Fréttir

ELKO gefur rúmlega 3 milljónir til góðgerðamála í desember

27.12.2022

Viðskiptavinir og starfsfólk ELKO völdu tólf málefni sem hljóta styrki úr styrktarsjóði ELKO í formi peningagjafar, raftækja og afþreyingar. Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna hlaut flest atkvæði viðskiptavina ELKO um val á styrktarmálefni í kosningu undir formerkjunum „Viltu gefa milljón?“. Jafnframt styrkti ELKO Kvennaathvarfið um vörur að andvirði 500 þúsunda króna. Þá njóta tíu önnur málefni góðs af framlagi úr styrktarsjóði ELKO sem starfsfólk fékk tækifæri á að velja. Heildarframlög ELKO til góðs málefnis í desember nema rúmum þremur milljónum króna.

Viðskiptavinum ELKO var gefinn kostur á að kjósa um málefni sem þau vildu sjá hljóta eina milljón króna í desember undir formerkjunum, Viltu gefa milljón? Kosningunni lauk 15. desember síðastliðinn og tóku rúmlega 4.000 manns þátt í valinu. SKB, Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna, hefur þegar verið afhentur styrkurinn. Að auki styrkti ELKO Kvennaathvarfið um 500 þúsund krónur í formi smárra raftækja, spila og annarrar afþreyingar á borð við leikjatölvur og leikja sem koma vonandi til með að hjálpa til við að stytta stundir þeirra sem þar dvelja yfir hátíðarnar.


Óttar Örn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri ELKO:

„Við erum mjög ánægð með niðurstöðu kosningunnar því Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna nýtur engra beinna opinbera styrkja og reiðir sig á frjáls framlög einstaklinga, fyrirtækja og félagasamtaka, en félagið styður við bakið á fjölskyldum barna sem greinast með krabbamein. Slagorð ELKO er að það sem skiptir þig máli skipti okkur málioglæturELKO sig líka varða hvað skiptir starfsfólk okkar máli, en í desember ár hvert tilnefna þau málefni sem njóta styrkja í formi raftækja úr styrktarsjóði ELKO. Þar höfum við að leiðarljósiað hjálpa öllum að njóta ótrúlegrar tækni.“

Styrktarsjóði ELKO berst fjöldi umsókna ár hvert en úthlutað er úr sjóðnum um fjórum sinnum á ári. Í desemberbyrjun hefur starfsfólk átt kost á því að tilnefna þau málefni sem standa þeim næst þar sem markmiðið er að styrkja viðkomandi málefni í formi raftækja. Í ár lagði starfsfólk ELKO til tíu málefni og námu styrkir um rúmlega 1,5 milljón króna og hefur afhending raftækja til eftirtaldra málefna að mestu farið fram núna fyrir jólin.

Félagasamtök og málefni sem urðu fyrir valinu í ár eru: Stómasamtök Íslands, Hringsjá náms-og starfsendurhæfing, Heilindi, Einhverfusamtökin, Stígamót, Ljónshjarta, Einstök börn, Barnadeild SAK, Bjarkarhlíð, og Laugarásinn.





Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.