Gjafalistar

Vinsælustu fermingargjafirnar

9.03.2023

Við tókum saman lista yfir vinsælustu fermingargjafirnar sem hitta vafalaust í mark hjá fermingarbarninu árið 2023.

Framlengdur skilaréttur á fermingargjöfum

Við höfum framlengt skilarétti á fermingargjöfum með skilamiða til 30. júní 2023. Mundu eftir að biðja um skilamiða ef þú ert að kaupa gjöf svo fermingarbarnið geti skilað/skipt gjöfinni án vandræða.


Apple Iphone 14

iPhone 14 snjallsíminn er með tveimur glæsilegum 12 MP myndavélum með Photonic Engine og öflugum A5 Bionic örgjörva sem styður 5G farsímakerfi. Hann endist í langan tíma með stóra rafhlöðu sem styður snúrutengda og MagSafe þráðlausa hleðslu.  iPhone er einnig með IP68 vottun sem þýðir að hann er vottaður allt að 6 metra dýpi í 30 mínútur. Sjá nánar hér.

Apple Watch SE GPS

Apple Watch SE er úr sem getur hjálpað þér í gegnum daginn og heldur þér tengdum við fjölskyldu og vini. Taktu við símtölum og hringdu án þess að taka símann úr vasanum, lestu og sendu skilaboð, ræktaðu líkama og huga og fylgstu með verkefnum og deginum þínum á notendavænan og fyrirferðalítinn máta. Sjá nánar hér.

Apple Airpods (2019)

Þráðlaus heyrnartól frá Apple hannað fyrir iPhone, iPad og Apple Watch. Virka einnig sem handfrjáls búnaður. Stuðningur við raddskipanir við Siri. Sjá nánar hér.

Apple Macbook Air m2 (2022)

MacBook Air er byggð í kringum öfluga M2 örgjörvann sem er með enn meiri krafti í litlum pakka. Fartölvan er með Liquid Retina skjá sem teygjir sig lengra en á fyrri kynslóðum og með honum eykst vinnuplássið með myndgæðum sem skilja þig eftir agndofa. Með einungis 1,13 cm þykk og 1,24 kg þyngd kemst MacBook Air léttilega fyrir í tösku eða bakpoka. 13,6″ Retina skjárinn notar IPS tækni með yfir fimm milljón pixlum. Með hærri birtuskilum og víðu P3 litrófi, birtir skjárinn nákvæma liti sem henta ljósmyndurum, hönnuðum og grafískum hönnuðum. True Tone stillir hvítvægi skjásins byggt á umhverfisljósi svo áhorf reyni minna á augun. Sjá nánar hér.

Samsung Galaxy Z Flip 3

Galaxy Z Flip3 er svo lítill að hann passar auðveldalega í vasa en þegar hann er opinn er hann alveg jafnstór og hefðbundinn nútíma farsími. Flip3 er með skjá á framhlið sem þú getur auðveldlega stjórnað, svarað símtölum og séð hvað er að gerast í lokuðum ham. Sjá nánar hér.


Bose QuietComfort 45 heyrnartól

Bose QuietComfort 45 þráðlaus heyrnartól veita skýran hljóm og þykkan, djúpan bassa. Með ANC hljóðeinangrun og Bose hljóðtækni sem er þekkt fyrir gæði sín. Rafhlaðan endist út allan daginn með allt að 24 klst rafhlöðuendingu. Nokkrir litir í boði. Sjá nánar hér.

Sony ferðahátalari

Fáðu öflugan hljóm með kröftugum bassa og skýrum röddum með Sony SRS-XB13 ferðahátalaranum. Hann er með allt að 16 klst rafhlöðuendingu, IP67 ryk- og vatnsvörn og er hannaður með hentugri fjarlæganlegri ól. Ef þú vilt enn öflugri hljóm er hægt að tengja marga hátalara saman. Spilaðu í allt að 16 klukkustundir án þess að stinga hátalaranum í samband. Sjá nánar hér.

Bose Soundlink Flex ferðahátalari

Hlustaðu á uppáhalds tónlistina hvar sem er með Bose SoundLink Flex þráðlausa ferðahátalaranum. Hann tengist þráðlaust við snjalltæki og getur streymt hágæða tónlist í allt að 12 klukkustundir. Hátalarinn er bæði ryk og vatnsvarinn. Einnig er hægt að tengja saman marga Bose hátalara fyrir enn betri hljóm. 12 klukkustunda rafhlöðuending, IP67 ryk- og vatnsvörn ásamt innbyggðri lykkju gera þennan ferðahátalara að fullkomnu tæki fyrir tónlist, heima eða á ferðinni. Lykkjuna er auðveldlega hægt að festa við karabínu eða klemmu og hengja hvar sem er. Sjá nánar hér.

Marshall Stanmore III hátalari

Marshall Stanmore III Bluetooth þráðlausi hátalarinn varpar kristaltærum, hágæða hljóm sem fyllir hvern krók og kima í herberginu. Auðvelt er að tengja hann með Bluetooth eða snúru og hann er gerður úr umhverfisvænum efnum. Hátalarann er hægt að tengjast með öruggri Bluetooth 5.2 LE tengingu. Auðvelt er að tengjast honum með RCA, 3,5 mm snúru eða þráðlaust með Bluetooth. Þrátt fyrir smáa stærð þá er hátalarinn troðinn góðum hljóm. Með 360° hljóm skiptir ekki máli hvar þú staðsetur hátalarann. Sjá nánar hér.


Dyson Airwrap Styler Complete hármótunartæki

Með hármótunartækinu frá Dyson færðu alltaf fallegt og silkimjúkt hár. Tækið er með 3 hraðastillingar og 3 hitunarstillingar, þ. á m. kalt loft. Auk þess fylgja 6 endurhannaðir aukahlutir og taska. Airwrap Complete Long er með 50% lengra hárformunarsvæði en Styler og hentar því betur fyrir sítt hár. Hármótunartækið er með V9 mótor sem snýst sex sinnum hraðar en venjulegir mótorar. Þetta Dyson hármótunartæki mælir og stjórnar hitastiginu á meðan þurrkun stendur, sem kemur í veg fyrir að hárið skemmist og verndar glansleika. Með hármótunartækinu fylgir einnig stílhrein geymslutaska með segulfestingu fyrir þægilegri geymslu og flutning. Sjá nánar hér.

Stylpro Facial Steamer andlitshreinsir

Stylpro andlitshreinsinn er hægt að nota á fjóra mismunandi vegu eins og andlitsthreinsir, hita upp handklæði, ilmolíulampi og rakatæki. Tækið framleiðir jónandi úða sem er léttari og rakaríkari en flestar fegurðargufuvélar. Sjá nánar hér.

Stylpro Original Makeup burstahreinsir

Fagaðilar mæla með því að þrífa förðunarbursta einu sinni í viku. Það getur verið tímafrekt og sóðalegt ferli þar sem burstarnir verða vel blautir og ónothæfir í margar klukkustundir. STYLPRO burstahreinsirinn gerir ferlið einfalt, auðvelt og fljótlegt. Hreinsirinn þrífur og þurrkar vel á aðeins 30 sekúndum, svo má nota þá strax eftir hreinsun. Sjá nánar hér.

Beurer upplýstur snyrtispegill

Fallegur og handhægur snyrtispegill frá Beurer. Spegillinn er á hvítum standi og með hágæða chrome umgjörð. Hægt er að flippa speglinum við og fá þá 5x stækkun. Bjart LED ljós er allan hringinn á speglinum og er hann 11 cm í þvermál. Spegillinn gengur fyrir þremur AA rafhlöðum sem fylgja með. Sjá nánar hér.


Sony Playstation 5 leikjatölva

Ný kynslóð af leikjatölvum sem færir leikjaupplifun nær raunveruleika en nokkru sinni fyrr. Sökktu þér í leikjaheiminnn með nýju stigi af raunveruleika þar sem hver ljósgeisli er búinn til og framkallar raunverulega skugga í studdum PS5™ leikjum. PS5™ leikjatölvurnar styðja 8K sendingu svo þú getur spilað á allt að 4320p skjá. Trigger takkarnir veita mismunandi mótstöðu eftir því hvað er að gerast í tölvuleiknum. Sjá nánar hér.

Sony Playstation VR2 sýndarveruleikagleraugu

Gert fyrir Playstation 5. Upplifðu töfrandi heima með PlayStation VR2 þar sem útlit, hljóð og tilfinning jafnast á við raunveruleikann. VR2 býður þér uppá 4K HDR myndgæði með byltingarkenndum sýndarveruleikagleraugum og VR2 Sense fjarstýringum. Láttu augun upplifa eitthvað nýtt með 4K High Dynamic Range myndefni sem kemur stórkostlega út í sýndarveruleikaumhverfi. Njóttu myndefnis í frábærum gæði þar sem tveir 2000×2040 OLED skjáir skila meira en fjórfaldari upplausn miðað við upprunalegu PlayStation VR gleraugun og ekki skemmir fyrir að hafa allt að 120Hz endurnýjunartíðni. Litlar myndavélar inn í gleraugunum nema þegar augun þín eru opin og fylgjast með hreyfingum þeirra og tilfinningum sem þau sýna, sem getur endurspeglast í aðstæðum í leiknum. Sjá nánar hér.

Nintento Switch Oled leikjatölva

Nintendo Switch leikjatölvan, fullkomið samspil milli leikjatölvu og spjaldtölvu þar sem bæði er hægt að tengja hana beint við sjónvarp til að spila á stórum skjá eða nota hana eina og sér sem smáleikjatölvu. Notast er við 2 Joy-Con stýrirpinna við spilun festir eru á hliðar skjásins, einnig er hægt að stilla skjánum upp og hafa stýripinnana í höndunum og spila þannig. Hægt er að tengjast allt að 8 öðrum Nintendo Switch vélum fyrir multiplay spilun, eða taka Joy Con stýripinnana af og spila 2 player á sama skjánum. Innbyggð hleðslurafhlaða, dugir í allt að 9 tíma eftir því hvaða leikur er í spilun. Sjá nánar hér.

MSI leikjafartölva

MSI GF63 Thin leikjafartölvan er öflug vél sem er knúin áfram að Nvidia GeForce GTX 1650 skjákorti og Intel Core i5-11400H örgjörva sem veitir góða keyrslu og bæði leikjum og margmiðlunarefni. Vélin er einnig búin 144 Hz FHD IPS skjá sem er frábær kostur fyrir leikina. Í MSI GF63 fartölvunni er Nvidia GeForce GTX 1650 skjákort sem gerir tölvunni kleift að keyra þung forrit á borð við tölvuleiki og myndvinnslu og sýna full FHD gæði í 1080p upplausn. Skjákortið er útbúið 4 GB af hröðu DDR5 vinnsluminni sem notar Turing arkitektúr til þess að keyra leikina í enn flottari litum. Í tölvunni er að finna hraðan 256 GB PCIe NVMe SSD disk sem minnkar hlöðunartíma stýrikerfisins og leikjanna. Sjá nánar hér.

Next leikjapakki

Next XD41 4-í-1 gaming pakki sem inniheldur Next KD3 lyklaborð, Next FX1 heyrnartól, Next SR3 mús og músarmottu með stamt undirlag. Góður kostur fyrir þá sem vilja byrja í tölvuleikjum á PC tölvum. Sjá nánar hér.

Piranha Bite Cloth Edition leikjastóll

Hentu þér í bardagann með Piranha Bite leikjastólnum. Stóllinn er einstaklega mjúkur með tvöfalda sauma, stillanlegar armhvílur, Class 4 gaspumpu og allt að 135° halla og er úr 100% klæðningu allan hringinn úr efni sem andar vel og heldur hitastiginu í lágmarki. Sitthvoru megin á stólnum eru stillanlegar armhvílur en einnig er hann með fiðrildastillingu og 135° halla. Undir sætinu er Class 4 gaspumpa. Þessi stóll hefur fengið 4 – 5 stig (af 5 stigum) í Pilling prófunum sem mælir endingu. Sjá nánar hér.

Samsung Odyssay leikjaskjár

Samsung Odyssey G3 24″ leikjaskjárinn birtir afbragðs myndir og er tilbúinn í leikinn með 144 Hz endurnýjunartíðni og 1 ms viðbragðstíma. AMD FreeSync veitir mjúkar hreyfingar í samvinnu við skjákortið þitt. 24″ VA skjárinn birtir há birtuskil í skarpri Full HD 1080p upplausn. FreeSync samstillir endurnýjunartíðni skjásins við skjákortið. Þetta lágmarkar hökt og tafir, svo þú getur notið flæðandi og skarpra hreyfinga á skjánum. Sjá nánar hér.

TCL 40″ sjónvarp

TCL 40W S5200 FHD LED snjallsjónvarpið er með skýr myndgæði ásamt björtum litum og góðum hljóm. Sjónvarpið er með HDR eiginleika, Dolby Audio og Android TV 11.0 fyrir greiðan aðgang að alls kyns efni. HDR tækni tryggir að dekkri hlutar myndarinnar verði enn dekkri og bjartari hlutarnir bjartari. Þú færð því skarpari mynd og meiri litbrigði. Sjónvarpið er með Dolby Audio hátalara sem varpa kraftmiklum víðóma hljóm. Nú getur öll fjölskyldan notið gæða hljóms, óháð efni. Streymdu alls kyns myndefni eins og YouTube og Netflix með snjalltæki og njóttu þess á stóra skjánum. Chromecast er samhæft Android, iOS og fartölvum. Sjá nánar hér.

Samsung 50″ snjallsjónvarp

Öflugur Crystal 4K örgjörvi og Motion Xcelerator Turbo gefur þessu sjónvarpi litríkari myndir og fullkomið sjónvarp, jafnvel fyrir leikjaspilun. Samtvinnar 4K gæði í örþunnri hönnun sem tekur lítið pláss á borði eða uppá vegg. Tilvalið sjónvarpið til að horfa á streymi eða spila leiki með Motion Xcelerator Turbo tækni. Tizen snjallkerfið, fyrir nettengingu og tengingu við netforrit. Hannað til að einfalda aðgengi að uppáhalds efninu í Samsung sjónvarpinu þínu. Uppáhalds tónlistin, myndirnar, seríur og samfélagsmiðlar eru fáanleg með nokkrum smellum á fjarstýringunni. Sjá nánar hér.

XIaomi 1S rafmagnshlaupahjól

Hlaupahjól frá Xiaomi með allt að 30 km drægni á hleðslu. Hjólið kemst 25 km/klst og er með endurbætt bremsukerfi og ljós bæði að framan og aftan sem eykur öryggi notanda. Hægt er að brjóta hjólið saman fyrir flutning með þremur einföldum skrefum – Flip, Fold, Clip. Hjólið vegur aðeins 12,5 kg. Endurbætt rafmagnskerfi býður upp á nýjan hleðslueiginleika. Hjólið hleður rafhlöðuna með því að nýta hreyfiorku þegar bremsað er. Sjá nánar hér.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.