Fróðleikur

Lengdu líftíma raftækja

12.10.2023

Með raftækjum fylgir notendahandbók sem veitir ýmist almennar upplýsingar og ráð sem og öryggisupplýsingar. Með því að fylgja ráðum handbókarinnar komumst við hjá skemmdum á tækinu og lengjum líftíma þess.

Við höfum tekið saman nokkur góð ráð sem lengja líftíma raftækja.


Farsímar

  • Settu högghelt hulstur utan um símann
  • Settu skjávörn á símann*
  • Gott er að takmarka hleðslugetu farsímans í 80% sem getur lengt endingartíma hennar.

*Í ELKO eru til dæmis til skjávarnir frá Panzerglass og Mobile Outfitters.


Ísskápar

  • Varast skal að umbúðir eða matur hindri loftrásir kæliskápsins.
  • Næg hringrás lofts þarf að vera til staðar til þess að koma í veg fyrir ofhitnun.
  • Það þarf að þrífa þéttingu kæliskápsins reglulega til þess að tryggja að hann lokist almennilega
  • Ráðlagt er að þrífa kæliskápinn að innan reglulega til þess að fjarlægja óhreinindi og koma í veg fyrir lykt.
  • Ef þú ert með NoFrost kæli- og frystiskáp ætti ísing ekki að safnast saman í frystihólfi og því ekki þörf á að afþýða skápinn reglulega. Ef skápurinn þinn / Frystir er LowFrost myndast 25% minna hrím en skápur sem hefur ekki ‘Frost’ tækni, sem þýðir að þú þarft að affrysta skápinn á ca 5 ára fresti.

Mynd eftir Max Rahubovskiy / Pexels


Þvottavélar

  • Nota skal hreinsikerfi þvottavélar a.m.k. einu sinni í mánuði, ef þvottavélin býður ekki upp á sjálfhreinsikerfi skal stilla hana á hæsta hitastig.
  • Varast skal að yfirhlaða þvottavélina.
  • Það þarf að tæma alla vasa áður en þvottavélin er sett af stað. Peningar, steinar, naglar, skrúfur og aðrir smáhlutir geta valdið umfangsmiklum skemmdum á tromlu.

Þurrkarar

  • Hreinsa skal lósíu og fínsíu eftir hvert þurrkferli.
  • Varast skal að yfirhlaða þurrkarann.
  • Tryggja skal að næg loftræsting sé í rýminu svo þvotturinn nái að þorna almennilega.


Kaffivélar

  • Nota skal hreinsitöflur í kaffivélar að minnsta kosti á tveggja mánaða fresti eða eftir ráðleggingum framleiðanda – athugið að þetta á einungis við um sjálfvirkar og hefðbundnar kaffivélar
  • Það er mismikil olía í kaffibaunum sem getur haft skaðleg áhrif á malara kaffivéla – fara skal eftir ráðleggingum framleiðanda hvað þetta varðar
  • Það þarf ávallt að lyfta handfangi hylkjavéla upp eftir að hafa hellt upp á kaffi.
  • Þrífa hylkjakaffivélar reglulega, hægt að er kaupa sérstök hreinsihylki til þess að koma í veg fyrir myglu. Hylkjabox mega yfirleitt fara í uppþvottavélina.

Mynd eftir Vlada Karpovich from Pexels


Ryksuguvélmenni

  • Það þarf að skipta um síu í ryksuguvélmennum eftir ráðleggingum framleiðanda. Í sumum tilvikum eru síurnar þvoanlegar, þá skal skola þær með volgu vatni og leyfa þeim að þorna í sólarhring.
  • Þrífa skal bursta ryksuguvélmenna reglulega. Hafi of mikil óhreinindi sest á burstana getur það takmarkað getur ryksugunnar.
  • Það þarf að þurrka af skynjurum ryksugunnar reglulega, ef skynjarar eru óhreinir eða móðugir getur það komið í veg fyrir kortlagningu hennar og hún getur villst.


Veggofnar / eldavélar

  • Ráðlagt er að djúphreinsa ofninn að minnsta kosti tvisvar sinnum á ári, ef sjálfhreinsikerfi er til staðar í ofninum skal nota það.
  • Eftir djúphreinsun ofnsins skal kanna hvort hurðarþétting sé í lagi. Ef hurðarþétting hefur orðið fyrir hnjaski eða er orðin slitrótt þarf að skipta henni út.

Uppþvottavélar

  • Varast skal að glös, diskar eða aðrir munir hindri snúning skolarma.
  • Varast skal að yfirhlaða uppþvottavélina.
  • Þrífa þarf síuna sem er á botni uppþvottavélarinnar reglulega, ef sían er skemmd þarf að skipta henni út um leið vegna hættu á að vélin stíflist.

Prentarar

  • Prenta skal reglulega út svo blek þorni ekki upp í prenthausnum.
  • Geyma skal blekhylki lóðrétt á þurrum og dimmum stað ef þau eru ónotuð
  • Geyma skal dufthylki lárétt á þurrum og dimmum stað ef þau eru ónotuð.

Fartölvur

  • Varast skal að hindra öndun fartölvunnar, það takmarkar kælingu. Hitastig fartölvu hefur bein áhrif á vinnsluhraða hennar.
  • Ráðlagt er að rykhreinsa fartölvur reglulega. Hægt er að kaupa þrýstiloft í brúsa til þess að auðvelda ferlið.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.