Fróðleikur

Bílamyndavélar (Dashcam)

27.05.2019

Bílamyndavélar (Dashcam á ensku) eru að verða sífellt algengari í umferðinni. Hér eru leiðbeiningar sem hjálpa þér að finna bílamyndavél sem hentar þínum þörfum.

Á undanförnum árum hafa vinsældir bílamyndavéla aukist til muna þar sem þær auka öryggi á vegum og veita upplýsingar um rétt í slysum. Með upptöku af því sem gerist fyrir framan (eða aftan) bílinn getur verið mun auðveldara að færa sönnur á hver ber ábyrgð þegar slys verða.

Bílamyndavélarnar hafa mismunandi eiginleika og því mikilvægt að hafa það í huga þegar velja á vél. Allar myndavélarnar taka upp alla ferðina. Svo eru sumar með Bluetooth, GPS, WiFi og háskerpu myndbandsupptöku. Flestar mynda veginn aðeins í eina átt (framan), en einnig fást vélar sem eru með aukavél, sem myndar bakatil.

Það sem þarf að hafa í huga við kaup á bílamyndavél

Myndgæði

Allar myndavélar eru með skynjara með ákveðnum upplausnum, því hærri sem hún er, því skýrari er myndin. Við mælum með 1080p Full HD upplausn til þess að myndirnar verða sem skýrastar.

Ef þú ekur mikið í myrkri og um nætur, þá er það þess virði að fjárfesta í myndavél með nætursýn þannig að allt verði áfram sýnilegt eftir að myrkur skellur á.

Uppsetning: festing við sogskál eða límd festing

Algengast er að myndavélin sé fest með sogskál, sem fest er innan á framrúðuna, en það er einnig hægt að líma festinguna við mælaborðið.

Margar bílamyndavélar geta tengst WiFi. Þráðlaust WiFi gerir þér kleift að flytja myndskeiðið beint í farsímann þinn, og auðveldar aðgang að efni.

Tengingar: GPS og WiFi

Sumar bílamyndavélar hafa innbyggt GPS-staðsetningarkerfi. Það veitir til dæmis upplýsingar um staðsetningu og hraða ökutækis, sem getur komið sér vel í hinum ýmsu aðstæðum, eins og ef um umferðaróhapp er að ræða. Þessi vél býður upp á GPS (linkur).

Þegar bíllinn er kyrrstæður

Flestar bílamyndavélar hafa svokallaðan G-Force skynjara (eða G-skynjara), sem nemur högg. Það gerir vélinni kleift að hefja upptöku um leið og kyrrstæður bíll verður fyrir höggi, og þar með fer ekki á milli mála hvað kom fyrir. Einnig er hreyfiskynjari til staðar í mörgum vélum sem gerir vélinni mögulegt að nema hreyfingar fyrir framan hana, þó svo að hún sé í biðstöðu.

Skjár

Sumar bílamyndavélar eru með skjá sem gerir þér kleift að fara í gegnum upptökurnar, sjá hvert myndavélin vísar, sem og að aðlaga stillingarnar á myndavélinni. Venjulega er þetta gert í símanum  á þeim myndavélum sem eru ekki með skjá.  

Minniskort

Nauðsynlegt er að vera með minniskort í bílamyndavélinni. Þau eru af hinum ýmsum stærðum og gerðum. Mikilvægt er að kynna sér vel stærð minniskorts og hve lengi það getur tekið upp áður en lagt er af stað, þannig að hægt sé að tryggja að öll ferðin verði mynduð. Hér getur þú fengið nánari upplýsingar um minniskort fyrir myndavélar í bílum.

Skoðaðu úrvalið af bílamyndavélum á elko.is.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.