Fréttir

Arnarskóli fær styrk

25.09.2017

Þann 1. september síðastliðinn hóf Arnarskóli starfsemi sína sem skólaþjónusta sem býður upp á heildstæða þjónustu fyrir fötluð börn með fjölþættar þarfir. Nemendur skólans eru skráðir í skóla í sínu sveitarfélagi en er svo gerður samningur um þjónustu fyrir hvert og eitt barn um að Arnarskóli veiti skólaþjónustuna. Geta börnin þá notið þeirrar sérfræðikunnáttu sem starfsfólk Arnarskóla býr yfir og fengið faglegan stuðning sem ekki er í boði í öðrum skólum eða skólaþjónustu Íslands.

Arnarskóli er sjálfseignarstofnun (non-profit) sem er að koma sér fyrir í Skálahlíð í Mosfellsbæ og ákvað ELKO að leggja þeim lið með því að gefa þeim stóran pakka af tækjum sem munu koma vel að notum.

Á myndinni eru Bragi, markaðsstjóri ELKO ásamt Maríu, fagstjóra í Arnarskóla.

Við óskum Arnarskóla innilega til hamingju og það verður gaman að fylgjast með þessari frábæru starfssemi!

Gangi ykkur vel!

 

 

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.