Fróðleikur

Galaxy Watch Active 2

28.10.2019

Samsung Galaxy Watch Active2 er tæknivætt snjallúr með stílhreinni hönnun úr ryðfríu stáli. Klukkan er ávallt rétt stillt í gegnum WiFi og LTE tækni. Úrið getur einnig haldið utan um æfingar, svefn, og einnig haft auga með kvíðaeinkennum fyrir betri líðan og heilbrigðari framtíð.

Hönnun

Galaxy Active 2 er mjög einfalt og þægilegt snjallúr. Stílhrein hönnun gefur úrinu fallegt og einfalt útlit sem hentar hvaða tilefni sem er. 

Snertiskjár

Galaxy Watch Active 2 er með 1.4″ Super AMOLED snertiskjá með 360×360 pixla upplausn. Snertiskjárinn er með Gorilla Glass DX+ vörn. Einnig er snúningsskífa á skjánum svo auðvelt er að stjórna klukkunni eða ýta henni til hliðar fyrir fleiri stillingar.

Endingarbetra

Snjallúrið er frekar sterkt með 5ATM viðurkenningu og þolir allt að 50m vatnsdýpi (5 BAR þrýsting). Úrið er einnig með hristivörn með MIL-STD-810G og IP68 viðurkenningu.

Hreyfing og heilsa

Galaxy Active 2 snjallúrið bíður upp á allskonar eiginleika fyrir fólk á hreyfingu, þ.á.m 39 æfingar, svefn og púlsmæli, skynjar tegund æfingar og er góður stuðningur fyrir heilbrigðari lífstíl.

Kvíða og svefn eiginleikar sem og eiginleikar úrsins til þess að skynja hvernig æfingar eru gerðar tryggir góða hvíld og betri heilsu. Einnig er hægt að deila daglegum áskorunum.

Tengimöguleikar

A-GPS og Glonass staðsetningar kerfi, Bluetooth 5.0 og NFC fyrir þráðlausar greiðslur. Úrið tengist einnig LTE með eSIM sem hjálpar þér að vera tengd við umheiminn án þess að þurfa síma.

Einstakur stíll

Í úrinu er innbyggt My Style eiginleiki. Með því að taka mynd af þeim fötum sem þú ert í breytir úrið litnum á skífunni eftir því hvaða liti er valið. 

Samsung Galaxy Watch Active2 er fáanlegt með 40mm og 44mm ól.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.