Fróðleikur

Galaxy Tab S8 spjaldtölvunnar frá Samsung

1.06.2022

Samsung Galaxy S8 línan inniheldur heitustu stjörnunar í Samsung spjaldtölvu vetrarbrautinni.

Það eru þrjár útgáfur af Galaxy Tab S8 í boði; Tab S8, Tab S8+ og Tab S8 Ultra.

Galaxy Tab S8 spjaldtölvan er með kröftugum Qualcomm Snapdragon 8 Gen 1 örgjörva og hann er studdur af 8 GB vinnsluminni. 11″ LTPS TFT skjárinn er með skarpa 2560 x 1600 upplausn. 120 Hz endurnýjunartíðni þýðir að skjárinn er með betri svartíma og að myndir, kvikmyndir og sjónvarpsþættir birtast í góðum gæðum án ‘drauga’ í hreyfingum. Innifalinn er teiknipenni sem hentar einstaklega vel fyrir teikniforrit, til að skrifa glósur og jafnvel til að semja tónlist. Penninn er mjög næmur sem gerir það að verkum að auðvelt er að teikna að nákvæmni eins og um venjulegan penna væri að ræða.

Galaxy Tab S8+ er með sama kröftuga örgjörvan og Tab S8 útgáfan og 12,4″ sAMOLED skjárinn er einnig með 120 Hz endurnýjunartíðni og skarpa 2800 x 1752px upplausn.

Samsung Galaxy Tab S8 Ultra er létt og harðgerð spjaldtölva með kraftmiklum örgjörva, frábærum 14,6″ skjá með 2960×1848 upplausn og 120 Hz endurnýjunartíðni. Rafhlaðan í S8 Ultra er 11,200 mAh og er eldsnögg að hlaða sig.


Teiknaðu og skrifaðu með S pennanum

Sama hvaða spjaldtölvustærð þú velur, S penninn fylgir með öllum útgáfum af Tab S8. Segulfesting á bakhlið spjaldtölvunnar sé svo um að hlaða pennann.

Innifalinn er teiknipenni sem hentar einstaklega vel fyrir teikniforrit, skrifa glósur og jafnvel semja tónlist.
Penninn er mjög næmur sem gerir það að verkum að auðvelt er að teikna að nákvæmni eins og um venjulegan penna væri að ræða.


Samsung Notes

Samsung Notes forritið er fljótlegasta leiðin til að nota S pennann og skrifa niður allar frábæru hugmyndirnar sem þú færð. Þú getur notað það sem minnisblöð, skissubók eða teiknað texta til að breyta því í tölvutexta til að deila áfram hugmyndum þínum.


Teiknaðu meistarverkin þín

Clip Studio Paint4 var búið til fyrir skapandi fólk eins og þig. Með hreyfingu sem líkir eftir náttúrulegri penslanotkun getur þú lífgað upp á hugmyndaríkustu sköpun þína. Galaxy Tab S8 spjaldtölvurnar og Galaxy S22 línan virka saman eins og epískur strigi og litapaletta. Veldu lit og bursta með símanum og haltu stiganum þínum hreinum.


Galaxy Tab S8 gefur þér fjótlega og nákvæmna myndvinnslu fyrir myndbönd. Stór skjár, S Penninn og LumaFusion forritið gefur þér öll verkfærin til að klippa í kvikmyndagæðum. Skrollaðu í gegnum efnið og veldu og klipptu með smella á valið efni. Galaxy Tab S8 leyfir þér að vinna hvar og hvenær sem er.

*LumaFusion fyrir Android verður fáanlegt í Galaxy Store árið 2022 með Android OS útgáfu 11 eða nýrri. Nauðsynlegt er að kuapa LumaFusionApp.

Deildu efninu á augabragði

Haltu verkefnum gangandi án þess að hægja á skráaflutningi. Með QuickShare getur þú sent risastórar myndir og myndbönd í símann þinn eða tölvu með auðveldum hætti.


Stór og víður skjár gefur þér nóg pláss til að vinna í mörgum verkefnum með sniðugum fjölgluggaskiptingu sem setur allt sem þú þarft á einn skjá.

Stærð, staðsetning og fjöldi glugga; þú ræður. Þú getur skrollað í gegnum innblástur, skissað upp hugmyndir og spjallað við samstarfsfólk eða vini, allt á sama tíma.


WiFi og 5G+WiFi útgáfur í boði

Galaxy Tab S8, S8+ og S8 Ultra eru fáanlegar í tveimur útgáfum, WiFi og svo 5G + WiFi.

Með 5G getur þú spilað leiki, horft á sjónvarpsseríu eða tekið vinnuna með þér hvar sem er. Galaxy Tab S8+ gerir þér kleift að nýta þér ofurhraða 5G teningar.


Samsung Galaxy Tab S8 Ultra útlit

Rafhlöður í Tab S8 línunni eru stórar og styðja hraðhleðslu í gegnum USB-C tengið. Nóg rafmagn til að deila þar sem þú getur tengt annan Galaxy búnað við Tab spjaldtölvuna til að halaða með allt að 15W hraða.


Taktu upp myndbönd í 4K upplausn

Taktu upp 4K myndbönd bæði með aðalmyndavélinni á Tab S8 og með sjálfumyndavélinni fyrir flott myndgæði til dæmis í fjarfundum.

Auto Framing

Auto Framing heldur fókusinum á þér. Það stillir aðdráttinn sjálfkrafa og finnur bestu stillinguna til að halda þér innan rammans. Auto Framing virkar líka þegar fleiri vinir eða samstarfsaðilar bætast í myndina og færir aðdráttinn út svo allir passa í rammann. Notendavæ upplifun fyrir fjarfundi og vinaspjall.

Komdu grúbbunni saman með Google Duo

Hringdu í besta vininn þinn eða allt að 31 af vinum þínum með hágæða myndsímaforriti.
Noise Reduction á hljóðnema tryggir að þú einbeitir þér að samtalinu. Þú getur líka unnið verkefni í sameiningu á skapandi hátt með Jamboard eða notað gagnvirka töflu frá Google 1.0.
Deildu skjánum þínum og upplifið efnið saman með Google Duo. Horfðu á myndbönd og ræðið málin í rauntíma.


Hvað er í kassanum?

Myndbandið hér fyrir neðan er unboxing myndband fyrir Galaxy Tab S8 Ultra.

Smelltu hér til að skoða Galaxy Tab S8 spjaldtölvunar og aukahluti á elko.is.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.