Fróðleikur

Arlo öryggiskerfi fyrir heimilið

13.09.2018

Það er orðið sífellt vinsælla að setja upp öryggismyndavélar heima eða við sumarbústaðinn. Það þarf ekki að vera flókið eða dýrt að setja upp myndavélakerfi sem er hægt að fylgjast með í gegnum síma eða tölvu og tekur upp beint í skýjið.

Það verður ekki einfaldara að setja upp öryggiskerfi heima hjá sér en með Arlo öryggiskerfinu. ELKO býður upp á bæði Arlo pakka og stakar myndavélar sem þú getur sjálf/ur sett upp heima hjá þér. Svo getur þú tengt Arlo við Google Assistant, Amazon Alexa og fleiri.

Arlo Pro 2 myndavélin er í 1080p HD gæðum og þú getur bæði tekið upp og horft á hvað er að gerast í beinni útsendingu í símanum.

Aðrir kostir hennar eru:

  • Vatnsheld og þolir vel veðurbreytingar
  • Hátalari og míkrófónn svo þú getur hlustað á þann sem talar úti og svarað
  • 3 sekúndu bakk. Myndavélin vistar 3 sekúndur aftur í tímann þegar atvik næst á mynd svo þú sérð það sem gerist alveg frá byrjun.
  • 7 daga upptökur aftur í tímann í skýinu. Myndavélinni fylgir þjónustpakki og ský þar sem þú getur skoðað upptökur allt að 7 daga aftur í tímann.
  • Sírena. 100+ decibel sírena sem þú getur bæði stjórnað og látið ræsa við hreyfingu eða hljóð.
  • Hljóð og hreyfiskynjarar. Þú getur fengið tilkynningu í símann ef kerfið verður vart við umgang.
  • Getur bæði verið þráðlaus og tengd við rafmagn.
  • Inniheldur hleðslubatterí.
  • Nætursjón. Arlo skiptir sjálfkrafa yfir í nætursýn í myrkri.
  • Vinnur vel með Google Assistant, Amazon Alexa, IFTTT og Stringify.

Það er sáraeinfalt að setja kerfið upp og hér er myndband sem sýnir skref fyrir skref hvernig þú setur upp startpakkann.

Hér er myndband sem sýnir svo hvernig Google Assistant vinnur með Arlo.

 

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.