hringrásarhagkerfið voru því rúmlega 5.000.

Foxway endurvinnur hvern einasta smáhlut í tækinu og kemur þeim áfram í hringrásarhagkerfið. Gömlu tækin þurfa ekki að vera nothæf til að geta selt ELKO þau en vert er þó að taka fram að hærra verð fæst fyrir tæki sem eru í nothæfu ástandi. 

Hvernig virkar „Eitthvað fyrir ekkert“?

1. Farðu í fjársjóðsleit heima, kannski leynist sími, spjaldtölva, snjallúr, Playstation leikjatölva, Xbox leikjatölva eða fartölva ofan í skúffu.

2. Komdu með tækin í næstu ELKO verslun.

3. Starfsfólk ELKO skráir inn upplýsingar um tækið og fer í gegnum einfaldan gátlista til að sjá hvað þú færð greitt fyrir það.

4. Þú selur okkur tækið og færð inneignarnótu í ELKO.

ELKO kaupir notuð raftæki af fyrirtækjum

Á árinu 2023 byrjaði fyrirtækjaþjónusta ELKO að bjóða fyrirtækjum upp á að losa sig við gömul raftæki og koma þeim í ábyrga endurvinnslu, en fyrirtækjaþjónustan tekur eingöngu við eftirfarandi raftækjum frá fyrirtækjum: fartölvum, spjaldtölvum, farsímum og snjallúrum.

Hvernig virkar ferlið? 

1. Taktu saman eldri raftæki í formi fartölva, spjaldtölva, farsíma eða snjallúra.

2. Hafðu samband við fyrirtækjaþjónustu ELKO í gegnum b2b@elko.is og gefðu upp upplýsingar um raftækin. Þar fær fyrirtækið upp áætlað verð.

3. Fyrirtækið kemur með raftækin í verslun ELKO í Lindum. Starfsfólk ELKO skráir inn upplýsingar um raftækin og fer í gegnum gátlista og kemur þeim í ábyrga endurvinnslu.

4. Fyrirtækið fær greiðslu fyrir raftækin og jafnframt skýrslu um C20 sem hægt er að nýta í rekstri.

Með raftækjum fylgir notendahandbók sem veitir ýmist almennar upplýsingar og ráð sem og öryggisupplýsingar. Með því að fylgja ráðum handbókarinnar komumst við hjá skemmdum á tækinu og lengjum líftíma þess. Við höfum tekið saman nokkur góð ráð sem lengja líftíma raftækja hér.

Endurvinnsluskápar

Með því að að setja auknar áherslur á umhverfismál og endurvinnslu notaðra raftækja þá höfum við tekið endurvinnsluna skrefinu lengra. Í öllum verslunum ELKO má finna endurvinnsluskápa þar sem tekið er við smærri raftækjum, snúrum, rafhlöðum, blekhylkjum, ljósaperum og flúrperum. Þessum tækjum er svo komið í rétt endurvinnsluferli hjá fagaðilum sem tryggja að hráefnin séu endurunnin eins vel og kostur gefst. Sjá nánar hér.

ELKO greiðir sérstakt gjald til Úrvinnslusjóðs vegna innflutnings raftækja, sem tryggir ábyrga og örugga förgun að loknum líftíma tækjanna án aukagjalds. Úrvinnslusjóður sér um umsýslu og ráðstöfun úrvinnslugjalds með það að markmiði að skapa hagræn skilyrði fyrir endurnýtingu úrgangs og endanlega förgun spilliefna.

Ecovadis sjálfbærnimat birgja

ELKO hefur síðastliðin ár aukið áherslu á umhverfismál og sjálfbærni til muna og í gegnum vörumerkjasamning við ELKJOP samstæðuna á Norðurlöndunum hefur ELKO nú bætt við alþjóðlegu vottunarkerfi EcoVadis við vöruuppýsingar á elko.is.

EcoVadis er alþjóðlegt vottunarfyrirtæki sem vinnur kerfisbundið að því að votta fyrirtæki fyrir sjálfbærnivinnu þeirra sem samanstendur af frammistöðu þeirra á umhverfi, siðferði og samfélagslegri ábyrgð. EcoVadis fylgist með birgjum ELKJOP og metur starfshætti þeirra árlega til að tryggja að vara sé framleidd á sjálfbæran og siðferðislegan hátt við góðar umhverfis- og vinnuaðstæður. Sjá nánar hér.

Frauðplast frá rekstri þjappað og selt

Í gegnum tíðina hefur lítið verið hægt að gera við frauðplast annað en að farga því í almennt sorp við litla ánægju sjálfbærra ELKO starfsmanna. Lausna hafði verið leitað lengi, m.a. hjá endurvinnsluaðilum á Íslandi, án árangurs. Á endanum náði ELKO þó í samstarfi við PureNorth að tryggja sér iðnaðarfrauðplastþjöppunarvél og hóf að þjappa frauðplast frá rekstri. Við þjöppun minnkar umfang frauðplastsins fimmtíufalt og til verða stórir plastkubbar sem seldir eru á alþjóðlegum hráefnamarkaði. Um er að ræða algjöra nýjung sem minnkar losun og eykur endurvinnslu. 

Alþjóðlegur dagur raftækjaúrgangs árið 2023

Markmiðið með herferðinni í fyrra var að hvetja neytendur til að stuðla að endurnýtingu og endurvinnslu á notuðum snjalltækjum og kynna mikilvægi þess að koma notuðum raftækjum áfram í hringrásarhagkerfi raftækja. Viðbrögðin stóðu ekki á sér og var gríðarleg aukning í hringrásarverkefninu „fáðu eitthvað
fyrir ekkert“. Árið 2023 náðum við með aðstoð viðskiptavina að skila rúmlega 5.000 raftækjum í hringrásarferli og voru þar af um 3.500 keypt beint af viðskiptavinum. Á sama tíma var fyrirtækjum landsins í fyrsta skipti boðið að taka þátt í hringrásarhagkerfinu þar sem við bjóðumst til að kaupa af
þeim notuð raftæki. Áherslan á endurnýtingu og endurvinnslu notaðra raftækja skilaði sér í tilnefningu til umhverfisverðlauna Kuðungsins sem var kærkomin viðurkenning og hvatning til að halda áfram að gera betur í sjálfbærnimálum.


Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.