
Garmin Forerunner 965
7.08.2024Ertu klár fyrir næstu keppni eða æfingu? Ertu að íhuga að kaupa þér snjallúr sem hjálpar þér að halda þig við sett markmið? Er Garmin Forerunner 965 snjallúrið rétta úrið fyrir þig?


Garmin Forerunner 965 snjallúrið er með öflugan 1,4″ AMOLED snertiskjá, tilvalinn fyrir æfingar úti í sólinni. Úrið er með fjölda æfinga- og þjálfunareiginleika, þar á meðal 5 ATM vatnsvörn, hjartsláttar og súrefnismæli ásamt velferðareiginleikum sem hjálpa þér að fylgjast með heilsunni.
AMOLED skjár
Forerunner 965 snjallúrið er með stórum 1,4″ AMOLED skjá sem auðvelt er að sjá, jafnvel í beinu sólarljósi. Notaðu snertiskjáinn eða takkana til að stýra úrinu.

Rafhlaða
Úrið er með allt að 23 daga rafhlöðuendingu í hefbundinni notkun (án GPS) en allt að 31 klukkustunda rafhlöðuendingu með GPS.

Kort
Staðfræðileg, skýr kort sjá til þess að þú sért alltaf á réttri braut. Hægt er að biðja úrið um að búa til hlaupaleiðir út frá lengd hlaups til að einfalda sér undirbúning. Einnig er hægt að hlaða inn á úrið sín eigin kort og með SatIQ og Multi-Band er staðsetning þín einstaklega nákvæm og rafhlöðuending langlífri.

Staðsetningarkerfi
Forerunner 965 er með innbyggða GPS, GLONASS og Galileo tækni sem mælir fjarlægð og hraða með mikilli nákvæmni, innan sem utandyra. Úrið lætur vita ef setið er meir en klukkutíma.
Borgaðu með úrinu – Garmin Pay
Skildu veskið eftir heima og notaðu úrið til þess að borga hvar sem er.

Æfingar
Þetta snjallúr frá Garmin er með allskonar hentuga eiginleika fyrir þá sem vilja mikla hreyfingu. Úrið geymir upplýsingar um allar helstu líkamsræktaræfingar og tæki s.s. að hlaupa, hjóla, hlaupabretti, skíðatæki, þol, yoga og margt annað.

Einnig er hægt að synda með úrið og taka það með í sturtu. Með Body Battery Monitor getur þú fylgst með orku líkamans og vitað hvenær þú ert tilbúinn í æfingu. Garmin býður upp á Garmin Coach snjallforrit sem hefur að geyma forstilltar æfingaáætlanir, s.s. fyrir þol, yoga, styrk, pilates og aðrar þolmiklar þrepæfingar. Hægt er að búa til sínar eigin æfingaráætlanir.

Klár í æfingu
Frá því að þú vaknar færðu einkunn, sem byggð er á svefni, endurheimt, æfingaálagi og fleiru, yfir hversu tilbúin/n þú ert til að fara á æfingu eða hvort þú eigir að taka því rólega.
Landakort í lit
Garmin Forerunner 965 styður fjölda gervitungla (GPS, GLONASS og Galileo) til að þú fáir nákvæmari staðsetningu við krefjandi aðstæður.
Æfingaforrit
Fjöldi æfingaforrita í boði fyrir m.a. utanvegahlaup, sund, hlaup, hjól, róður, skíði, golf, þríþraut og margt fleira. Hægt er að skipta á milli með einum takka.

Keppnisskjár
Ef þú ert að undirbúa þig fyrir keppni er hægt að virkja keppnisskjá til að fá ábendingar og tillögur um æfingar ásamt spá um lokatíma miðað við aðstæður, getu og veður.
Daglegar æfingar
Úrið stingur upp á æfingu fyrir þig daglega miðað við núverandi form, æfingaálag og komandi keppnir. Hægt er að skoða viku fram í tímann.
Þjálfunarstaða
Þetta tól metur æfingasöguna þína ásamt HRV og lætur þig vita hvernig þú ert að æfa, hvort þú sért að standa þig vel, toppa eða í ofþjálfun.
Undirbúningur

Innbyggð hlaupagreining
Úrið mælir cadence, snertitíma við jörðu, skrefalengd, jafnvægi og fleira þegar þú hleypur.
Innbyggður púlsmælir
Innbyggður púlsmælir er í úrinu sem hjálpar þér að fá sem mest út úr æfingunum, mælir stress og virkar í vatni.
Vikuálag
Berðu saman erfiðleika æfinganna þinna miðað við kjör æfingaálag til að þú getur bætt þrek og form.
Áhrif álags
Fylgstu með æfingaálagi síðustu daga/vikur til að halda þér innan marka og forðast meiðsli.
Áhrif æfinga
Sjáðu hvernig æfingarnar þínar hafa áhrif á bætingu þols, hraða og krafts með upplýsingum um áhrif loftháðra og loftfirrðra æfinga.

Æfingageta
Þegar þú hleypur getur þú fengið greiningu á því hvernig geta þín til að standa þig á æfingu er.
VO2 Max
Náðu betri æfingu með VO2max sem gefur þér stöðuna á forminu þinu. Sérstök mæling er fyrir utanvegahlaup sem tekur mið af æfingunni útfrá hitastigi eða hæð.
Stress skráning
Úrið getur sagt þér hvort að þú sért að eiga rólegan, jafnan eða stressaðan dag. Áminning um slökun minnir þig á að gera stuttar og slakandi öndunaræfingar.
Health Snapshot eiginleikinn
Tveggja mínútna æfing þar sem úrið skráir heilsuna þína; hjartsláttinn, hjartsláttartíðni, súrefnismettun, öndun og stress. Úrið býr svo til skýrslu úr þessum upplýsingum sem þú getur deilt með öðrum með Garmin Connect smáforritinu.
Súrefnismettun
Fyrir hæðaraðlögun og svefnskráningu. Súrefnismettunarmælirinn² (Pulse Ox) notar lítinn ljósgeisla til að mæla hversu vel líkaminn er að taka upp súrefni.
Fyrir ræktina
Forerunner 965 kemur með forhlöðnum æfingaforritum fyrir ræktina eins og HIIT, lyftingar, yoga og pílates.
Frammistaða

Teningar

Tónlist
Tengdu tónlistarveitur eins og Spotify við úrið. Geymdu lögin í úrinu og tengdu við bluetooth heyrnatól til að hlusta.
Öryggið í fyrirrúmi
Ef úrið skynjar að þú lendir í slysi getur þú nýtt þér incident detection³ sem sendir staðsetningu þína til fyrirfram ákveðinna tengiliða – virkar einungis með völdum æfingum sem nota GPS og krefst tengingar við síma.
Garmin Pay
Notaðu snertilausan greiðslumöguleika úrsins til þess að versla á hlaupum eða hvar sem er. Þú skráir inn greiðslukort í gegnum Garmin Connect smáfforitið í símanum og það er uppfært í úrið. Þú þarft að velja PIN númer og ef þú tekur úrið af þér þarf að slá inn PIN númer til að nota greiðslukort.
Snjalltilkynningar
Fáðu tilkynningar um tölvupóst, smáskilaboð, símtöl og margt fleira í úrið þegar það er tengt við snjallsíma.
Livetrack
Vinir og vandamenn geta fylgst með þér í rauntíma³ og skoðað fyrirfram ákveðina leið.
Garmin Connect
Þú getur skoðað allar heilsufarsupplýsingar ásamt upplýsingum um æfingar og fleira. Allt að kostnaðarlausu.
Connect IQ
Hægt er að ná í sérsniðin útlit fyrir úrið, data glugga, smáforrit of fleira í Connect IQ Store.
Helstu eiginleikar:
- Bluetooth, GPS, Wi-Fi, ANT+
- Allt að 23 daga rafhlöðuending
- Púls,-svefn, streitumælir o.fl.
- Garmin Pay
- Hlustaðu á tónlist án þess að hafa símann nálægt
- 50m vatnshelt
- AMOLED skjár
Hvað er í sölupakkningu fyrir Forerunner 965?
- Snjallúr
- Snúra fyrir hleðslu og gagnaflutning