Fréttir

ELKO kynnir: Snjallspjall við sölufulltrúa í verslun

24.03.2022

ELKO hefur innleitt, fyrst allra fyrirtækja á Íslandi byltingarkennda nýja þjónustu í vefverslun. Snjallspjall ELKO er lifandi og persónuleg verslunarupplifun þar sem viðskiptavinir fá samband við sölufulltrúa í verslunum ELKO í gegnum myndsímtal – hvar sem þeir eru staddir.

ELKO hefur þróað hugmyndina áfram með að tengjast viðskiptavinum sínum sem kjósa að versla í vefverslun en vilja þó eiga í persónulegum samskiptum við sölufulltrúa til þess að sjá og fá betri tilfinningu fyrir vörunni sem þeir hafa áhuga á eða langar að kynna sér betur.

ELKO hefur lengi lagt sig fram við að gera kaupferlið í vefverslunni eins hnökralaust og gegnsætt og hægt er og með því að innleiða þessa nýjung erum við að bjóða viðskiptavinum okkar í vefverslun að fá sömu persónulegu þjónustu og þeir myndu fá frá sölufulltrúum okkar í verslun, nema bara í gegnum myndsímtal.

Þeir sölufulltrúar sem þú ræðir við eru hæfir til þess að aðstoða með þau tæki og vörur sem þú vilt vita meira um og geta jafnvel gefið upplýsingar um aukahluti eða aðrar vörur sem passa með vörunni sem þú hefur áhuga á að versla.   

Snjallspjallið er hægt að finna hér á vefsíðu ELKO: https://elko.is/hafdu_samband/myndsimtal

ELKO auðveldar þér kaupferlið

Með þessu skrefi auðveldum við þér fjarlægðina á milli okkar og getum sýnt þér vöruna sem þú hefur áhuga á og svarað spurningum sem brenna á þér. Eins getum við auðveldað allt kaupferlið með því að setja vöruna í körfuna þína í rauntíma á meðan símtalið er í gangi svo þú þurfir ekki að finna þær aftur, ásamt möguleikanum á að versla í beinni. Það eina sem þú þarft til þess að stofna snjallspjall er netsamband og tæki með hljóðnema og myndavél.  

Í gegnum vefverslunina okkar er fjöldi sendingar- og afhendingarmáta í boði út um allt land. Hægt er að kynna sér betur hvernig auðveldast er að koma vörunni heim til þín hér: https://elko.is/sendingarmatar   

Við munum að sjálfsögðu halda áfram þróuninni til þess að geta gefið viðskiptavinum okkar enn betri heildarupplifun og tökum glöð á móti öllum athugasemdum.   


Þarfagreining á rauntíma

Það getur oft verið erfitt að muna hvernig snúru þú þarft að kaupa eða hvernig inntak sjónvarpsins lítur út en með því að vera í beinni við sölufulltrúa okkar þá þarftu ekki að lýsa vandamálinu heldur getur sýnt það. Sölufulltrúi getur því greint þarfirnar og í sameiningu finnið þið tækið/vöruna sem hentar þér best.  


Ráðgefandi

Ertu að velta fyrir þér valkostum eða að skoða mismunandi týpur af sömu vörunni? Ertu ekki viss um hvað hentar þér? Hver er eiginlega munurinn á öllum þessum HDMI snúrum? Við getum sýnt þér og borið saman vörur í beinni og sett réttu vörurnar í innkaupakörfuna þína svo þú þurfir ekki að fletta þeim upp síðar.   


Engin gögn geymd um samtölin 

Um leið og ELKO styrkir þjónustu sína við viðskiptavini með snjallspjallinu er hugað að öryggi og persónuvernd. Viðskiptavinir þurfa að skrá sig inn á vef elko.is með rafrænum skilríkjum áður en hægt er að nota þjónustuna. Þeir þurfa hins vegar ekki að deila neinum gögnum með sölufulltrúa í verslun og engin gögn eru geymd að loknu myndsímtalinu. Snjallspjallið er glæný viðbót í flóru þekktari dreifileiða fyrirtækja á borð við verslanir, vefverslanir, símasölu, tölvupósta, póstverslun og annað slíkt.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.