
Nintendo Switch 2
17.01.2025Ný útgáfa af Nintendo Switch er væntanleg í ár, átta árum eftir útgáfu Nintendo Switch.
Nánari upplýsingar um Switch2 verða kynntar á Nintendo Direct viðburði 2. apríl 2025 en hér eru þau atriði sem er búið að gefa út núna.
Skjástærðin

Switch 2 mun hafa 8 tommu skjá, samanborið við 7 tommu skjá upprunalegu Switch.
Stýripinnarnir
Nintendo Switch 2 Joy-Con stýripinnarnir munu festast við skjáinn með seglum, sem bætir þægindi og notkun. Auk þess munu þeir vera stærri, í samræmi við stærri skjá.

Tengimöguleikar
Leikjatölvan mun hafa USB-C tengi bæði efst og neðst, sem auðveldar hleðslu á meðan hún er í notkun.

Stuðningur við Nintendo Switch leiki
Nintendo hefur staðfest að Switch 2 mun styðja leiki frá upprunalegu Switch, sem gerir notendum kleift að halda áfram að njóta núverandi leikjasafns síns.
Nánari upplýsingar um Switch2 verða kynntar á Nintendo Direct viðburði 2. apríl 2025.
Fyrir áhugasama verður hægt að prófa Nintendo Switch 2 í sérstökum viðburðum í nokkrum evrópskum borgum í apríl, þar á meðal Madrid, París, London, Berlín, Mílanó og Amsterdam. Skráning fyrir miða hefst 18. janúar.

Þú getur skoðað úrval af Nintendo vörum á elko.is með því að smella hér.