Gjafalistar

Fermingargjafalisti The Babe Patrol

14.03.2022

Vinkonurnar Alma, Eva, Kamila og Högna mynda The Babe Patrol sem meðal annars streyma skemmtilegu Gaming efni alla miðvikudaga. Þú getur meðal annar séð efni frá þér á Twitch og á YouTube rás Gametíví.

Við fengum þær til að taka saman þær vörur sem eru á óskalistanum, svona ef þær væru að fermast árið 2022.


Bose SoundLink Revolve II hátalari

Bose klikkar aldrei, lítill en með svakaleg hljómgæði. Líður ekki dagur án þess að ég noti þetta tryllitæki – Eva Margrét

Bose SoundLink Revolve II er glæsilegur ferðahátalari með frábær 360° hljómgæði frá BOSE. Hann er lítill, nettur og vatnsvarinn (IP55). Notaðu hann til að spyrja talþjóninn þinn um veðrið eða hringdu í vini. Skoða vöru á elko.is.

Hombli RGB LED borði

LED lýsing gerir svo mikið fyrir öll herbergi og svo er þæginlegt að geta stýrt borðanum frá símanum, þetta er klárlega á mínum óskalista fyrir “stream” herbergið mitt
– Högna Kristbjörg

Snjalli LED borðinn býr til rétta stemningu í hvaða herbergi sem er. Stýrðu borðanum með Hombli snjallforriti og settu dagskrá og tímasetningar fyrir mismunandi lýsingar, stýrðu borðanum með talþjóni og breyttu bæði birtustigi og lit. Borðinn tengist beint við WiFi án þess að þurfa tengistöð eða brú. Skoða vöru á elko.is.

Samsung 43“ UHD sjónvarp

Það er algjörlega nauðsynlegt að eiga gæða sjónvarp til að horfa á Netflix og Twitch, tala nú ekki um til að horfa á Babe Patrol spila í HD – Kamila Dabrowska

Samsung AU7173 sjónvarpið samtvinnar 4K gæði í örþunnri hönnun sem tekur lítið pláss á borði eða uppá vegg. Tilvalið sjónvarpið til að horfa á streymi eða spila leiki með Motion Xcelerator Turbo tækni. Skoða nánar á elko.is.


Revlon Pro Collection hitabursti

Þessi bursti er búin að vera lengi á óskalistanum eftir að hann sló í gegn á tiktok, fullkominn til að ná blowout lookinu. – Alma Guðrún

Hárið mun líta æðislega vel út á hverjum degi með Revlon Pro Collection hárburstanum. Hann er með keramik húðaða bursta, Ion tækni og er léttur og einfaldur í notkun. Sjá nánar á elko.is.

Wistream Halo 300 hringljós

Hringljós sem hefur allt sem þú þarft, snilld á streyminu og til þess að taka myndir – Eva Margrét

Wistream Halo 300 hringljósið er einfalt í notkun og lýsir upp allt heimastúdíóið með hringlaga hönnuninni. Með stillanlegri birtu geturðu farið frá köldu 5600K í hlýtt 3200K eftir þörfum. Skoða á elko.is.

Babyliss sléttu- og krullujárn

Þvílík og önnur eins snilld er að hafa sléttu- og krullujárn í einni vöru! – Kamila Dabrowska

ST48 er glæsilegt sléttujárn sem krullar einnig frá Babyliss. Með 5 hitastillingum og 28 mm löngum True Titanium plötum og keramik upphitun. Ion tækni sér til þess að hár rafmagnast ekki við notkun. Skoða vöruna á elko.is.


Nintendo Switch Neon 32GB leikjatölva

Ég held að ef ég fengi Nintendo Switch í fermingargjöf myndi ég eyða öllum mínum frítíma í að spila Mario Bros. Svo er líka svo geggjað að geta tengt hana við sjónvarp til að spila við vini og fjölskyldu. – Alma Guðrún

Nintendo Switch leikjatölvan, fullkomið samspil milli leikjatölvu og spjaldtölvu þar sem bæði er hægt að tengja hana beint við sjónvarp til að spila á stórum skjá eða nota hana eina og sér sem smáleikjatölvu. Skoða Switch á elko.is.

Apple Watch 7 snjallúr

Apple Watch býr yfir mörgum eiginleikum en ég væri sérstaklega til í að vera með úrið á mér, til að mæla hjatslátinn, þegar ég spila Warzone. – Högna Kristbjörg

Apple Watch Series 7 snjallúrið heldur vel utan um heilsuna. Það er með nýjum rammalausum Retina OLED snertiskjá, hraðari hleðslu, watchOS 8 stýrikerfi og er bæði IP6X rykvarið og WR50 vatnsvarið. Skoða Apple Watch á elko.is.


Hyper X Cloud Flight þráðlaus leikjaheyrnartól

Við stelpurnar vitum vel hversu mikilvægu hlutverki heyrnatólin gegna í tölvuleikjum. Hyper X heyrnatólin eru í miklu uppáhaldi. – Kamila Dabrowska

Þú þarft ekki að láta neinar snúru trufla þig ef þú notar HyperX Cloud Flight heyrnartólin en þau eru þráðlaus og með rafhlöðuendingu upp á allt að 30 klukkutíma. Heyrnartólin eru þægileg en þau eru með þykkum eyrnapúðum sem einangra utanaðkomandi hljóð og áreiti svo þú getur einbeitt þér betur að leiknum. Hljóðneminn er líka hljóðeinangrandi og styður bæði TeamSpeak og Discord svo samskipti við aðra sem eru að spila leikinn eru skýr. Sjá nánar á elko.is.

PlayStation leikjastóll

Það er mjög mikilvægt að það fari vel um þegar maður spilar tölvuleiki, þessi stóll er þægilegur, nettur og andar vel – Eva Margrét

Stóllinn er gerður úr efnum sem anda vel svo þú getur setið tímunum saman án óþæginda. Hægt er að stilla hæð og halla eftir þörfum og stóllinn er í stíl við PlayStation tölvuna og aukahlutina. Skoða vöru á elko.is.

Kindle PaperWhite lesbretti

Kindle er mesta snilldin, svo auðvelt að ná sér í bækur sem maður er búin að vera á leiðinni að lesa. – Alma Guðrún

Lestu uppáhaldsbókina þína hvar sem er með Amazon Kindle Paperwhite 2020. Endurhlaðanleg lithium-polymer rafhlaða veitir allt að 34 daga af notkun á einni hleðslu. 6″ skýr skjár sem er auðvelt að lesa á meira að segja í sólarljósi. Þessi Kindle er með stillanlegt ljós til að auka þægindi við lestur og 8 GB geymslurými sem er nóg fyrir þúsundir af bókum. Skoða Kindle lesbretti á elko.is.

Samsung 27“ Oddyssey skjár

Leikjaskjár er mikilvægur til að fá það besta út úr hverjum leik. Ég fann mikinn mun þegar ég breytti úr því að spila í sjónvarpinu í stofunni og yfir í leikjaskjá.
– Högna Kristbjörg

Með Samsung Odyssey 27″ leikjaskjánum sekkurðu inn í leikinn. Með VA skjánum og QHD 1440p upplausn færist leikurinn nær raunveruleikanum, með háum birtuskilum og endurnýjunartíðni. Skjárinn er boginn á þann máta að áhorfandi þarf ekki að aðlaga sjón þótt auga sé skotið frá einu horni til annars. Skoða Samsung Odyssey G5 á elko.is.


Við mælum með að fylgjast með The BabePatrol á Instagram.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.