Fréttir Fróðleikur

Galaxy Book3 frá Samsung

10.02.2023

Stækkaðu heiminn þinn! Galaxy Book3 fartölvunar eru hér. Kannaðu heim af möguleikum með glænýjum Samsung Galaxy boo3 fartölvum.

Þessi fartölva vinnur óaðfinnanlega með öðrum Galaxy tækjum þínum og bjóða upp frábæra endingu. Sinntu vinnu þinnni hvar sem er og virkjaðu sköpunarkrafta þína með þessum hröðu og öflugu fartölvum frá Samsung.

Galaxy Book3 eru stærri, sterkari og hraðari en nokkru sinni fyrr!


Samsung Galaxy Book3 Pro 360

Galaxy Book3 Pro 360 er innan við 1,8kg að þyngd. Sterkbyggð tölva úr áli sem er nógu nett til að taka með sér hvert sem er. Gríptu þessa fjölhæfu fartölvu fyrir vinnu, nám eða ferðalagið. Fáanleg í gráum og ljósbrúnum lit.

Skjárinn

Sökkvaðu þér niður í litríkan skarpan skjá með 3K (2880×1800) upplausn sem gerir þér kleift að sjá allt í kröftugum litum og skörpum smáatriðum – jafnvel þótt skrifstofan þín sé útidyra suma daga. 120Hz tryggir svo að þú færð bestu gærðin hvort sem þú ert að horfa, skrifa, skrolla eða teikna.

Stærra snertiborð. Meiri möguleiki.

Með stækkuðu snertiborði og fjölbreyttu úrvali innbyggðra tengja færðu þá tengimöguleika sme þú hefur verið að leita að – HDMI, USB-A, microSD rauf og tvö Thunderbolt4.

Heimabíóstilling

Græjaðu poppið og horfðu á bíó – fjögurra hátalarakerfið á Galaxy Book3 Pro 360 býður upp á fjóra kröftuga hátalara með AKG og Dolby Atoms tækni til að tryggja kristaltæra upplifun frá opnunarsenu til kreditlista.

Studio Mode

Stúdíóstilling gerir þig tilbúinn fyrir myndavélina með snjöllum eiginleikum – allt frá aukinni AI hljóðeinangrun, til sjálfvirkrar innrömmunar í myndatöku og bakgrunnsáhrifa. Með gleiðhorns-myndavél og hljóðnema í stúdíógæðum tryggir þú að þú lítur út og hljómar sem best í hverju myndsímtali.

Verndaðu möppurnar þínar

Með Secured-Core PC, háþróuðu öryggishugbúnaði verndar það tölvuna og stýrikerfið fyrir árásum. Þú getur nýtt skilríki eða fingraför til að tryggja gögnin þín sama hvert sköpunargleðin tekur þig.


Samsung Galaxy Book3 Pro

Létt fartölva fyrir þau sem vilja taka vinnuna með sér.

Nett fartölva sem vegur aðeins 1,6 kg og tekur lítið pláss í handfarangrinum þínum. Þessi fartölva er kraftmikil og hönnuð til að fara hvert sem þú ferð. Fáanleg í 14“ og 16“ útgáfu.

Örgjörvi sem er vinnualki

Vertu dugleg að vinna niður verkefnalistann þinn með nýjasta 13th Gen Intel® Core™ örgjörvanum. Það skilar yfirburðar afköstum með mörgum kjörnum, sem ræður við vinnuálag á ótrúlegum hraða. Intel Xe skjákort og PCIe SSD geymslurými styður svo við örgjörvan til að tryggja frábæra vinnslu.

Intel Iris Xe skjástýring
Intel Tiger Lake 10 nm SuperFin hönnun veitir röska myndvinnslu þrátt fyrir litla stærð. Innbyggða Intel Iris Xe skjástýringin gerir þér kleift að gera meira en tölvur í svipaðri stærð leyfa. Hvort sem það er að horfa á myndbönd, vinna við grafíska hönnun eða spila tölvuleiki þá heldur skjástýringin sínu en á sama tíma sparar orkunotkun og lengir því rafhlöðuendinguna.

Skjárinn

Sökktu þér í skarpan 3K (2880×1800) og ofurmjúkum 120Hz skjáinn. Með 120 Hz endurnýjunartíðni getur þú einnig átt von á mjúkum hreyfingum. AMOLED tæknin tryggir djúpa svarta liti, lifandi liti og breið sjónarhorn.

Rafhlaða

Tölvan er útbúin stórri 63 Wh Li-ion rafhlöðu sem endist í allt að 18 klukkustundir í notkun.

Fingrafaralesari

Innbyggði fingrafaralesarinn veitir þér aukið öryggi.


Samsung Galaxy Book3 360

Tvöföld hönnun = Tvöföld afkastageta

Galaxy Book3 360 vegur aðeins 1,16-1,46 kg og er frábær 2-í-1 tölva. Njóttu þess að hafa fjölhæfa fartölvu með snertiskjá, góðri rafhlöðu og nóg af tengimöguleikum.

S penninn

Breyttu hugmyndum þínum í efni sem auðvelt er að deila – snúðu einfaldlega skjánum, gríptu S pennann og skrifaðu niður hugmyndir, teiknaðu, listaðu og fínstilltu myndir og myndbönd með ótrúlegri nákvæmni.

Skjárinn

Stökktu beint inn í hasarinn með yfirgripsmiklum FHD Super AMOLED skjá. Finndu hraðann í kvikmyndum og leikjum, fáðu líflega liti, frábær birtuskilyrði og hraðan viðbragðstíma. Skemmtu þér lengur þökk sé góðri rafhlöðuendingu og síu sem minnkar bláu ljósin frá skjánum.

Frammistaða á næsta stigi með 13th Gen Intel® Core™

Nýttu daginn þinn sem best með nýjasta 13th Gen Intel® Core™ örgjörvanum, sem skilar ofurhröðum og áreiðanlegum afköstum fyrir mikla framleiðni. Hybrid-kjarna arkitektúr gerir þér kleift að vinna í mörgum verkefnum fljótt og knýja þig í gegnum mikið vinnuálag.

Fleiri tengi. Fleiri möguleikar

Með fjölbreyttu úrvali innbyggðra tengja, fáðu tengimöguleikana og fjölhæfnina sme þú hefur veirð að leiðta að – HDMI, USB-A, MicroSD rauf og jafnvel Thunderbolt 4 tengi fyrir frábæran 40Gbps hraðan skráarflutning. Þú þarft enga tengikví.


Samsung Galaxy Book3 Ultra

Taktu sköpunargáfu þína á nýtt stig með NVIDIA GeForce RTX skjákorti og ofurhröðum Gen 13 Intel Core H örgjörva: Samsetning sem skilar miklum afköstum jafnvel fyrir þyngstu verkefnin.

Galaxy Book3 Ultra er fáanleg í tveimur útgáfum; með i7 örgjörva og i9 örgjörva. Samsung Galaxy Book3 Pro Ultra 16″ fartölvan er handhæg og öflug vél sem mætir kröfum hönnuða. Tölvan er knúin af 13. kynslóðar Intel örgjörva ásamt 16 GB LPDDR5 vinnsluminni sem veitir þér næga frammistöðu í skilvirka fjölverkavinnslu og kröfuhörð verkefni. Geymdu öll mikilvægu gögnin þín á 512 GB M.2 NVMe SSD drifinu, vafraðu á netinu og farðu yfir verkefni á fallegum 16″ AMOLED skjá með 120 Hz endurnýjunartíðni.

Skjákort

Nvidia GeForce RTX 4050, 6 GB skjákortið nýtir næstu kynslóðar ray-tracing tækni og tensor kjarna ásamt fjölda kjarna til að skila ótrúlegum afköstum og frábærum myndgæðum. Hraða DDR6 minnið tryggir að allt gangi hispurslaust.

Skjárinn

16″ AMOLED skjárinn þakinn gleri er með 16:10 skjáhlutföll og birtir fallegar myndir í WQXGA+ eða 2880 x 1800 upplausn og 400 nit birtustig sem tryggja frábær myndgæði. Skjárinn uppfyllir einnig kröfur HDR500 staðalsins og þekur 120% DCI-P3 litrófsins. Með 120 Hz endurnýjunartíðni getur þú einnig átt von á mjúkum hreyfingum. AMOLED tæknin tryggir djúpa svarta liti, lifandi liti og breið sjónarhorn.

Geymslupláss

512 GB M.2 NVMe PCIe SSD sem tryggir að tölvan er fljót að kveikja á sér, ræsa stýrikerfinu og bætir hraðann á gagnaflutningi.

Rafhlaða

Tölvan er útbúin stórri 76 Wh Li-ion rafhlöðu sem endist í allt að 17,5 klukkustundir í notkun.


Samanburður

Hér fyrir neðan er tafla sem sýnir samanburð á Galaxy Book3 Pro, Pro 360 og Ultra.


Smelltu hér til að skoða allar Galaxy Book3 fartölvur á elko.is.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.