Fréttir

ELKO flytur í gamla Mylluhúsið

30.06.2021

ELKO og Krónan munu opna nýj­ar versl­an­ir í Skeif­unni 19, gamla Myllu­hús­inu, um mitt næsta ár 2022. Hús­næðið er í gagngerri end­urupp­bygg­ingu og verður versl­un­ar­rýmið um 4 þúsund fer­metr­ar þegar end­ur­bót­um lýk­ur.

ELKO og Krónan reka nú þegar versl­an­ir í Skeif­unni og í nýju versl­un­inni mun verða hægt að bjóða upp á aukið vöru­úr­val og betra aðgengi.


ELKO opnaði fyrst í Skeif­unni árið 2004 en nú 17 árum seinna hlökk­um við mikið til að taka á móti viðskipta­vin­um okk­ar í nýju og stærra hús­næði á svæðinu. Versl­un­in verður ein glæsi­leg­asta raf­tækja­versl­un lands­ins en hún verður sett upp í nýju út­liti líkt og sjá má í versl­un­um ELKO á Ak­ur­eyri og í Leifs­stöð. Auk­inn fer­metra­fjöldi kem­ur til með að hjálpa okk­ur að bæta enn frek­ar þjón­ustu og vöru­úr­val við okk­ar trausta hóp viðskipta­vina

– Gestur Hjalta­son, fram­kvæmda­stjóri ELKO.

Skeif­an er eitt öfl­ug­asta versl­un­ar­svæði lands­ins og flutn­ing­ur í enn stærra hús­næði ger­ir okk­ur kleift að auka veru­lega við vöru­úr­valið og þjón­ustu okk­ar á svæðinu. Við erum virki­lega spennt að opna í þessu skemmti­lega hús­næði, sem verður ein stærsta versl­un okk­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. Við mun­um eins og ávallt leggja okk­ur fram um að tryggja fersk­leika og fjöl­breytt vöru­úr­val á góðu verði fyr­ir viðskipta­vini okk­ar

– Ásta S. Fjeld­sted, fram­kvæmda­stjóri Krón­unn­ar

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.