Fréttir

Foreldrafræðslukvöld um rafíþróttir og heilbrigða nálgun

16.01.2024

7. febrúar klukkan 20:00 í Arena Gaming, Turninum Kópavogi.

ELKO býður foreldrum að koma á fræðslukvöld þar sem Arnar Hólm Einarsson fræðslustjóri Rafíþróttasamtaka Íslands flytur fyrirlestur um heilbrigða nálgun barna og unglinga við rafíþróttir og hvernig rafíþróttaiðkun getur haft jákvæð áhrif ásamt því hvernig foreldrar og börn geta átt í opnum og góðum samskiptum varðandi rafíþróttir.

Rafíþróttir eru sífellt að verða umsvifameiri í samfélaginu. Þetta á þó ekki síst við í hugarheimi barna, þar sem það er auðvelt að heillast af töfrandi heimi tölvuleikjanna. Stafrænn veruleiki getur oft verið meira spennandi en raunveruleikinn og því verður ekki neitað að með þeirri sýn þá getur það haft neikvæð áhrif á börn og unglinga. En hvernig er hægt að nýta tölvuleikjaspilun á jákvæðan, heilbrigðan og uppbyggjandi hátt og hvernig er hægt að bæta samskipti foreldra og barna í kringum rafíþróttaiðkun?


Dagskrá:

Fyrirlestur hefst klukkan 20:00 og í lokin verður opnað fyrir spurningar og umræður. Gert er ráð fyrir að fyrirlesturinn og spurningar taki 1,5 klst.

Athugið að fyrirlesturinn er ókeypis en vegna takmarkaðs sætafjölda er nauðsynlegt að skrá sig hér: Foreldrafræðslukvöld: Rafíþróttir og heilbrigð nálgunNánar um fyrirlesara:

Arnar Hólm Einarsson er fræðslustjóri Rafíþróttasamtaka Íslands og hefur komið að rafíþróttastarfi á Íslandi síðan 2017


ELKO gaf út fræðslubækling árið 2021 sem unninn var í samstarfi við RÍSÍ og Samfés um rafíþróttir og heilbrigða nálgun sem er ætlaður sem fróðleikur fyrir bæði foreldra og tölvuleikjaspilara.
< Finna má bæklinginn hér >


Um Arena

Arena er glæsilegasta rafíþróttamiðstöð á Íslandi, ef ekki í Evrópu. 120 Alienware PC tölvur og tölvuskjáir, 20 PlayStation 5 leikjatölvur, 100 sæti fyrir veitingar og viðburði.

Afmæli, vinnustaðahittingar, hópefli eða óvissuferð; Arena er staðurinn fyrir þinn hóp.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.