Hugmyndir

Lúsíubollur

7.12.2017

Lúsíubollur:

• 95 ml heit mjólk (ekki sjóðandi)
• ¼ tsk mulið saffran
• 80 ml volg mjólk
• 5 g þurrger
• 50 g bráðið smjör
• 1 stór eggjarauða
• 50 g sykur
• 1/3 tsk salt
• 320 g hveiti
• Rúsínur til skrauts

1. Hrærðu heitri mjólk og saffran saman í bolla og láttu standa í 15 mín.
2. Settu volga mjólk í skál og dreifðu þurrgeri yfir. Láttu standa í 5-10 mín.
3. Bættu við smjöri, eggjarauðu, sykri og salti í skálina og hrærðu.
4. Helltu saffranmjólkinni í blönduna, geymdu smá til að pensla yfir bollurnar.
5. Bættu hveitinu við, hægt og rólega og hnoðaðu deigið.
6. Búðu til kúlu og settu hana í skálina með viskustykki yfir. Láttu hefast í 1 ½ tíma.
7. Skiptu svo deiginu í 10 parta. Rúllaðu hverjum parti í 35-40 cm lengjur.
8. Búðu til það mynstur sem þú vilt og settu bollurnar á bökunarplötu.
9. Láttu bollurnar standa í 30-45 mín og forhitaðu ofninn á 200°c.
10. Þrýstu rúsínum í bollurnar til skrauts og pennslaðu yfir. Bakaðu í 8-12 mín. Njóttu!

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.