Fréttir Gaming

ELKO-deildin í Fortnite hefst í september

29.08.2024

ELKO og Rafíþróttasamband Íslands (RÍSÍ), hafa gert með sér samning um um aukið samstarf og ELKO verður, meðal annars, aðalstyrktaraðili Fortnite-deildar RÍSÍ og hún kennd við fyrirtækið sem ELKO-Deildin í Fortnite.

Samningurinn felur jafnframt í sér stuðning ELKO við deildir RÍSÍ í Counter Strike, Rocket League og Dota 2 auk Framhaldskólaleika Rafíþróttasambands Íslands (FRÍS).


„Það er ánægjulegt að stíga þetta skref með ELKO núna,“ segir Jökull Jóhannsson, framkvæmdastjóri RÍSÍ.

„Við erum ELKO virkilega þakklát fyrir að hafa tekið þátt í uppbyggingu íslenskra rafíþrótta frá upphafi og mikið gleðiefni að fyrirtækið vilji með þessum hætti halda áfram að styðja við frekari vöxt okkar.“

Arinbjörn Hauksson, forstöðumaður markaðssviðs ELKO, segir búið að vera virkilega gaman að fylgjast með faglegu uppbyggingarstarfi rafíþrótta á Íslandi á undanförnum árum og að ELKO hafi þar lagt sitt að mörkum með ríkri áherslu á stuðning og fræðslu.

„Þetta skín einna helst í gegnum samstarf okkar við Rafíþróttasambandið síðastliðin ár,“ segir Arinbjörn og bendir á að ELKO hafi til dæmis kostað Counter Strike og fleiri deildir og keppnir á vegum RÍSÍ. „Og það er virkilega ánægjulegt að bæta nú við kostun á nýrri Fortnite-deild sem er að fara af stað.“


Arinbjörn bætir við að foreldrar geri sér ekki öll grein fyrir hversu faglegt starf fari fram innan rafíþróttadeilda íþróttafélaganna þar sem myndast hafi vettvangur fyrir fjöldan allan af krökkum til þess að láta ljós sitt skína og þróa áfram hæfni sína í rafíþróttum.

„Þessi vettvangur er orðinn margfalt stærri á heimsvísu en margan grunar og gríðarlega mikill kraftur í Rafíþróttasambandinu, rafíþróttaaðstöðum, félagsliðum og deildum sem stöðugt er unnið að að efla og fjölga þannig að það verður gaman að fylgjast með í vetur.“

ELKO-deildin í Fortnite hefst í september og fer skráning fram hér: https://bit.ly/Elko-deildin

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.