
Ekki bara þunnur – Galaxy S25 Edge
14.05.202513. maí kynnti Samsung nýjan meðlim í Galaxy S25 fjölskylduna, Galaxy S25 Edge. S25 Edge er ekki bara þunnur (5,8mm) heldur einnig snjall, með alla möguleika Galaxy AI, öflugan Snapdragon Elite örgjörva, 200MP myndavél og flottan 6,7“ AMOLED skjá með Corning Gorilla glass.
Galaxy S25 Edge er aðeins 5,8 mm á þykkt og vegur 163 grömm, sem gerir hann að þynnsta og léttasta Galaxy S-símanum hingað til.

Tækið er með 6,7 tommu Dynamic AMOLED skjá með QHD+ upplausn og 120Hz endurnýjunartíðni, sem tryggir skýra og skarpa mynd. Skjárinn nær allt að 2.600 nitum í birtustigi, sem tryggir góða sýnileika í björtu umhverfi.

Ekki bara þunnur – Líka fullur af möguleikum
Tækið keyrir á Android stýrikerfi með One UI 7 og nýtir Galaxy AI eiginleikana til fulls, þar á meðal Google Gemini Live*, sem gerir notendum kleift að framkvæma náttúrulegar leitarfyrirspurnir og fá aðstoð við dagleg verkefni.
*Gemini Live gefur þér möguleika að velja rödd sem hentar þér og styður fjölda tungumála en ekki íslensku.
Galaxy S25 Edge er með 3.900mAh rafhlöðu, sem styður 25W hraðhleðslu og 15W þráðlausa hleðslu. Þrátt fyrir minni rafhlöðustærð en sumir samkeppnisaðilar, tryggir háþróuð kælitækni og orkunýtni Snapdragon 8 Elite örgjörvans að rafhlaðan endist allan daginn við venjulega notkun.

Myndavélin
Tækið er búið 200MP aðalmyndavél með ProVisual Engine, sem nýtir AI til að bæta myndgæði og veita allt að 10x stafræna aðdráttargetu með hjálp gervigreindar.
Auk þess er 12MP víðlinsumyndavél með sjálfvirkum fókus, sem styður við macro-ljósmyndun . Selfie myndavélin er 12MP og hentar vel fyrir sjálfsmyndir og myndsímtöl.
Klipptu saman myndband
Klipptu saman myndbönd á auðveldan máta. Tilvalið fyrir Reel eða TikTok.


Myndvinnsla með AI
Nýttu þér töfra AI myndvinnslu. Nú getur þú fullkomnað myndirnar þínar áreynslulaust og tryggt að hver ljósmynd fær að skína skært. En það er ekki allt, þú getur líka breytt bakgrunni og látið óæskilega hluti hverfa ásamt því að tryggja að enginn er að blikka augunum þegar þú tekur hópmynd.

Samsung Galaxy S25 Edge er ekki bara þynnsti snjallsíminn sem Samsung hefur gefið út, heldur er hann stútfullur af möguleikum, og Galaxy AI hjálpar þér að nýta möguleikana ennþá betur.
Dragðu hring um það, finndu það, einfalt og fljótlegt
Leitaðu á nýjan máta með ‚Circle to Search með Google‘. Taktu mynd, settu hring utan um viðfangsefnið og leitaðu á Google. Þetta er ný sjónræn leið til að finna það sem þú ert að leita að.

Aðrir AI eiginleikar eru til dæmis „Audio Eraser“ til að fjarlægja bakgrunnshljóð úr hljóðupptökum og „Drawing Assistant“ sem aðstoðar við sköpun og myndvinnslu.
IP vottun
Þessi sími er með IP68 vottun. Hægt er að sækja nánari upplýsingar hér.

Smelltu hér til að skoða Samsung Galaxy S25 Edge á elko.is Þú getur einnig séð alla Galaxy S25 símana sem eru í boði hér.