Fréttir Fróðleikur

Ábyrg endurvinnsla hjá ELKO

26.04.2021

ELKO hefur í nokkur ár boðið viðskiptavinum að koma með gömul raftæki í verslanir undir formerkjunum „Fáðu eitthvað fyrir ekkert“ þar sem við kaupum snjallsíma, fartölvur, leikjatölvur og spjaldtölvur til að gefa þeim nýtt líf í formi endurvinnslu. Í gegnum það ferli greiddum við viðskiptavinum okkar rúmlega 10 milljónir króna fyrir 2000 notuð raftæki á árinu 2020!

Við erum stöðugt að kappkosta við að gera betur í umhverfismálum og stefnum ennþá hærra fyrir árið 2021. Við kynnum því glöð til leiks nýja endurvinnsluskápa!

Með því að að setja auknar áherslur á umhverfismál og endurvinnslu notaðra raftækja þá höfum við tekið endurvinnsluna skrefinu lengra, en verslanir okkar í ELKO Lindum og ELKO Akureyri hafa fengið glænýja, rúmgóða og snyrtilega endurvinnsluskápa í anddyrin. Í þessum skápum er tekið við smærri raftækjum, rafhlöðum, blekhylkjum, ljósaperum og flúrperum.

Komdu því eftirfarandi hlutum í ábyrga endurvinnslu um leið og þú kíkir í heimsókn í ELKO:

Rafhlöður

Heimilisrafhlöður eins og AA og AAA, litlar rafhlöður fyrir úr o.fl. Bæði ætti að endurvinna einnota sem og endurhlaðanlegar rafhlöður. Gott ráð er að safna öllum gömlu rafhlöðunum þínum í eitt ílát, svo þú getir losað þig við allar notuðu rafhlöðurnar í einu.  

Blekhylki

Öll blekhylki úr prenturum. Tómum blekhylkjum er oftast hent í ruslið en plast í blekhylkjum getur tekið allt að 1000 ár að brotna niður. Hætt er á að blekið leki út og mengi nánasta umhverfi á venjulegum urðunarstöðum. Það er því mikilvægt að koma þeim í ábyrga endurvinnslu.

Gló- og flúrperur

Allar ljósaperur á heimilinu, hvort sem þær eru gló- eða flúrperur. Perum er oftast hent í ruslið en mikilvægt er að endurvinna þær svo hægt sé að flokka hættuleg efni frá og farga þeim á viðeigandi hátt.

Minni raftæki

Við munum taka á móti minni raftækjum til dæmis eins og rakvélum, hár- og snyrtitækjum, litlum eldhúsvogum og öðrum tækjum í svipuðum stærðum. Gott er að miða við að ef tækið er í stærð brauðristar þá ætti tækið að komast í endurvinnsluskápinn, stærri stærð kemst ekki.

Tölvur og farsímar*

Við tökum á móti öllum fartölvum, leikjatölvum, spjaldtölvum og farsímum, bæði snjallsímum og eldri gerðum. Þessi tæki innihalda ekki aðeins hættuleg, eitruð og umhverfisskaðleg efni – heldur innihalda þau einnig dýrmæt efni sem ætti að endurnota. Það er takmarkað magn af þessum dýrmætu efnum til í heiminum og þar sem uppsprettur sumra þeirra eru ekki endurnýjanlegar þurfum við því að tryggja að þessi efni séu endurnýtt.

*Athugaðu að leita alltaf til starfsfólks ELKO áður en þú setur tölvur eða farsíma í endurvinnsluskápinn því þú gætir fengið eitthvað fyrir ekkert.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.