Fróðleikur

Nýr heimur möguleika

11.08.2021

Samanbrjótanlegur. Auðvitað.   

Bæði Galaxy Z Flip3 og Galaxy Z Fold3 koma með tveimur skjám, þar sem innri skjárinn leggst saman – sem breytir reglum leiksins og hugsun okkar um hvernig farsími á að vera. Verður samlokusími eða langlokusími næsti snjallsíminn þinn?

Nýju farsímarnir frá Samsung eru með samanbrjótanlegum skjám og eru því ekki venjulegir farsímar. Þeir eru í algjörum sérflokki.

Þú færð tæki með tvöfalda hæfileika; lipur í hreyfingum og áhrifamikill í samskiptum, á sama tíma!


Vinna, vafra, horfa, leika. Allt saman, á sama tíma ef þú vilt.

Þú getur líka tekið myndir og myndbönd eins og þú værir með innbyggðan þrífót, eða hringt myndsímtal með símann standandi á borði.

Galaxy Z Flip3 og Fold3 bjóða upp á óendalegt frelsi og val svo þú getur haft hlutina nákvæmlega eins og þú vilt hafa þá. Hvar sem þú ert og hvað sem þú ert að gera.

Þetta er þriðja kynslóð samanbrjótanlegra síma, og þeir eru ekki bara hér til að vera – þeir eru hér til að taka við.


Jafnvel endingarbetri

Vatnsheldur

Það er ekki slæmt veður. Galaxy Z Fold3 og Galaxy Z Flip3 standast báðir kröfur IPX8 stuðul.

* IPXVatnsvörn (>1 metri í 30 mín) Vatnsvörn er mæld miðað við ferskvatn, aðrir vökvar t.d. saltvatn gætu haft skaðleg áhrif. Vörnin getur dvínað með tímanum og þrátt fyrir vottun taka framleiðendur almennt ekki ábyrgð á vatnsskemmdum.

Sterkur en léttur

Efnisvalið skiptir öllu. Samsung hefur valið sterkasta álið á farsímamarkaðnum, sterkt en létt á sama tíma.

Byggður til að endast

Þú getur verið róleg/ur.  Bakhlið símans er með Gorilla Glass Victus, sem er eitt endingarbesta glerið á markaðnum.


GALAXY Z FLIP 3

Endalausir möguleikar – einstök hönnun

Lítill. Stór. Algjörlega einstakur.

Galaxy Z Flip3 er með einstaka hönnun og einkennandi sveigjanleika sem opnar á marga möguleika.

Galaxy Z Flip3 er svo lítill að hann passar auðveldalega í vasa en þegar hann er opinn er hann alveg jafnstór og hefðbundinn nútíma farsími.  Sem uppfærsla frá Flip2 er Flip3 kominn með skjá á framhlið sem þú getur auðveldlega stjórnað, svarað símtölum og séð hvað er að gerast í lokuðum ham.  Þegar þú opnar farsímann blasir við þér 120Hz 6,7’’ skjár sem er tilbúinn fyrir allt sem þú vilt gera.

Þökk sé Flex Mode getur innri skjárinn verið hálfopinn, sem gefur einstaklega snjalla notkun, sérstaklega þegar þú ert að nota myndavélina og vilt finna hið fullkomna horn.  Allar þrjár myndavélarnar eru tilbúnar til að taka myndirnar þínar á næsta stig.

Samanbrotinn eða opinn. Samsung hefur hugsað um hvert smáatriði.

Sterkbyggður með lúxus efnum

Samsetning úr gleri og málmi skapar lúxustilfinningu, þar sem hvert smáatriði er vandlega úthugsað? Galaxy Z Flip3 er með Gorilla Glass Victus og er með IPX8 stuðul fyrir vatnsvörn, svo þú þarft ekki að hafa áhyggjur af smá vatni.

Bæði lítill og stór

Galaxy Z Flip3 hefur tvöfalda möguleika. Þegar farsíminn er brotinn saman er lögunin næstum ferhyrnd, með hæð aðeins 86,4mm en ef farsíminn er opin hefur þú 6,7’’ skjá til ráðstöfunar. Svo þú færð það besta úr báðum heimum.


Nýjir möguleikar á samfélagsmiðlum

Búinn til þess að vera alltaf til staðar þegar hlutirnir gerast.

Gerðu meira á sama tíma

Sendu skilaboð, Gúgglaðu eða smelltu áfram til að velja fatnað fyrir næsta ferðalag, allt á sama tíma og þú ert að taka myndsamtal.  

Möguleikinn á að hafa marga glugga opna gerir þér kleift að vera eins dugleg/ur og þú ert félagslynd/ur. 

Stærri skjár á framhlið

Þótt að síminn sé brotin saman getur þú nálgast mikilvægar upplýsingar. Skjárinn er 1,9’’ og sýnir tilkynningar, skilaboð og gefur þér möguleika á að velja aðgerðir.  Forskoðaðu myndirnar þínar og myndbönd á meðan myndavélin er í gangi.

Samanbrjótanlegi skjárinn er með 120Hz endurnýjunartíðni og gefur þér krafmikla upplifun hvort sem þú ert á símafundi, horfir á myndband  eða skrollar í gegnum heimasíður.


Fangaðu heiminn eins og þú vilt sjá hann

Selfie 2.0

Með Galaxy Z Flip3 er eins og að hafa þrífót í vasanum. Þökk sem Flex Mode getur þú sett símann þinn niður og fundið besta sjónarhornið. Það skiptir ekki máli hvort þú ert að nota tvöfaldu aðalmyndavélina eða sjálfumyndavélina.

Meiri gæði í ljósmyndun

Nú þarftu ekki að fara í gegnum allar síurnar, Galaxy Z Flip3 tekur myndir sem eru tilbúnar til deilingar strax. Háþróaður AI þýðir stúdíó gæði fyrir myndirnar þínar. Myndavélin skynjar umhverfið sem þú ert í og setur þig í fókus, með því að nota réttu lýsinguna og náttúruleg Bokeh áhrif.

Handfrjáls myndataka

Segðu bless við selfiestöngina. Galaxy Z Flip3 getur virkjað lokara (e. shutter) sjálfkrafa. Þú þarft bara að veifa til að taka mynd eða byrja myndbandsupptöku. Þú getur líka valið hvort að þú vilt nota sjálfumyndavélina að framan eða aðalmyndavélina að aftan.  Ef þú velur aðalmyndavélina, getur þú séð sjálfa/nn þig í skjánum og auðveldlega fundið hina fullkomnu pósu.

Sjá tæknilegar upplýsingar og verð á elko.is.


GALAXY Z FOLD 3

Vertu opin/nn fyrir öllu í öðru veldi

Galaxy Z Fold3 er bæði farsími og spjaldtölva sem gerir þér kleift að vinna, spila og horfa á myndefni á nýjan hátt. Með tveimur 120 Hz skjáum opnast fleiri möguleikar ásamt skilvirkari fjölverkavinnslu. Hægt er að nota mörg forrit á sama tíma með Split View, opna símann í Flex Mode og fá notendavæna upplifun með sérstilltum snjallforritum sem minna á fartölvu, glósa með S Pen (seldur sér) eða horfa á uppáhalds þættina þína með 7,6“ samfellanlegum skjá. Auk þess er Fold3 fallegri og harðgerðari en forverar sínir.

Samhæfur S Pen 

Í fyrsta skipti er S Pen samhæfur Z línu Samsung. Tilbúinn að skrifa glósur, skissa upp hugmyndir, klippa myndir og myndbönd með millimetra nákvæmni. Með Flex Mode og Split View getur þú  einnig notað neðri part skjásins sem glósubók. 


Meiri upplifun

Ímyndaðu þér ef vasinn þinn væri það stór að hann gæti geymt spjaldtölvu. Eða snúðu dæminu við og ímyndaðu þér spjaldtölvu sem passar í vasann þinn.

Opnaðu símann og fáðu spjaldtölvu

Nettur eins og sími, stór eins og spjaldtölva.

Samanbrjótanlegur 7,6’’ skjárinn hefur mikla upplausn, er bjartur, kraftmikill og með frábæran viðbragðstíma.  Hann er einnig hraðvirkasti skjárinn frá Samsung, með 120Hz endurnýjunartíðni, sem gefur þér óaðfinnanlega upplifun hvort sem þú ert að spila tölvuleik eða skrolla.  Og já, ytri skjárinn er líka 120Hz.

Einföld stjórnun og góð yfirsýn 

Með Galaxy Z Fold3 getur þú fylgst með öllu samtímis. Síminni inniheldur snjalla eiginleika sem hjálpa þér að flakka á milli og stjórna forritum. Með Split View geturðu deilt skjánum í tvennt, fengið betri yfirsýn og gert marga hluti samtímis. Til dæmis skrifað athugasemd á myndband á meðan þú horfir á það. 

Ekkert mál að skipta á milli skjáa

Notaðu þann skjá sem þú þarft, hið ytra og innra vinna saman; Hægt er að skipta á milli skjáa hvenær sem er og snjallforritin fylgja. 

Myndavél fyrir alla

Nú getur þú og sá sem þú ert að taka mynd af séð forskoðun af myndinni samtímis. Þegar síminn er opinn og þú ert að taka myndband eða myndir með aðalmyndavélinni sést myndin á innri skjánum sem og ytri.  Og það virkar alveg eins ef þú ert að taka sjálfu.

Myndavél fyrir öll tilefni 
Galaxy Z Fold3 er með fimm skörpum myndavélum sem hjálpa þér að ná myndum frá öllum sjónarhornum. Að aftan eru þrjár myndavélar, 12 MP aðalmyndavél, 12 MP 123° víðlinsa og 12 MP aðdráttarlinsa. Auk þess er myndavél á báðum skjáum sem aðstoða þig við myndsímtöl og sjálfur, hvort sem síminn er opinn eða lokaður. 


Snjallari vinnufélagi

Stór og lipur – Galaxy Z Fold3 gefur þér það besta úr báðum heimum og gerir símann þinn að mjög sveigjanlegu vinnutæki.

Fínstillt forrit

Samsung vill að þú nýtir þér stóra skjáinn, þess vegna hafa mörg algeng forrit verið sérstillt fyrir Galaxy Z Fold3, þar á meðal mörg helstu vinnuforrit Google.

Fjölverkavinnsla

Einbeittu þér að einu verkefni eða nýttu þér fjölverkavinnslumöguleikana með allt að fjórum gluggum á sama tíma. 

Skilvirkni 

Úr einu verkefni í annað, með Galaxy Z Fold3 færðu snjalla flýtivísa í uppáhalds snjallforritin þín með valmynd sem þú hannar og nærð í með einni hreyfingu. Einnig er hægt að opna nýjan glugga með einni hreyfingu.


Leikandi góður kraftur

Í sófanum eða í rúminu, í flugvél eða í sveitinni; með spjaldtölvu í vasanum getur þú streymt og spilað með frábærum gæðum hvar sem þú ert.

Betri leikjaupplifun

Skjár með 120Hz endurnýjunartíðni skilar skarpari myndgæðum og betri leikjaupplifun, upplifun eins og þú hefur ekki kynnst áður í farsíma.  Endurnýjunartíðni er stillt sjálfkrafa sem leiðir til minni orkunotkunar og lengri spilatíma.

Hraðvirkur og öflugur

5G hraði, 4400 mAh dual rafhlaða og hraðvirkur Snapdragon 888 örgjörvi.  Galaxy Z Fold3 er tilbúinn fyrir allt sem þú vilt gera og sjá, allan daginn.

Byltingarkennd leikjarspilun

Galaxy Z Fold3 er nett leiktæki sem gefur þér möguleika að spila í gegnum skýjaþjónustur með Xbox Game pass. Hann er tilbúinn fyrir 5G og WiFi6 svo þú getur nýtt þér hröðustu nettenginguna, hvar sem þú ert.


Samanburður á Z 2021 línunni er hægt að skoða hér fyrir neðan. Ef þú vilt sjá nánari tæknilegar upplýsingar og verð getur þú skoðað símana nánar á elko.is.


Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.